Erlent

Mannskætt slys þegar göngubrú hrundi á Indlandi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Björgunarfólk var að störfum á ánni í alla nótt. 
Björgunarfólk var að störfum á ánni í alla nótt.  AP Photo/Ajit Solanki

Nú er ljóst að 141 hið minnsta lét lífið þegar göngubrú yfir Machchu ánna í Gujarat héraði á Indlandi gaf sig með þeim afleiðingum að hundruð féllu í ánna.

 Brúin var rúmlega hundrað ára gömul, kennileiti í héraðinu og vinsæll ferðamannastaður. Hún hafði nýlega fengið viðamikla yfirhalningu og var aðeins opnuð almenningi fyrir nokkrum dögum síðan. Breska ríkiútvarpið hefur eftir bæjarstjóranum í bænum Morbi í nágrenninu að eftirlitsmenn hafi þó átt eftir að taka mannvirkið út eftir endurbæturnar.

Óvenju margir voru á brúnni þegar hún gaf sig eða mörg hundruð manns en trúarhátíð var á svæðinu um helgina. Að minnsta kosti 177 hefur verið bjargað upp úr ánni en 141 er talinn af eins og áður sagði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×