„Þá er mínum tíma í stjórnmálum bara lokið“ Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2022 11:30 Bjarni Benediksston, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ef hann muni tapa væntanlegum formannaslag í Sjálfstæðisflokknum sé tíma hans í íslenskum stjórnmálum lokið. Bjarni segist hafa rætt við Guðlaug Þór Þórðarson, orkumálaráðherra, um það hvort sá síðarnefndi ætli að bjóða sig fram til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins. Þetta sagði Bjarni í Sprengisandi í dag en hann vildi ekki segja hvað Guðlaugur hefði sagt og hvort hann myndi bjóða sig fram. Guðlaugur hefur boðað til blaðamannafundar í Valhöll í dag, þar sem hann mun líklegast tilkynna framboð sitt. „Verður Guðlaugur Þór ekki bara að eiga sitt móment?“ sagði Bjarni við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi. „Það er í lagi mín vegna.“ Kristján sagði að Guðlaugur væri líklega ekki að boða til fundar til þess að segja ekki neitt og að hann myndi ræða við Bjarna á þeim grundvelli að Guðlaugur ætlaði að bjóða sig fram. Bjarni sagðist alltaf hafa verið skýr um það að enginn ætti tilkall til þess að halda formannsstóli í Sjálfstæðisflokknum eða öðrum kjörnum embættum. „Það á enginn tilkall til þess að vera kosinn á Alþingi yfir höfuð eða fá einhver embætti innan þingflokksins eða annars staðar.“ Bjarni sagði þetta hluti sem ráða ætti fram úr með lýðræðislegum hætti. Hann væri stoltur teldi það heiður fyrir sig að hafa fengið að vera formaður Sjálfstæðisflokksins svo lengi. Hann tók við embættinu árið 2009. „Ég er enn af fullum krafti að vinna að framgangi okkar stefnumála og mér finnst það hafa gengið vel. Mér finnst við hafa skilað frábærum árangri og það er árangur sem að ég tel að eigi að vera aðal mælikvarðinn á það hvort maður geti verið sáttur við sitt framlag,“ sagði Bjarni. Bjarni sagði einnig í þættinum að vinni hann ekki væntanlegan formannsslag sé hans tíma í íslenskum stjórnmálum lokið. „Ég ætla ekkert að draga fjöður yfir það. Ef að mínum tíma sem formanni líkur í þessu kjöri, þá er mínum tíma í stjórnmálum bara lokið. Það er ekkert flóknara en það,“ sagði Bjarni og bætti við að honum þætti það eðlilegast. Bjarni sagðist einnig hafa rætt við Guðlaug nokkrum sinnum á undanförnum dögum. Engin gagnrýni sem varða málefnalegur áherslur Sjálfstæðisflokksins hefðu komið fram í þeim samtölum. „Ég myndi geta skilið það mjög vel, ef menn hefðu sagt: „Heyrðu, við erum bara á rangri braut. Við þurfum að breyta um stefnu. Við þurfum að einbeita okkur að málaflokkum sem hafa verið skildir útundan.“ en það er alls ekki heldur varðar þetta fyrst og fremst, eins og ég er að upplifa það, það hvernig flokkurinn starfar og hvernig innra starf flokksins fer fram og aðrir slíkir þættir. Jafnvel verkaskipting milli fólks,“ sagði Bjarni. Hlusta má á viðtalið við Bjarna í spilaranum hér að neðan. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Þetta sagði Bjarni í Sprengisandi í dag en hann vildi ekki segja hvað Guðlaugur hefði sagt og hvort hann myndi bjóða sig fram. Guðlaugur hefur boðað til blaðamannafundar í Valhöll í dag, þar sem hann mun líklegast tilkynna framboð sitt. „Verður Guðlaugur Þór ekki bara að eiga sitt móment?“ sagði Bjarni við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi. „Það er í lagi mín vegna.“ Kristján sagði að Guðlaugur væri líklega ekki að boða til fundar til þess að segja ekki neitt og að hann myndi ræða við Bjarna á þeim grundvelli að Guðlaugur ætlaði að bjóða sig fram. Bjarni sagðist alltaf hafa verið skýr um það að enginn ætti tilkall til þess að halda formannsstóli í Sjálfstæðisflokknum eða öðrum kjörnum embættum. „Það á enginn tilkall til þess að vera kosinn á Alþingi yfir höfuð eða fá einhver embætti innan þingflokksins eða annars staðar.“ Bjarni sagði þetta hluti sem ráða ætti fram úr með lýðræðislegum hætti. Hann væri stoltur teldi það heiður fyrir sig að hafa fengið að vera formaður Sjálfstæðisflokksins svo lengi. Hann tók við embættinu árið 2009. „Ég er enn af fullum krafti að vinna að framgangi okkar stefnumála og mér finnst það hafa gengið vel. Mér finnst við hafa skilað frábærum árangri og það er árangur sem að ég tel að eigi að vera aðal mælikvarðinn á það hvort maður geti verið sáttur við sitt framlag,“ sagði Bjarni. Bjarni sagði einnig í þættinum að vinni hann ekki væntanlegan formannsslag sé hans tíma í íslenskum stjórnmálum lokið. „Ég ætla ekkert að draga fjöður yfir það. Ef að mínum tíma sem formanni líkur í þessu kjöri, þá er mínum tíma í stjórnmálum bara lokið. Það er ekkert flóknara en það,“ sagði Bjarni og bætti við að honum þætti það eðlilegast. Bjarni sagðist einnig hafa rætt við Guðlaug nokkrum sinnum á undanförnum dögum. Engin gagnrýni sem varða málefnalegur áherslur Sjálfstæðisflokksins hefðu komið fram í þeim samtölum. „Ég myndi geta skilið það mjög vel, ef menn hefðu sagt: „Heyrðu, við erum bara á rangri braut. Við þurfum að breyta um stefnu. Við þurfum að einbeita okkur að málaflokkum sem hafa verið skildir útundan.“ en það er alls ekki heldur varðar þetta fyrst og fremst, eins og ég er að upplifa það, það hvernig flokkurinn starfar og hvernig innra starf flokksins fer fram og aðrir slíkir þættir. Jafnvel verkaskipting milli fólks,“ sagði Bjarni. Hlusta má á viðtalið við Bjarna í spilaranum hér að neðan.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent