„Þá er mínum tíma í stjórnmálum bara lokið“ Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2022 11:30 Bjarni Benediksston, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ef hann muni tapa væntanlegum formannaslag í Sjálfstæðisflokknum sé tíma hans í íslenskum stjórnmálum lokið. Bjarni segist hafa rætt við Guðlaug Þór Þórðarson, orkumálaráðherra, um það hvort sá síðarnefndi ætli að bjóða sig fram til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins. Þetta sagði Bjarni í Sprengisandi í dag en hann vildi ekki segja hvað Guðlaugur hefði sagt og hvort hann myndi bjóða sig fram. Guðlaugur hefur boðað til blaðamannafundar í Valhöll í dag, þar sem hann mun líklegast tilkynna framboð sitt. „Verður Guðlaugur Þór ekki bara að eiga sitt móment?“ sagði Bjarni við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi. „Það er í lagi mín vegna.“ Kristján sagði að Guðlaugur væri líklega ekki að boða til fundar til þess að segja ekki neitt og að hann myndi ræða við Bjarna á þeim grundvelli að Guðlaugur ætlaði að bjóða sig fram. Bjarni sagðist alltaf hafa verið skýr um það að enginn ætti tilkall til þess að halda formannsstóli í Sjálfstæðisflokknum eða öðrum kjörnum embættum. „Það á enginn tilkall til þess að vera kosinn á Alþingi yfir höfuð eða fá einhver embætti innan þingflokksins eða annars staðar.“ Bjarni sagði þetta hluti sem ráða ætti fram úr með lýðræðislegum hætti. Hann væri stoltur teldi það heiður fyrir sig að hafa fengið að vera formaður Sjálfstæðisflokksins svo lengi. Hann tók við embættinu árið 2009. „Ég er enn af fullum krafti að vinna að framgangi okkar stefnumála og mér finnst það hafa gengið vel. Mér finnst við hafa skilað frábærum árangri og það er árangur sem að ég tel að eigi að vera aðal mælikvarðinn á það hvort maður geti verið sáttur við sitt framlag,“ sagði Bjarni. Bjarni sagði einnig í þættinum að vinni hann ekki væntanlegan formannsslag sé hans tíma í íslenskum stjórnmálum lokið. „Ég ætla ekkert að draga fjöður yfir það. Ef að mínum tíma sem formanni líkur í þessu kjöri, þá er mínum tíma í stjórnmálum bara lokið. Það er ekkert flóknara en það,“ sagði Bjarni og bætti við að honum þætti það eðlilegast. Bjarni sagðist einnig hafa rætt við Guðlaug nokkrum sinnum á undanförnum dögum. Engin gagnrýni sem varða málefnalegur áherslur Sjálfstæðisflokksins hefðu komið fram í þeim samtölum. „Ég myndi geta skilið það mjög vel, ef menn hefðu sagt: „Heyrðu, við erum bara á rangri braut. Við þurfum að breyta um stefnu. Við þurfum að einbeita okkur að málaflokkum sem hafa verið skildir útundan.“ en það er alls ekki heldur varðar þetta fyrst og fremst, eins og ég er að upplifa það, það hvernig flokkurinn starfar og hvernig innra starf flokksins fer fram og aðrir slíkir þættir. Jafnvel verkaskipting milli fólks,“ sagði Bjarni. Hlusta má á viðtalið við Bjarna í spilaranum hér að neðan. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Þetta sagði Bjarni í Sprengisandi í dag en hann vildi ekki segja hvað Guðlaugur hefði sagt og hvort hann myndi bjóða sig fram. Guðlaugur hefur boðað til blaðamannafundar í Valhöll í dag, þar sem hann mun líklegast tilkynna framboð sitt. „Verður Guðlaugur Þór ekki bara að eiga sitt móment?“ sagði Bjarni við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi. „Það er í lagi mín vegna.“ Kristján sagði að Guðlaugur væri líklega ekki að boða til fundar til þess að segja ekki neitt og að hann myndi ræða við Bjarna á þeim grundvelli að Guðlaugur ætlaði að bjóða sig fram. Bjarni sagðist alltaf hafa verið skýr um það að enginn ætti tilkall til þess að halda formannsstóli í Sjálfstæðisflokknum eða öðrum kjörnum embættum. „Það á enginn tilkall til þess að vera kosinn á Alþingi yfir höfuð eða fá einhver embætti innan þingflokksins eða annars staðar.“ Bjarni sagði þetta hluti sem ráða ætti fram úr með lýðræðislegum hætti. Hann væri stoltur teldi það heiður fyrir sig að hafa fengið að vera formaður Sjálfstæðisflokksins svo lengi. Hann tók við embættinu árið 2009. „Ég er enn af fullum krafti að vinna að framgangi okkar stefnumála og mér finnst það hafa gengið vel. Mér finnst við hafa skilað frábærum árangri og það er árangur sem að ég tel að eigi að vera aðal mælikvarðinn á það hvort maður geti verið sáttur við sitt framlag,“ sagði Bjarni. Bjarni sagði einnig í þættinum að vinni hann ekki væntanlegan formannsslag sé hans tíma í íslenskum stjórnmálum lokið. „Ég ætla ekkert að draga fjöður yfir það. Ef að mínum tíma sem formanni líkur í þessu kjöri, þá er mínum tíma í stjórnmálum bara lokið. Það er ekkert flóknara en það,“ sagði Bjarni og bætti við að honum þætti það eðlilegast. Bjarni sagðist einnig hafa rætt við Guðlaug nokkrum sinnum á undanförnum dögum. Engin gagnrýni sem varða málefnalegur áherslur Sjálfstæðisflokksins hefðu komið fram í þeim samtölum. „Ég myndi geta skilið það mjög vel, ef menn hefðu sagt: „Heyrðu, við erum bara á rangri braut. Við þurfum að breyta um stefnu. Við þurfum að einbeita okkur að málaflokkum sem hafa verið skildir útundan.“ en það er alls ekki heldur varðar þetta fyrst og fremst, eins og ég er að upplifa það, það hvernig flokkurinn starfar og hvernig innra starf flokksins fer fram og aðrir slíkir þættir. Jafnvel verkaskipting milli fólks,“ sagði Bjarni. Hlusta má á viðtalið við Bjarna í spilaranum hér að neðan.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira