Fjöldi látinna í Seúl heldur áfram að hækka Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 29. október 2022 23:34 Mikill fjöldi viðbragðsaðila er á svæðinu. AP/Ahn Young-joon Að minnsta kosti 149 eru látin og 150 slösuð eftir að mikill troðningur varð á hrekkjavökufagnaði í Itaewon-hverfi Seúl í Suður-Kóreu í dag. Fyrr í dag greindu miðlar frá því að fimmtíu manns hefðu farið í hjartastopp á viðburðinum. Nærri tvö þúsund viðbragðsaðilar eru sagðir á svæðinu. CNN greinir frá því að talið sé að um troðning vegna mikils fólksfjölda hafi verið að ræða en fyrr í kvöld var greint frá því að um hundrað þúsund manns hefði verið á staðnum. Hrekkjavakan í ár er sú fyrsta síðan kórónuveirufaraldurinn om á sjónaarsviðið þar sem fólk mátti vera grímulaust á hátíðarhöldunum. Tæplega tvö þúsund viðbragðsaðilar eru sagðir vera á vettvangi og rannsókn málsins í fullum gangi. Forseti Suður-Kóreu Yoon Suk Yeo á einnig að hafa sent af stað einskonar „hörmunga-heilbrigðisteymi“ til þess að aðstoða á vettvangi. Flest fórnarlamba harmleiksins séu táningar eða fólk á þrítugsaldri en yfirvöld hafa verið beðin um að hafa eins hraðar hendur og hægt er við að bera kennsl á fólkið svo hægt sé að láta fjölskyldur þeirra vita hvar þau séu niður komin. Neyðarmiðstöð hefur verið sett upp í borginni. Hér má sjá forseta Suður-Kóreu, Yoon Suk Yeo á neyðarfundi vegna atburðarins.AP/South Korean Presidential Office Meðal þeirra látnu eru tveir erlendir ríkisborgarar og er einn til viðbótar meðal þeirra slösuðu. Hátíðarhöldin vegna hrekkjavökunnar þykja mjög vinsæl og er fólk sagt fljúga alls staðar að til þess að taka þátt. Hótel hafi verið uppbókuð fyrir helgina og miðar á viðburði uppseldir. Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, Jake Sullivan sagði fyrr í kvöld á Twittersíðu sinni að Bandaríkin væru tilbúin til þess að veita Kóreu allan þann stuðning sem þau þyrftu á að halda. Samkvæmt CNN má einnig búast við yfirlýsingu frá Joe Biden, Bandaríkjaforseta vegna harmleiksins. Hann er sagður hafa verið í miklu áfalli þegar hönum var greint frá fjölda látinna. The reports out of Seoul are heartbreaking. We are thinking about all those who lost loved ones and hoping for a quick recovery for those injured. The United States stands ready to provide the Republic of Korea with any support it needs.— Jake Sullivan (@JakeSullivan46) October 29, 2022 Suður-Kórea Hrekkjavaka Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Sjá meira
CNN greinir frá því að talið sé að um troðning vegna mikils fólksfjölda hafi verið að ræða en fyrr í kvöld var greint frá því að um hundrað þúsund manns hefði verið á staðnum. Hrekkjavakan í ár er sú fyrsta síðan kórónuveirufaraldurinn om á sjónaarsviðið þar sem fólk mátti vera grímulaust á hátíðarhöldunum. Tæplega tvö þúsund viðbragðsaðilar eru sagðir vera á vettvangi og rannsókn málsins í fullum gangi. Forseti Suður-Kóreu Yoon Suk Yeo á einnig að hafa sent af stað einskonar „hörmunga-heilbrigðisteymi“ til þess að aðstoða á vettvangi. Flest fórnarlamba harmleiksins séu táningar eða fólk á þrítugsaldri en yfirvöld hafa verið beðin um að hafa eins hraðar hendur og hægt er við að bera kennsl á fólkið svo hægt sé að láta fjölskyldur þeirra vita hvar þau séu niður komin. Neyðarmiðstöð hefur verið sett upp í borginni. Hér má sjá forseta Suður-Kóreu, Yoon Suk Yeo á neyðarfundi vegna atburðarins.AP/South Korean Presidential Office Meðal þeirra látnu eru tveir erlendir ríkisborgarar og er einn til viðbótar meðal þeirra slösuðu. Hátíðarhöldin vegna hrekkjavökunnar þykja mjög vinsæl og er fólk sagt fljúga alls staðar að til þess að taka þátt. Hótel hafi verið uppbókuð fyrir helgina og miðar á viðburði uppseldir. Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, Jake Sullivan sagði fyrr í kvöld á Twittersíðu sinni að Bandaríkin væru tilbúin til þess að veita Kóreu allan þann stuðning sem þau þyrftu á að halda. Samkvæmt CNN má einnig búast við yfirlýsingu frá Joe Biden, Bandaríkjaforseta vegna harmleiksins. Hann er sagður hafa verið í miklu áfalli þegar hönum var greint frá fjölda látinna. The reports out of Seoul are heartbreaking. We are thinking about all those who lost loved ones and hoping for a quick recovery for those injured. The United States stands ready to provide the Republic of Korea with any support it needs.— Jake Sullivan (@JakeSullivan46) October 29, 2022
Suður-Kórea Hrekkjavaka Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Sjá meira