„Það er sóknarkraftur í jafnaðarmönnum, meðan höfuðandstæðingurinn logar stafna á milli“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. október 2022 12:13 Guðmundur Árni Stefánsson varaformaður Samfylkingarinnar er sáttur með nýja forystu. Hann segir brýnt að setja skýra stefnu varðandi aðild að Evrópusambandinu og stjórnarskrá Vísir/Vilhem Nýr formaður Samfylkingarinnar ætlar að endurreisa velferðakerfið. Varaformaðurinn segir á dagskrá að sækja um aðild að Evrópusambandinu, kanna þurfi þjóðarvilja. Algjör endurnýjun er á forystu Samfylkingarinnar. Landsfundur Samfylkingarinnar fer fram á Grand hótel í dag. Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, er nýr ritari Samfylkingarinnar. Hún tekur við embættinu af Alexöndru Ýr van Erven sem einnig var í framboði á Landsfundi Samfylkingarinnar sem nú fer fram á Grand hótel Reykjavík. Arna hlaut um sextíu prósent atkvæða. Þá er Jón Grétar Þórsson formaður Samfylkingarfélagsins í Hafnarfirði nýr gjaldkeri flokksins. Hann fékk tæplega fimmtíu prósent atkvæða og tekur við af Hákoni Óla Guðmundssyni hann var ekki í framboði heldur Steinn Olav Romslo. Loks var Guðmundur Ari Sigurjónsson tómstunda- og félagsmálafræðingurkjörinn formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar með ríflega sjötíu prósent atkvæða. Guðmundur tekur við af Kjartani Valgarðssyni sem var einnig í framboði . Þetta þýðir algjöra endurnýjun á forystu flokksins en í gær var Kristrún Frostadóttir sjálfkjörinn formaður enda ein í framboði. Hún flytur stefnuræðu síðar í dag en í henni kemur fram að hún ætlar að endurreisa velferðarkerfið. Þá boðar hún nýtt verklag í flokknum. Reynslubolti með nýjum formanni Guðmundur Árni Stefánsson oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði var einnig sjálfkjörinn varaformaður flokksins í gærkvöldi en hann var einn í framboði. Guðmundur tekur við af Heiðu Björgu Hilmisdóttur, sem ákvað að gefa ekki kost á sér áfram eftir að hafa verið kjörin formaður Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir skömmu. „Þegar kallið kom og ég fékk um það beiðni að hjálpa nýjum, öflugum og kröftugum formanni fyrstu skrefin á sinni vegferð og flokknum í leið þá brást ég við því kalli,“ segir Guðmundur Árni. Aðspurður hvort það hafi verið því Kristrún sé tiltölulega ný í pólitík svarar Guðmundur. „Ég hugsa að Kristrún Frostadóttir nýr formaður þurfi ekki mikla hjálp en ég styð hana þar sem ég get,“ segir Guðmundur. Hann segist ætla að setja jafnaðarstefnuna á oddinn. „Við viljum draga fram kjarnann í klassískri jafnaðarstefnu. Það þarf ekki alltaf að gera pólitík flókna. Það er yfirleitt þannig að þeir sem kunna lítið í pólitík þeir reyna að flækja málin. Vill stefnumörkun í ESB-og stjórnarskrármálum Guðmundur segir jafnframt að Evrópusambandsaðild og stjórnarskrármál verði á dagskrá á Landsfundinum í dag. „Það verður mótuð stefna til þeirra mála. Alþjóðleg tengsl og Evrópusambandsaðild hefur verið á dagskrá. Nú er verið að leggja til að þjóðin taki ákvörðun um næstu skref og ég styð það og verður það áfram. Það sama gildir um stjórnarskránna, það mál hefur legið í láginni í 20 ár og ekkert gerist. Þar þurfum við að setja í gírinn,“. Við heyrðum í Guðmundi rétt eftir að tilkynnt var um kjör gjaldkera flokksins. Guðmundur er afar sáttur. „Sigurvegari frá Vestfjörðum Ísafirði. Hún þéttir forysturöðina til mikilla muna Höfuðandstæðingurinn logi Hann lýsir samstöðu og sóknarkrafti í flokknum, annað sé upp á teningnum í Sjálfstæðisflokknum. „Það er sóknarkraftur í jafnaðarmönnum, meðan höfuðandstæðingurinn logar stafna á milli,“ segir Bjarni. Á Landsfundinum í morgun var nýtt merki flokksins samþykkt eða rós sem er alþjóðlegt tákn jafnaðarmanna. Smávægileg breyting var gerð á nafni flokksins og manna tekið út úr nafni hans, flokkurinn heitir nú Samfylking jafnaðarflokkur Íslands kemur. Alþingi Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Guðmundur Ari felldi Kjartan Guðmundur Ari Sigurjónsson er nýr formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Hann felldi sitjandi formann, Kjartan Valgarðsson, með ríflega sjötíu prósent greiddra atkvæða. 29. október 2022 12:02 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Sjá meira
Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, er nýr ritari Samfylkingarinnar. Hún tekur við embættinu af Alexöndru Ýr van Erven sem einnig var í framboði á Landsfundi Samfylkingarinnar sem nú fer fram á Grand hótel Reykjavík. Arna hlaut um sextíu prósent atkvæða. Þá er Jón Grétar Þórsson formaður Samfylkingarfélagsins í Hafnarfirði nýr gjaldkeri flokksins. Hann fékk tæplega fimmtíu prósent atkvæða og tekur við af Hákoni Óla Guðmundssyni hann var ekki í framboði heldur Steinn Olav Romslo. Loks var Guðmundur Ari Sigurjónsson tómstunda- og félagsmálafræðingurkjörinn formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar með ríflega sjötíu prósent atkvæða. Guðmundur tekur við af Kjartani Valgarðssyni sem var einnig í framboði . Þetta þýðir algjöra endurnýjun á forystu flokksins en í gær var Kristrún Frostadóttir sjálfkjörinn formaður enda ein í framboði. Hún flytur stefnuræðu síðar í dag en í henni kemur fram að hún ætlar að endurreisa velferðarkerfið. Þá boðar hún nýtt verklag í flokknum. Reynslubolti með nýjum formanni Guðmundur Árni Stefánsson oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði var einnig sjálfkjörinn varaformaður flokksins í gærkvöldi en hann var einn í framboði. Guðmundur tekur við af Heiðu Björgu Hilmisdóttur, sem ákvað að gefa ekki kost á sér áfram eftir að hafa verið kjörin formaður Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir skömmu. „Þegar kallið kom og ég fékk um það beiðni að hjálpa nýjum, öflugum og kröftugum formanni fyrstu skrefin á sinni vegferð og flokknum í leið þá brást ég við því kalli,“ segir Guðmundur Árni. Aðspurður hvort það hafi verið því Kristrún sé tiltölulega ný í pólitík svarar Guðmundur. „Ég hugsa að Kristrún Frostadóttir nýr formaður þurfi ekki mikla hjálp en ég styð hana þar sem ég get,“ segir Guðmundur. Hann segist ætla að setja jafnaðarstefnuna á oddinn. „Við viljum draga fram kjarnann í klassískri jafnaðarstefnu. Það þarf ekki alltaf að gera pólitík flókna. Það er yfirleitt þannig að þeir sem kunna lítið í pólitík þeir reyna að flækja málin. Vill stefnumörkun í ESB-og stjórnarskrármálum Guðmundur segir jafnframt að Evrópusambandsaðild og stjórnarskrármál verði á dagskrá á Landsfundinum í dag. „Það verður mótuð stefna til þeirra mála. Alþjóðleg tengsl og Evrópusambandsaðild hefur verið á dagskrá. Nú er verið að leggja til að þjóðin taki ákvörðun um næstu skref og ég styð það og verður það áfram. Það sama gildir um stjórnarskránna, það mál hefur legið í láginni í 20 ár og ekkert gerist. Þar þurfum við að setja í gírinn,“. Við heyrðum í Guðmundi rétt eftir að tilkynnt var um kjör gjaldkera flokksins. Guðmundur er afar sáttur. „Sigurvegari frá Vestfjörðum Ísafirði. Hún þéttir forysturöðina til mikilla muna Höfuðandstæðingurinn logi Hann lýsir samstöðu og sóknarkrafti í flokknum, annað sé upp á teningnum í Sjálfstæðisflokknum. „Það er sóknarkraftur í jafnaðarmönnum, meðan höfuðandstæðingurinn logar stafna á milli,“ segir Bjarni. Á Landsfundinum í morgun var nýtt merki flokksins samþykkt eða rós sem er alþjóðlegt tákn jafnaðarmanna. Smávægileg breyting var gerð á nafni flokksins og manna tekið út úr nafni hans, flokkurinn heitir nú Samfylking jafnaðarflokkur Íslands kemur.
Alþingi Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Guðmundur Ari felldi Kjartan Guðmundur Ari Sigurjónsson er nýr formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Hann felldi sitjandi formann, Kjartan Valgarðsson, með ríflega sjötíu prósent greiddra atkvæða. 29. október 2022 12:02 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Sjá meira
Guðmundur Ari felldi Kjartan Guðmundur Ari Sigurjónsson er nýr formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Hann felldi sitjandi formann, Kjartan Valgarðsson, með ríflega sjötíu prósent greiddra atkvæða. 29. október 2022 12:02