Njósnarinn í Tromsö sagður vera ofursti í GRU Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2022 15:40 Mikhail Valerievich Mikushin á mynd sem tekin var í Kanada árið 2015. Þá gekk hann undir nafninu José Giammaria sem hann gerði enn þegar hann var handtekinn í Noregi á dögunum. Yfirvöld í Noregi hafa nafngreint rússneskan njósnara sem handtekinn var nýverið í Tromsö. Sá heitir Mikhail Valerievich Mikushin og er fæddur árið 1978 í Rússlandi. Hann er talinn vera ofursti í GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. Mikushin hefur verið ákærður fyrir njósnir en NRK hefur eftir embættismönnum að rannsóknin á hinum meintu njósnum hans sé ekki langt komin. Mikushin hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Njósnarinn meinti er sagður hafa þóst vera brasilískur fræðimaður og gengið undir dulnefninu José Assis Giammaria. Hann ku hafa starfað við háskólann í Tromsö og unnið þar við rannsóknir á Norðurslóðum og svokölluðum fjölþáttaógnum. Sjá einnig: Telja sig hafa gripið rússneskan njósnara í Tromsö Christo Grozev, frá rannsóknarsamtökunum Bellingcat, segist hafa staðfest niðurstöður Norðmanna. Bellingcat og samstarfsmenn þeirra hafi meðal annars komið höndum yfir mynd af ökuskírteini Mikushins. So how do we know Norway's allegation of his name is correct? Well we got Mikhail's drivers' license photo. And here you go: Microsoft Azur (and our eyes) confirm it's the same person. Mikhail on the left, "Jose" on the right (literally and figuratively, check that T-shirt) pic.twitter.com/MF4HDbCKlM— Christo Grozev (@christogrozev) October 28, 2022 Þá sýni gögn frá Rússlandi að hann hafi um tíma verið skráður til heimilis í heimavist skóla GRU. Þau gögn bendi til þess að Mikushin sé ofursti í leyniþjónustunni. GRU sér að mestu um njósnir og annarskonar leynilegar aðgerðir Rússa á erlendri grundu. Leyniþjónustan FSB, sér um aðgerðir í Rússlandi og öðrum nærliggjandi ríkjum. Útsendarar GRU hafa verið nokkuð umsvifamiklir í Evrópu á undanförnum árum. Það voru tveir GRU-liðar sem eitruðu fyrir Sergei Skripal og dóttur hans í Bretlandi um árið. Þá eru sömu menn sagðir hafa sprengt upp vopnageysmlu í Tékklandi fyrir nokkrum árum. Sjá einnig: Ótrúleg slóð útsendara Mikoshin er það sem kallað er „ólöglegur njósnari“. Slíkir njósnarar njóta ekki pólitískar verndar í skjóli þess að vinna í sendiráði. Þess í stað búa þeir til persónur og þurfa jafnvel að lifa öðru lífi en þeirra eigin til lengri tíma. Noregur Rússland Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Sjá meira
Mikushin hefur verið ákærður fyrir njósnir en NRK hefur eftir embættismönnum að rannsóknin á hinum meintu njósnum hans sé ekki langt komin. Mikushin hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Njósnarinn meinti er sagður hafa þóst vera brasilískur fræðimaður og gengið undir dulnefninu José Assis Giammaria. Hann ku hafa starfað við háskólann í Tromsö og unnið þar við rannsóknir á Norðurslóðum og svokölluðum fjölþáttaógnum. Sjá einnig: Telja sig hafa gripið rússneskan njósnara í Tromsö Christo Grozev, frá rannsóknarsamtökunum Bellingcat, segist hafa staðfest niðurstöður Norðmanna. Bellingcat og samstarfsmenn þeirra hafi meðal annars komið höndum yfir mynd af ökuskírteini Mikushins. So how do we know Norway's allegation of his name is correct? Well we got Mikhail's drivers' license photo. And here you go: Microsoft Azur (and our eyes) confirm it's the same person. Mikhail on the left, "Jose" on the right (literally and figuratively, check that T-shirt) pic.twitter.com/MF4HDbCKlM— Christo Grozev (@christogrozev) October 28, 2022 Þá sýni gögn frá Rússlandi að hann hafi um tíma verið skráður til heimilis í heimavist skóla GRU. Þau gögn bendi til þess að Mikushin sé ofursti í leyniþjónustunni. GRU sér að mestu um njósnir og annarskonar leynilegar aðgerðir Rússa á erlendri grundu. Leyniþjónustan FSB, sér um aðgerðir í Rússlandi og öðrum nærliggjandi ríkjum. Útsendarar GRU hafa verið nokkuð umsvifamiklir í Evrópu á undanförnum árum. Það voru tveir GRU-liðar sem eitruðu fyrir Sergei Skripal og dóttur hans í Bretlandi um árið. Þá eru sömu menn sagðir hafa sprengt upp vopnageysmlu í Tékklandi fyrir nokkrum árum. Sjá einnig: Ótrúleg slóð útsendara Mikoshin er það sem kallað er „ólöglegur njósnari“. Slíkir njósnarar njóta ekki pólitískar verndar í skjóli þess að vinna í sendiráði. Þess í stað búa þeir til persónur og þurfa jafnvel að lifa öðru lífi en þeirra eigin til lengri tíma.
Noregur Rússland Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent