Leikmenn Ástralíu ýta á eftir mannréttindum í Katar fyrir HM Sindri Sverrisson skrifar 27. október 2022 11:30 Ástralía spilar á HM í Katar í næsta mánuði. Getty/Bradley Kanaris Leikmenn ástralska karlalandsliðsins í fótbolta senda frá sér skýr og sterk skilaboð í myndbandi, nú þegar styttist í að þeir spili á HM í Katar, þar sem þeir kalla eftir auknum mannréttindum í Katar. Sextán ástralskir landsliðsmenn tala í myndbandinu og lýsa þar áhyggjum sínum af því að í Katar megi LGBTI+ fólk ekki „elska þá manneskju sem það kjósi“, og því hvernig verkamenn hafi þjáðst við uppbyggingu fyrir HM. The Guardian sagði frá því í fyrra að þá hefðu yfir 6.500 verkamenn látist í Katar frá árinu 2011, eða frá þeirri umdeildu ákvörðun FIFA að leyfa Katar að halda HM í fótbolta. Samkynhneigð er bönnuð í landinu og samkvæmt könnun norrænu ríkisfjölmiðlanna SVT, NRK og DR meinuðu nokkur af HM-hótelunum í Katar samkynhneigðum að koma. Fjöldi hótela gerði þá kröfu að gestir „sýndu“ ekki að þeir væru samkynhneigðir. Myndbandið frá ástralska landsliðinu má sjá hér að neðan en þetta er í fyrsta sinn sem að heilt landslið lætur í sér heyra varðandi mannréttindabrot í Katar, í aðdraganda heimsmeistaramótsins. „Það eru alþjóðleg gildi sem ættu að einkenna fótbolta eins og virðing, stolt, traust og hugrekki. Við sem fulltrúar okkar þjóðar viljum standa undir þessum gildum,“ segja leikmennirnir. A message from the Socceroos. pic.twitter.com/Sd2R6ej8kK— Socceroos (@Socceroos) October 26, 2022 Þeir segjast hafa aflað sér upplýsinga víða, til að mynda hjá mannréttindasamtökum, FIFA og verkamönnum, og komist að því að einhver árangur hefði náðst bæði í orði og á borði. Til að mynda sé að mestu leyti búið að fjarlægja reglur sem gerðu vinnuveitendum í Katar kleift að taka vegabréf af verkamönnum og halda þeim í landinu, vinnuskilyrði verið bætt og lágmarkslaunum komið á. Þetta séu mikilvæg skref en þó sé enn ósamræmi í því hvernig þeim sé framfylgt. „Þeir verkamenn sem hafa þjáðst eru ekki tölur á blaði. Eins og verkamennirnir sem mótað hafa okkar land og fótbolta þá hafa þeir sama hugrekki og vilja til að búa til betra líf. Það er ekki auðvelt að takast á við þessi mál. Og við erum ekki með öll svörin. En við stöndum með Fifpro, Building and Wood Workers International og International Trade Union Confederation, í því að ná fram varanlegum breytingum í Katar. Þetta þarf að gera með miðstöð fyrir verkamenn, úrbótum fyrir þá sem ekki hafa fengið að njóta sinna réttinda, og afglæpavæðingu samkynhneigðra sambanda. Þetta eru grundavallarréttindi sem allir ættu að njóta og myndu stuðla að áframhaldandi þróun í Katar. Þannig getum við búið til arfleifð sem nær mun lengra en að lokaflautinu á HM 2022,“ segja leikmennirnir sem einnig sendu frá sér opið bréf. HM 2022 í Katar Fótbolti Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjá meira
Sextán ástralskir landsliðsmenn tala í myndbandinu og lýsa þar áhyggjum sínum af því að í Katar megi LGBTI+ fólk ekki „elska þá manneskju sem það kjósi“, og því hvernig verkamenn hafi þjáðst við uppbyggingu fyrir HM. The Guardian sagði frá því í fyrra að þá hefðu yfir 6.500 verkamenn látist í Katar frá árinu 2011, eða frá þeirri umdeildu ákvörðun FIFA að leyfa Katar að halda HM í fótbolta. Samkynhneigð er bönnuð í landinu og samkvæmt könnun norrænu ríkisfjölmiðlanna SVT, NRK og DR meinuðu nokkur af HM-hótelunum í Katar samkynhneigðum að koma. Fjöldi hótela gerði þá kröfu að gestir „sýndu“ ekki að þeir væru samkynhneigðir. Myndbandið frá ástralska landsliðinu má sjá hér að neðan en þetta er í fyrsta sinn sem að heilt landslið lætur í sér heyra varðandi mannréttindabrot í Katar, í aðdraganda heimsmeistaramótsins. „Það eru alþjóðleg gildi sem ættu að einkenna fótbolta eins og virðing, stolt, traust og hugrekki. Við sem fulltrúar okkar þjóðar viljum standa undir þessum gildum,“ segja leikmennirnir. A message from the Socceroos. pic.twitter.com/Sd2R6ej8kK— Socceroos (@Socceroos) October 26, 2022 Þeir segjast hafa aflað sér upplýsinga víða, til að mynda hjá mannréttindasamtökum, FIFA og verkamönnum, og komist að því að einhver árangur hefði náðst bæði í orði og á borði. Til að mynda sé að mestu leyti búið að fjarlægja reglur sem gerðu vinnuveitendum í Katar kleift að taka vegabréf af verkamönnum og halda þeim í landinu, vinnuskilyrði verið bætt og lágmarkslaunum komið á. Þetta séu mikilvæg skref en þó sé enn ósamræmi í því hvernig þeim sé framfylgt. „Þeir verkamenn sem hafa þjáðst eru ekki tölur á blaði. Eins og verkamennirnir sem mótað hafa okkar land og fótbolta þá hafa þeir sama hugrekki og vilja til að búa til betra líf. Það er ekki auðvelt að takast á við þessi mál. Og við erum ekki með öll svörin. En við stöndum með Fifpro, Building and Wood Workers International og International Trade Union Confederation, í því að ná fram varanlegum breytingum í Katar. Þetta þarf að gera með miðstöð fyrir verkamenn, úrbótum fyrir þá sem ekki hafa fengið að njóta sinna réttinda, og afglæpavæðingu samkynhneigðra sambanda. Þetta eru grundavallarréttindi sem allir ættu að njóta og myndu stuðla að áframhaldandi þróun í Katar. Þannig getum við búið til arfleifð sem nær mun lengra en að lokaflautinu á HM 2022,“ segja leikmennirnir sem einnig sendu frá sér opið bréf.
HM 2022 í Katar Fótbolti Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti