Leikmenn Ástralíu ýta á eftir mannréttindum í Katar fyrir HM Sindri Sverrisson skrifar 27. október 2022 11:30 Ástralía spilar á HM í Katar í næsta mánuði. Getty/Bradley Kanaris Leikmenn ástralska karlalandsliðsins í fótbolta senda frá sér skýr og sterk skilaboð í myndbandi, nú þegar styttist í að þeir spili á HM í Katar, þar sem þeir kalla eftir auknum mannréttindum í Katar. Sextán ástralskir landsliðsmenn tala í myndbandinu og lýsa þar áhyggjum sínum af því að í Katar megi LGBTI+ fólk ekki „elska þá manneskju sem það kjósi“, og því hvernig verkamenn hafi þjáðst við uppbyggingu fyrir HM. The Guardian sagði frá því í fyrra að þá hefðu yfir 6.500 verkamenn látist í Katar frá árinu 2011, eða frá þeirri umdeildu ákvörðun FIFA að leyfa Katar að halda HM í fótbolta. Samkynhneigð er bönnuð í landinu og samkvæmt könnun norrænu ríkisfjölmiðlanna SVT, NRK og DR meinuðu nokkur af HM-hótelunum í Katar samkynhneigðum að koma. Fjöldi hótela gerði þá kröfu að gestir „sýndu“ ekki að þeir væru samkynhneigðir. Myndbandið frá ástralska landsliðinu má sjá hér að neðan en þetta er í fyrsta sinn sem að heilt landslið lætur í sér heyra varðandi mannréttindabrot í Katar, í aðdraganda heimsmeistaramótsins. „Það eru alþjóðleg gildi sem ættu að einkenna fótbolta eins og virðing, stolt, traust og hugrekki. Við sem fulltrúar okkar þjóðar viljum standa undir þessum gildum,“ segja leikmennirnir. A message from the Socceroos. pic.twitter.com/Sd2R6ej8kK— Socceroos (@Socceroos) October 26, 2022 Þeir segjast hafa aflað sér upplýsinga víða, til að mynda hjá mannréttindasamtökum, FIFA og verkamönnum, og komist að því að einhver árangur hefði náðst bæði í orði og á borði. Til að mynda sé að mestu leyti búið að fjarlægja reglur sem gerðu vinnuveitendum í Katar kleift að taka vegabréf af verkamönnum og halda þeim í landinu, vinnuskilyrði verið bætt og lágmarkslaunum komið á. Þetta séu mikilvæg skref en þó sé enn ósamræmi í því hvernig þeim sé framfylgt. „Þeir verkamenn sem hafa þjáðst eru ekki tölur á blaði. Eins og verkamennirnir sem mótað hafa okkar land og fótbolta þá hafa þeir sama hugrekki og vilja til að búa til betra líf. Það er ekki auðvelt að takast á við þessi mál. Og við erum ekki með öll svörin. En við stöndum með Fifpro, Building and Wood Workers International og International Trade Union Confederation, í því að ná fram varanlegum breytingum í Katar. Þetta þarf að gera með miðstöð fyrir verkamenn, úrbótum fyrir þá sem ekki hafa fengið að njóta sinna réttinda, og afglæpavæðingu samkynhneigðra sambanda. Þetta eru grundavallarréttindi sem allir ættu að njóta og myndu stuðla að áframhaldandi þróun í Katar. Þannig getum við búið til arfleifð sem nær mun lengra en að lokaflautinu á HM 2022,“ segja leikmennirnir sem einnig sendu frá sér opið bréf. HM 2022 í Katar Fótbolti Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Sextán ástralskir landsliðsmenn tala í myndbandinu og lýsa þar áhyggjum sínum af því að í Katar megi LGBTI+ fólk ekki „elska þá manneskju sem það kjósi“, og því hvernig verkamenn hafi þjáðst við uppbyggingu fyrir HM. The Guardian sagði frá því í fyrra að þá hefðu yfir 6.500 verkamenn látist í Katar frá árinu 2011, eða frá þeirri umdeildu ákvörðun FIFA að leyfa Katar að halda HM í fótbolta. Samkynhneigð er bönnuð í landinu og samkvæmt könnun norrænu ríkisfjölmiðlanna SVT, NRK og DR meinuðu nokkur af HM-hótelunum í Katar samkynhneigðum að koma. Fjöldi hótela gerði þá kröfu að gestir „sýndu“ ekki að þeir væru samkynhneigðir. Myndbandið frá ástralska landsliðinu má sjá hér að neðan en þetta er í fyrsta sinn sem að heilt landslið lætur í sér heyra varðandi mannréttindabrot í Katar, í aðdraganda heimsmeistaramótsins. „Það eru alþjóðleg gildi sem ættu að einkenna fótbolta eins og virðing, stolt, traust og hugrekki. Við sem fulltrúar okkar þjóðar viljum standa undir þessum gildum,“ segja leikmennirnir. A message from the Socceroos. pic.twitter.com/Sd2R6ej8kK— Socceroos (@Socceroos) October 26, 2022 Þeir segjast hafa aflað sér upplýsinga víða, til að mynda hjá mannréttindasamtökum, FIFA og verkamönnum, og komist að því að einhver árangur hefði náðst bæði í orði og á borði. Til að mynda sé að mestu leyti búið að fjarlægja reglur sem gerðu vinnuveitendum í Katar kleift að taka vegabréf af verkamönnum og halda þeim í landinu, vinnuskilyrði verið bætt og lágmarkslaunum komið á. Þetta séu mikilvæg skref en þó sé enn ósamræmi í því hvernig þeim sé framfylgt. „Þeir verkamenn sem hafa þjáðst eru ekki tölur á blaði. Eins og verkamennirnir sem mótað hafa okkar land og fótbolta þá hafa þeir sama hugrekki og vilja til að búa til betra líf. Það er ekki auðvelt að takast á við þessi mál. Og við erum ekki með öll svörin. En við stöndum með Fifpro, Building and Wood Workers International og International Trade Union Confederation, í því að ná fram varanlegum breytingum í Katar. Þetta þarf að gera með miðstöð fyrir verkamenn, úrbótum fyrir þá sem ekki hafa fengið að njóta sinna réttinda, og afglæpavæðingu samkynhneigðra sambanda. Þetta eru grundavallarréttindi sem allir ættu að njóta og myndu stuðla að áframhaldandi þróun í Katar. Þannig getum við búið til arfleifð sem nær mun lengra en að lokaflautinu á HM 2022,“ segja leikmennirnir sem einnig sendu frá sér opið bréf.
HM 2022 í Katar Fótbolti Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira