Leikmenn Ástralíu ýta á eftir mannréttindum í Katar fyrir HM Sindri Sverrisson skrifar 27. október 2022 11:30 Ástralía spilar á HM í Katar í næsta mánuði. Getty/Bradley Kanaris Leikmenn ástralska karlalandsliðsins í fótbolta senda frá sér skýr og sterk skilaboð í myndbandi, nú þegar styttist í að þeir spili á HM í Katar, þar sem þeir kalla eftir auknum mannréttindum í Katar. Sextán ástralskir landsliðsmenn tala í myndbandinu og lýsa þar áhyggjum sínum af því að í Katar megi LGBTI+ fólk ekki „elska þá manneskju sem það kjósi“, og því hvernig verkamenn hafi þjáðst við uppbyggingu fyrir HM. The Guardian sagði frá því í fyrra að þá hefðu yfir 6.500 verkamenn látist í Katar frá árinu 2011, eða frá þeirri umdeildu ákvörðun FIFA að leyfa Katar að halda HM í fótbolta. Samkynhneigð er bönnuð í landinu og samkvæmt könnun norrænu ríkisfjölmiðlanna SVT, NRK og DR meinuðu nokkur af HM-hótelunum í Katar samkynhneigðum að koma. Fjöldi hótela gerði þá kröfu að gestir „sýndu“ ekki að þeir væru samkynhneigðir. Myndbandið frá ástralska landsliðinu má sjá hér að neðan en þetta er í fyrsta sinn sem að heilt landslið lætur í sér heyra varðandi mannréttindabrot í Katar, í aðdraganda heimsmeistaramótsins. „Það eru alþjóðleg gildi sem ættu að einkenna fótbolta eins og virðing, stolt, traust og hugrekki. Við sem fulltrúar okkar þjóðar viljum standa undir þessum gildum,“ segja leikmennirnir. A message from the Socceroos. pic.twitter.com/Sd2R6ej8kK— Socceroos (@Socceroos) October 26, 2022 Þeir segjast hafa aflað sér upplýsinga víða, til að mynda hjá mannréttindasamtökum, FIFA og verkamönnum, og komist að því að einhver árangur hefði náðst bæði í orði og á borði. Til að mynda sé að mestu leyti búið að fjarlægja reglur sem gerðu vinnuveitendum í Katar kleift að taka vegabréf af verkamönnum og halda þeim í landinu, vinnuskilyrði verið bætt og lágmarkslaunum komið á. Þetta séu mikilvæg skref en þó sé enn ósamræmi í því hvernig þeim sé framfylgt. „Þeir verkamenn sem hafa þjáðst eru ekki tölur á blaði. Eins og verkamennirnir sem mótað hafa okkar land og fótbolta þá hafa þeir sama hugrekki og vilja til að búa til betra líf. Það er ekki auðvelt að takast á við þessi mál. Og við erum ekki með öll svörin. En við stöndum með Fifpro, Building and Wood Workers International og International Trade Union Confederation, í því að ná fram varanlegum breytingum í Katar. Þetta þarf að gera með miðstöð fyrir verkamenn, úrbótum fyrir þá sem ekki hafa fengið að njóta sinna réttinda, og afglæpavæðingu samkynhneigðra sambanda. Þetta eru grundavallarréttindi sem allir ættu að njóta og myndu stuðla að áframhaldandi þróun í Katar. Þannig getum við búið til arfleifð sem nær mun lengra en að lokaflautinu á HM 2022,“ segja leikmennirnir sem einnig sendu frá sér opið bréf. HM 2022 í Katar Fótbolti Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Sextán ástralskir landsliðsmenn tala í myndbandinu og lýsa þar áhyggjum sínum af því að í Katar megi LGBTI+ fólk ekki „elska þá manneskju sem það kjósi“, og því hvernig verkamenn hafi þjáðst við uppbyggingu fyrir HM. The Guardian sagði frá því í fyrra að þá hefðu yfir 6.500 verkamenn látist í Katar frá árinu 2011, eða frá þeirri umdeildu ákvörðun FIFA að leyfa Katar að halda HM í fótbolta. Samkynhneigð er bönnuð í landinu og samkvæmt könnun norrænu ríkisfjölmiðlanna SVT, NRK og DR meinuðu nokkur af HM-hótelunum í Katar samkynhneigðum að koma. Fjöldi hótela gerði þá kröfu að gestir „sýndu“ ekki að þeir væru samkynhneigðir. Myndbandið frá ástralska landsliðinu má sjá hér að neðan en þetta er í fyrsta sinn sem að heilt landslið lætur í sér heyra varðandi mannréttindabrot í Katar, í aðdraganda heimsmeistaramótsins. „Það eru alþjóðleg gildi sem ættu að einkenna fótbolta eins og virðing, stolt, traust og hugrekki. Við sem fulltrúar okkar þjóðar viljum standa undir þessum gildum,“ segja leikmennirnir. A message from the Socceroos. pic.twitter.com/Sd2R6ej8kK— Socceroos (@Socceroos) October 26, 2022 Þeir segjast hafa aflað sér upplýsinga víða, til að mynda hjá mannréttindasamtökum, FIFA og verkamönnum, og komist að því að einhver árangur hefði náðst bæði í orði og á borði. Til að mynda sé að mestu leyti búið að fjarlægja reglur sem gerðu vinnuveitendum í Katar kleift að taka vegabréf af verkamönnum og halda þeim í landinu, vinnuskilyrði verið bætt og lágmarkslaunum komið á. Þetta séu mikilvæg skref en þó sé enn ósamræmi í því hvernig þeim sé framfylgt. „Þeir verkamenn sem hafa þjáðst eru ekki tölur á blaði. Eins og verkamennirnir sem mótað hafa okkar land og fótbolta þá hafa þeir sama hugrekki og vilja til að búa til betra líf. Það er ekki auðvelt að takast á við þessi mál. Og við erum ekki með öll svörin. En við stöndum með Fifpro, Building and Wood Workers International og International Trade Union Confederation, í því að ná fram varanlegum breytingum í Katar. Þetta þarf að gera með miðstöð fyrir verkamenn, úrbótum fyrir þá sem ekki hafa fengið að njóta sinna réttinda, og afglæpavæðingu samkynhneigðra sambanda. Þetta eru grundavallarréttindi sem allir ættu að njóta og myndu stuðla að áframhaldandi þróun í Katar. Þannig getum við búið til arfleifð sem nær mun lengra en að lokaflautinu á HM 2022,“ segja leikmennirnir sem einnig sendu frá sér opið bréf.
HM 2022 í Katar Fótbolti Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira