Leikmenn Ástralíu ýta á eftir mannréttindum í Katar fyrir HM Sindri Sverrisson skrifar 27. október 2022 11:30 Ástralía spilar á HM í Katar í næsta mánuði. Getty/Bradley Kanaris Leikmenn ástralska karlalandsliðsins í fótbolta senda frá sér skýr og sterk skilaboð í myndbandi, nú þegar styttist í að þeir spili á HM í Katar, þar sem þeir kalla eftir auknum mannréttindum í Katar. Sextán ástralskir landsliðsmenn tala í myndbandinu og lýsa þar áhyggjum sínum af því að í Katar megi LGBTI+ fólk ekki „elska þá manneskju sem það kjósi“, og því hvernig verkamenn hafi þjáðst við uppbyggingu fyrir HM. The Guardian sagði frá því í fyrra að þá hefðu yfir 6.500 verkamenn látist í Katar frá árinu 2011, eða frá þeirri umdeildu ákvörðun FIFA að leyfa Katar að halda HM í fótbolta. Samkynhneigð er bönnuð í landinu og samkvæmt könnun norrænu ríkisfjölmiðlanna SVT, NRK og DR meinuðu nokkur af HM-hótelunum í Katar samkynhneigðum að koma. Fjöldi hótela gerði þá kröfu að gestir „sýndu“ ekki að þeir væru samkynhneigðir. Myndbandið frá ástralska landsliðinu má sjá hér að neðan en þetta er í fyrsta sinn sem að heilt landslið lætur í sér heyra varðandi mannréttindabrot í Katar, í aðdraganda heimsmeistaramótsins. „Það eru alþjóðleg gildi sem ættu að einkenna fótbolta eins og virðing, stolt, traust og hugrekki. Við sem fulltrúar okkar þjóðar viljum standa undir þessum gildum,“ segja leikmennirnir. A message from the Socceroos. pic.twitter.com/Sd2R6ej8kK— Socceroos (@Socceroos) October 26, 2022 Þeir segjast hafa aflað sér upplýsinga víða, til að mynda hjá mannréttindasamtökum, FIFA og verkamönnum, og komist að því að einhver árangur hefði náðst bæði í orði og á borði. Til að mynda sé að mestu leyti búið að fjarlægja reglur sem gerðu vinnuveitendum í Katar kleift að taka vegabréf af verkamönnum og halda þeim í landinu, vinnuskilyrði verið bætt og lágmarkslaunum komið á. Þetta séu mikilvæg skref en þó sé enn ósamræmi í því hvernig þeim sé framfylgt. „Þeir verkamenn sem hafa þjáðst eru ekki tölur á blaði. Eins og verkamennirnir sem mótað hafa okkar land og fótbolta þá hafa þeir sama hugrekki og vilja til að búa til betra líf. Það er ekki auðvelt að takast á við þessi mál. Og við erum ekki með öll svörin. En við stöndum með Fifpro, Building and Wood Workers International og International Trade Union Confederation, í því að ná fram varanlegum breytingum í Katar. Þetta þarf að gera með miðstöð fyrir verkamenn, úrbótum fyrir þá sem ekki hafa fengið að njóta sinna réttinda, og afglæpavæðingu samkynhneigðra sambanda. Þetta eru grundavallarréttindi sem allir ættu að njóta og myndu stuðla að áframhaldandi þróun í Katar. Þannig getum við búið til arfleifð sem nær mun lengra en að lokaflautinu á HM 2022,“ segja leikmennirnir sem einnig sendu frá sér opið bréf. HM 2022 í Katar Fótbolti Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Emil leggur skóna á hilluna Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Sextán ástralskir landsliðsmenn tala í myndbandinu og lýsa þar áhyggjum sínum af því að í Katar megi LGBTI+ fólk ekki „elska þá manneskju sem það kjósi“, og því hvernig verkamenn hafi þjáðst við uppbyggingu fyrir HM. The Guardian sagði frá því í fyrra að þá hefðu yfir 6.500 verkamenn látist í Katar frá árinu 2011, eða frá þeirri umdeildu ákvörðun FIFA að leyfa Katar að halda HM í fótbolta. Samkynhneigð er bönnuð í landinu og samkvæmt könnun norrænu ríkisfjölmiðlanna SVT, NRK og DR meinuðu nokkur af HM-hótelunum í Katar samkynhneigðum að koma. Fjöldi hótela gerði þá kröfu að gestir „sýndu“ ekki að þeir væru samkynhneigðir. Myndbandið frá ástralska landsliðinu má sjá hér að neðan en þetta er í fyrsta sinn sem að heilt landslið lætur í sér heyra varðandi mannréttindabrot í Katar, í aðdraganda heimsmeistaramótsins. „Það eru alþjóðleg gildi sem ættu að einkenna fótbolta eins og virðing, stolt, traust og hugrekki. Við sem fulltrúar okkar þjóðar viljum standa undir þessum gildum,“ segja leikmennirnir. A message from the Socceroos. pic.twitter.com/Sd2R6ej8kK— Socceroos (@Socceroos) October 26, 2022 Þeir segjast hafa aflað sér upplýsinga víða, til að mynda hjá mannréttindasamtökum, FIFA og verkamönnum, og komist að því að einhver árangur hefði náðst bæði í orði og á borði. Til að mynda sé að mestu leyti búið að fjarlægja reglur sem gerðu vinnuveitendum í Katar kleift að taka vegabréf af verkamönnum og halda þeim í landinu, vinnuskilyrði verið bætt og lágmarkslaunum komið á. Þetta séu mikilvæg skref en þó sé enn ósamræmi í því hvernig þeim sé framfylgt. „Þeir verkamenn sem hafa þjáðst eru ekki tölur á blaði. Eins og verkamennirnir sem mótað hafa okkar land og fótbolta þá hafa þeir sama hugrekki og vilja til að búa til betra líf. Það er ekki auðvelt að takast á við þessi mál. Og við erum ekki með öll svörin. En við stöndum með Fifpro, Building and Wood Workers International og International Trade Union Confederation, í því að ná fram varanlegum breytingum í Katar. Þetta þarf að gera með miðstöð fyrir verkamenn, úrbótum fyrir þá sem ekki hafa fengið að njóta sinna réttinda, og afglæpavæðingu samkynhneigðra sambanda. Þetta eru grundavallarréttindi sem allir ættu að njóta og myndu stuðla að áframhaldandi þróun í Katar. Þannig getum við búið til arfleifð sem nær mun lengra en að lokaflautinu á HM 2022,“ segja leikmennirnir sem einnig sendu frá sér opið bréf.
HM 2022 í Katar Fótbolti Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Emil leggur skóna á hilluna Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira