HM-hótel í Katar banna samkynhneigðum að koma Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2022 08:00 Litríkir stuðningsmenn frá öllum þjóðum hafa ávallt sett sterkan svip á HM í fótbolta. Getty/Matthew Ashton Nokkur af hótelunum sem taka á móti gestum á HM karla í fótbolta í Katar í lok árs banna samkynhneigðum að koma. Fjöldi þeirra gerir þá kröfu að gestir „sýni“ ekki að þeir séu samkynhneigðir. Þetta er niðurstaða rannsóknar norrænu ríkismiðlanna SVT, NRK og DR sem undir dulnefni höfðu samband við öll hótelin sem gefin eru upp sem sérstök HM-hótel á heimasíðu FIFA. Þrjú af 69 hótelum gáfu það svar að samkynhneigð pör mættu ekki bóka herbergi. Tuttugu til viðbótar svöruðu því til að ekki mætti „sýna“ samkynhneigð. Svona hljóðaði til að mynda eitt svarið: „Við dæmum ekki en… Ef þú farðar þig og klæðir þig eins og samkynhneigður þá gengur það í bága við stefnu landsins og stjórnvalda. En hvað hótelið okkar varðar þá er þetta í lagi ef þú klæðir þig á viðeigandi hátt og sýnir ekki kynferðislega hegðun eða kelar á almannafæri.“ FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, hefur áður verið gagnrýnt fyrir að halda stærsta íþróttaviðburð ársins í landi þar sem mannréttindi eru fótum troðin. Samkynhneigð er bönnuð í Katar en FIFA gaf út að tryggt yrði að allir yrðu boðnir velkomnir á HM sem í fyrsta sinn fer fram að vetri til vegna veðurfars í Katar. FIFA svaraði ekki spurningum um hótelin „FIFA er sannfært um að allar nauðsynlegar ráðstafanir verði gerðar til að LGBTQI aðdáendur og aðrir geti notið mótsins á vinalegan og öruggan hátt,“ segir í svari FIFA til SVT en þar er engu svarað varðandi hótelin sem banna samkynhneigðum að koma eða setja þeim skorður. Håkan Sjöstrand, framkvæmdastjóri sænska knattspyrnusambandsins, segir málið algjörlega óásættanlegt og mun hann ræða það við FIFA og gestgjafa HM. „Maður er búinn að gefa það út að öllum eigi að líða eins og að þeir séu velkomnir en þetta sýnir að það getur ekki öllum liðið þannig. Þetta munum við benda á og þrýsta á viðbrögð,“ sagði Sjöstrand. Fótbolti HM 2022 í Katar Hinsegin Katar Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira
Þetta er niðurstaða rannsóknar norrænu ríkismiðlanna SVT, NRK og DR sem undir dulnefni höfðu samband við öll hótelin sem gefin eru upp sem sérstök HM-hótel á heimasíðu FIFA. Þrjú af 69 hótelum gáfu það svar að samkynhneigð pör mættu ekki bóka herbergi. Tuttugu til viðbótar svöruðu því til að ekki mætti „sýna“ samkynhneigð. Svona hljóðaði til að mynda eitt svarið: „Við dæmum ekki en… Ef þú farðar þig og klæðir þig eins og samkynhneigður þá gengur það í bága við stefnu landsins og stjórnvalda. En hvað hótelið okkar varðar þá er þetta í lagi ef þú klæðir þig á viðeigandi hátt og sýnir ekki kynferðislega hegðun eða kelar á almannafæri.“ FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, hefur áður verið gagnrýnt fyrir að halda stærsta íþróttaviðburð ársins í landi þar sem mannréttindi eru fótum troðin. Samkynhneigð er bönnuð í Katar en FIFA gaf út að tryggt yrði að allir yrðu boðnir velkomnir á HM sem í fyrsta sinn fer fram að vetri til vegna veðurfars í Katar. FIFA svaraði ekki spurningum um hótelin „FIFA er sannfært um að allar nauðsynlegar ráðstafanir verði gerðar til að LGBTQI aðdáendur og aðrir geti notið mótsins á vinalegan og öruggan hátt,“ segir í svari FIFA til SVT en þar er engu svarað varðandi hótelin sem banna samkynhneigðum að koma eða setja þeim skorður. Håkan Sjöstrand, framkvæmdastjóri sænska knattspyrnusambandsins, segir málið algjörlega óásættanlegt og mun hann ræða það við FIFA og gestgjafa HM. „Maður er búinn að gefa það út að öllum eigi að líða eins og að þeir séu velkomnir en þetta sýnir að það getur ekki öllum liðið þannig. Þetta munum við benda á og þrýsta á viðbrögð,“ sagði Sjöstrand.
Fótbolti HM 2022 í Katar Hinsegin Katar Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira