„Það á ekki að fara að gera neitt“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. október 2022 19:01 Bæjarráði Árborgar var tilkynnt í gær að ríkið hefði tekið Kumbaravog til leigu fyrir nokkra tugi hælisleitenda. Rekstraraðili tjáði fréttastofu að það ætti ekki að fara að gera neitt þegar hana bar að garði. Vísir/Egill Óvissa ríkir um hvort ríkið muni taka Kumbaravog til leigu fyrir á sjötta tug hælisleitenda. Bæjarráð Árborgar fékk tilkynningu um að búið væri að ákveða það og bókaði í framhaldinu að það hefði verið gert án samráðs við sig. Rekstaraðili er tvísaga um hvað sé að gerast á Kumbaravogi. Á fundi bæjarráðs Árborgar í gær kom fram að íslenska ríkið hafi tekið Kumbaravog á Stokkseyri á leigu fyrir móttöku hælisleitenda án vitneskju sveitarfélagsins. Til stæði að þeir kæmu á næstu vikum. Bæjarráð benti þar á að staðsetning væri óheppileg vegna þjónustu sem hópurinn þarfnist. Málið var til umfjöllunar í fjölmiðlum í gær. Frá fundargerð Árborgar í gær.Vísir/Kristján Þegar fréttastofa mætti á Kumbaravog í dag mættum við rekstraraðila sem sagði að það hefði aldrei staðið til að leigja ríkinu Kumbaravog fyrir hælisleitendur. Frétt á Vísi um málið væri bull. Við reyndum að fá nánari útskýringar á þessu og viðkomandi sagði að það ætti ekki að fara að gera neitt. Við hringdum svo í rekstraraðilann á leið aftur í bæinn til að reyna að á enn frekari útskýringar á málinu en þá sagði hann að þreifingar hefðu verið í gangi en engir samningar hafi verið undirritaðir við ríkið. Hann gaf ekki frekari útskýringar á af hverju hann hefði áður sagt við fréttastofu að ekkert væri í gangi. Engin fyrirvari Bæjarráð Árborgar hefur hins vegar staðið í þeirri trú frá því í gær eftir tilkynningu frá ráðuneyti, að búið væri að undirrita samninga og hælisleitendurnir væntanlegir á næstu vikum. Þorsteinn Örn Hjartarsson sviðsstjóri velferðarsviðs Árborgar segir það hafa komið á óvart. Þorsteinn Örn Hjartarsson sviðsstjóri velferðarsviðs Árborgar segir það hafa komið á óvart að fá skyndilega tilkynningu frá ríkinu að það hefði tekið Kumbaravog á leigu.Vísir/Egill „Við vorum bara ekki tilbúin á þessum tímapunkti og það var engin fyrirvari að taka að okkur þennan rekstur. En að sjálfsögðu viljum við halda áfram að vinna vel að samræmdri móttöku hælisleitenda og vera í góðu samstarfi við ríkið um það,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir enn fremur að staðsetningin sé óhentug. „Við skiljum mjög vel þörfina á að fjölga búsetuúrræðum. En þessi staðsetning hér er ekki góð. Það er mjög langt héðan upp á Selfoss og heilbrigðisþjónustu og annað þess háttar þannig að ef við ætlum að stofna þjónustu í Árborg væri miklu betra að gera það á Selfossi.Ríki og sveitafélög verða að vinna saman að þessum málum þetta tekst ekkert öðruvísi,“ segir Þorsteinn. Flóttafólk á Íslandi Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Árborg Hælisleitendur Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Fleiri fréttir Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sjá meira
Á fundi bæjarráðs Árborgar í gær kom fram að íslenska ríkið hafi tekið Kumbaravog á Stokkseyri á leigu fyrir móttöku hælisleitenda án vitneskju sveitarfélagsins. Til stæði að þeir kæmu á næstu vikum. Bæjarráð benti þar á að staðsetning væri óheppileg vegna þjónustu sem hópurinn þarfnist. Málið var til umfjöllunar í fjölmiðlum í gær. Frá fundargerð Árborgar í gær.Vísir/Kristján Þegar fréttastofa mætti á Kumbaravog í dag mættum við rekstraraðila sem sagði að það hefði aldrei staðið til að leigja ríkinu Kumbaravog fyrir hælisleitendur. Frétt á Vísi um málið væri bull. Við reyndum að fá nánari útskýringar á þessu og viðkomandi sagði að það ætti ekki að fara að gera neitt. Við hringdum svo í rekstraraðilann á leið aftur í bæinn til að reyna að á enn frekari útskýringar á málinu en þá sagði hann að þreifingar hefðu verið í gangi en engir samningar hafi verið undirritaðir við ríkið. Hann gaf ekki frekari útskýringar á af hverju hann hefði áður sagt við fréttastofu að ekkert væri í gangi. Engin fyrirvari Bæjarráð Árborgar hefur hins vegar staðið í þeirri trú frá því í gær eftir tilkynningu frá ráðuneyti, að búið væri að undirrita samninga og hælisleitendurnir væntanlegir á næstu vikum. Þorsteinn Örn Hjartarsson sviðsstjóri velferðarsviðs Árborgar segir það hafa komið á óvart. Þorsteinn Örn Hjartarsson sviðsstjóri velferðarsviðs Árborgar segir það hafa komið á óvart að fá skyndilega tilkynningu frá ríkinu að það hefði tekið Kumbaravog á leigu.Vísir/Egill „Við vorum bara ekki tilbúin á þessum tímapunkti og það var engin fyrirvari að taka að okkur þennan rekstur. En að sjálfsögðu viljum við halda áfram að vinna vel að samræmdri móttöku hælisleitenda og vera í góðu samstarfi við ríkið um það,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir enn fremur að staðsetningin sé óhentug. „Við skiljum mjög vel þörfina á að fjölga búsetuúrræðum. En þessi staðsetning hér er ekki góð. Það er mjög langt héðan upp á Selfoss og heilbrigðisþjónustu og annað þess háttar þannig að ef við ætlum að stofna þjónustu í Árborg væri miklu betra að gera það á Selfossi.Ríki og sveitafélög verða að vinna saman að þessum málum þetta tekst ekkert öðruvísi,“ segir Þorsteinn.
Flóttafólk á Íslandi Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Árborg Hælisleitendur Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Fleiri fréttir Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sjá meira