Innlent

Ríkið leigði hús­næði undir flótta­fólk án sam­ráðs við sveitar­fé­lag

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Kumbaravogur hefur verið rekið sem gistiheimili síðustu ár.
Kumbaravogur hefur verið rekið sem gistiheimili síðustu ár. Já.is

Íslenska ríkið hafði ekki samráð við sveitarfélagið Árborg þegar tekin var ákvörðun um að leigja Kumbaravog á Stokkseyri. Sveitarfélagið telur staðsetninguna óheppilega. 

Sunnlenska.is greinir frá.

Fram kom á fundi bæjarráðs Árborgar í morgun að sveitarfélagið hafi enga aðkomu haft að móttökunni á Stokkseyri. Staðsetningin sé óheppileg með vísan til þjónustu á svæðinu. 

Pláss verður fyrir 54 á Kumbaravogi sem er fyrrverandi dvalar- og hjúkrunarheimili.

„Sveitarfélagið hefur enga aðkomu að móttökunni á Kumbaravogi, hún er alfarið í umsjón ráðuneytisins. Það er hins vegar ljóst að þessi hópur mun þurfa á þjónustu að halda, til dæmis varðandi verslun og heilsugæslu og því teljum við staðsetninguna á Kumbaravogi ekki heppilega,“ segir Fjóla St. Kristinsdóttir bæjarstjóri í samtali við Sunnlenska.is.


Tengdar fréttir

Fimmta tilraun til breytinga á útlendingalögum hafin á Alþingi

Þingmenn tókust harkalega á um stöðu fólks sem sækir um alþjóðlega vernd á Íslandi á Alþingi í dag. Dómsmálaráðherra segir stefna í að fjörutíu sinnum fleiri sæki um vernd á þessu ári en fyrir tíu árum. Stjórnarandstöðuþingmenn sökuðu ráðherra um brot á ýmsum lögum.

Fjörutíu börn komast ekki í skóla

Ríflega fjörutíu börn flóttafólks komast ekki í grunnskóla vegna þess að ríki og nokkur sveitarfélög hafa enn ekki samið. Forstjóri Vinnumálastofnunar sem vistar um þúsund manns í skammtímavistun segir brýnt að leysa málið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×