Firra að „nagladekkjalöggur“ ætli að skattleggja sjálfsögð öryggistæki Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. október 2022 11:57 Elliði Vignisson er bæjarstjóri Vísir Bæjarstjóri Ölfuss segir hugmyndir um að sveitarfélög fái heimild til að leggja gjald á notendur nagladekkja fráleitar. Hann segir nagladekk öryggisatriði og því sé firra að leggja öryggisskatt á íbúa utan höfuðborgarsvæðisins. Hann hefur enga trú á því að hugmyndirnar verði að veruleika. Umhverfisstofnun hyggst leggja til að sveitarfélög fái heimild til að leggja gjald á notendur nagladekkja. Fréttablaðið greindi frá áformunum í morgun en þar segir Þorsteinn Jóhannsson, loftgæðasérfræðingur hjá stofnuninni að gjaldið yrði ekki landsbyggðarskattur heldur skattur á íbúa höfuðborgarsvæðisins sem hægt væri að útfæra þannig að gestir á nöglum borgi daggjald. Öryggismál Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss líst vægast sagt illa á hugmyndina. „Okkur líst bara afbragðs illa á þetta. Við nálgumst þetta nánast eins og hér sé um firru að ræða. Við högum okkar samfélagi þannig að hluti af samfélaginu býr utan borgarinnar og sækir þangað þjónustuna og á sama tíma er mikið af fólki í borginni sem er ýmist flutt út á heiðarnar í kringum Kópavog eða eitthvert annað og í þessu landi eru nagladekk öryggisatriði,“ sagði Elliði. „Það er fráleit hugmynd til þess að bæta loftgæði í Reykjavík að leggja öryggisskatt á okkur sem búum hér á svæðinu í kring og þurfum vinnu vegna eða annars að sækja þjónustu í borgina.“ Auka þurfi sátt milli höfuðborgar og landsbyggðar Í frétt Fréttablaðsins kemur fram að Alexöndru Briem formanni borgarráðs Reykjavíkurborgar líst vel á tillöguna. Til þess að breytingin komist til framkvæmda þarf þó breytingu á umferðalögum. „Ég hef enga trú á því að þingmenn sem fara með skattlagningarvaldið taki þátt í þessum misráðna leik. Það vekur furðu mína að sjá það að borgarfulltrúar skuli taka undir þetta, að borgin skuli ætla að vera með einhverjar nagladekkjalöggur sem leita uppi bíla og skattleggja þá ef þeir eru með þessi sjálfsögðu öryggistæki,“ sagði Elliði. „Það er löngu kominn tími á að auka sáttina á milli höfuðborgarinnar og sérstaklega Kragans hér í kring en líka bara landsbyggðarinnar allrar. Við eigum öll þetta samfélag saman. Við höfum valið það að byggja þjónustuna okkar upp á höfuðborgarsvæðinu og við þurfum að auðvelda fólki að sækja þjónustuna og komast frá henni.“ Nagladekk Umferðaröryggi Loftslagsmál Reykjavík Loftgæði Tengdar fréttir Umhverfisstofnun leggur til gjaldtöku vegna nagladekkja Umhverfisstofnun vinnur nú að því að uppfæra áætlun um loftgæði en meðal breytinga er að lagt verður til að sveitarfélög fái heimild til að leggja gjald á notkun nagladekkja. 26. október 2022 06:33 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira
Umhverfisstofnun hyggst leggja til að sveitarfélög fái heimild til að leggja gjald á notendur nagladekkja. Fréttablaðið greindi frá áformunum í morgun en þar segir Þorsteinn Jóhannsson, loftgæðasérfræðingur hjá stofnuninni að gjaldið yrði ekki landsbyggðarskattur heldur skattur á íbúa höfuðborgarsvæðisins sem hægt væri að útfæra þannig að gestir á nöglum borgi daggjald. Öryggismál Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss líst vægast sagt illa á hugmyndina. „Okkur líst bara afbragðs illa á þetta. Við nálgumst þetta nánast eins og hér sé um firru að ræða. Við högum okkar samfélagi þannig að hluti af samfélaginu býr utan borgarinnar og sækir þangað þjónustuna og á sama tíma er mikið af fólki í borginni sem er ýmist flutt út á heiðarnar í kringum Kópavog eða eitthvert annað og í þessu landi eru nagladekk öryggisatriði,“ sagði Elliði. „Það er fráleit hugmynd til þess að bæta loftgæði í Reykjavík að leggja öryggisskatt á okkur sem búum hér á svæðinu í kring og þurfum vinnu vegna eða annars að sækja þjónustu í borgina.“ Auka þurfi sátt milli höfuðborgar og landsbyggðar Í frétt Fréttablaðsins kemur fram að Alexöndru Briem formanni borgarráðs Reykjavíkurborgar líst vel á tillöguna. Til þess að breytingin komist til framkvæmda þarf þó breytingu á umferðalögum. „Ég hef enga trú á því að þingmenn sem fara með skattlagningarvaldið taki þátt í þessum misráðna leik. Það vekur furðu mína að sjá það að borgarfulltrúar skuli taka undir þetta, að borgin skuli ætla að vera með einhverjar nagladekkjalöggur sem leita uppi bíla og skattleggja þá ef þeir eru með þessi sjálfsögðu öryggistæki,“ sagði Elliði. „Það er löngu kominn tími á að auka sáttina á milli höfuðborgarinnar og sérstaklega Kragans hér í kring en líka bara landsbyggðarinnar allrar. Við eigum öll þetta samfélag saman. Við höfum valið það að byggja þjónustuna okkar upp á höfuðborgarsvæðinu og við þurfum að auðvelda fólki að sækja þjónustuna og komast frá henni.“
Nagladekk Umferðaröryggi Loftslagsmál Reykjavík Loftgæði Tengdar fréttir Umhverfisstofnun leggur til gjaldtöku vegna nagladekkja Umhverfisstofnun vinnur nú að því að uppfæra áætlun um loftgæði en meðal breytinga er að lagt verður til að sveitarfélög fái heimild til að leggja gjald á notkun nagladekkja. 26. október 2022 06:33 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira
Umhverfisstofnun leggur til gjaldtöku vegna nagladekkja Umhverfisstofnun vinnur nú að því að uppfæra áætlun um loftgæði en meðal breytinga er að lagt verður til að sveitarfélög fái heimild til að leggja gjald á notkun nagladekkja. 26. október 2022 06:33