Skaut tvo til bana en var með sex hundruð skot: „Þetta hefði getað farið mun verr“ Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2022 12:09 Lögregluþjónar fyrir utan skólann í St. Louis. AP/Jeff Roberson Ungur maður sem skaut kennara og fimmtán ára stúlku til bana í St. Luis í Bandaríkjunum í vikunni var vopnaður hálfsjálfvirkum riffli og var með sex hundruð skot. Sjö nemendur særðust eða slösuðust einnig í árásinni áður en lögregluþjónar skutu hinn nítján ára gamla Orlando Harris til bana. „Þetta hefði getað farið mun verr,“ sagði Michael Sack, yfirmaður lögreglunnar í St. Louis á blaðamannafundi í gær. Harris útskrifaðist úr umræddum skóla í fyrra. AP fréttaveitan hefur eftir vitnum að Harris hafi gengið um skólann og kallað: „Þið munið öll deyja!“. Þá segir ein stúlka í skólanum að hún hafi staðið andspænis Harris en byssa hans hefði staðið á sér og hún hefði getað hlaupið á brott. Harris skildi eftir miða sem Sack las upp fyrir blaðamenn í gærkvöldi. Þar skrifaði Harris um það að hann ætti enga vini, enga fjölskyldu eða kærustu og lifði einangruðu lífi. Lýsti hann sjálfur þeim aðstæðum sem „fullkomnu óveðri“ fyrir fjöldamorðingja. Eins og áður segir dóu tveir í árásinni. Þær Alexzandria Bell, sem var fimmtán ára gömul, og Jean Kuczka, sem var 61 árs. Fjölskylda Kcuzka segir hana hafa verið skotna þegar hún steig á milli árásarmannsins og nemenda sem hún var að kenna, eftir að Harris ruddist inn í kennslustofu hennar. Hún lést á sjúkrahúsi. Lögreglan segir að Bell hafi verið látin þegar hún fannst á gangi skólans. Sjö öryggisverðir vinna í umræddum skóla og eru útidyr hans ávallt læstar. Einn öryggisvarðanna sá Harris komast inn um eina hurðina og var lögreglan kölluð til. Ekki liggur fyrir hvernig hann komst inn en hurðin mun hafa verið læst. Fyrstu lögregluþjónarnir mættu á vettvang klukkan 9:15, fjórum mínútum eftir að tilkynningin barst. Klukkan 9:23 fannst Harris í skólanum þar sem hann hafði lokað sig inni í kennslustofu. Lögregluþjónar skiptust á skotum við hann og skutu hann til bana. Harris bar mikið magn skotfæra á sér.AP/Lögreglan í St. Louis. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
„Þetta hefði getað farið mun verr,“ sagði Michael Sack, yfirmaður lögreglunnar í St. Louis á blaðamannafundi í gær. Harris útskrifaðist úr umræddum skóla í fyrra. AP fréttaveitan hefur eftir vitnum að Harris hafi gengið um skólann og kallað: „Þið munið öll deyja!“. Þá segir ein stúlka í skólanum að hún hafi staðið andspænis Harris en byssa hans hefði staðið á sér og hún hefði getað hlaupið á brott. Harris skildi eftir miða sem Sack las upp fyrir blaðamenn í gærkvöldi. Þar skrifaði Harris um það að hann ætti enga vini, enga fjölskyldu eða kærustu og lifði einangruðu lífi. Lýsti hann sjálfur þeim aðstæðum sem „fullkomnu óveðri“ fyrir fjöldamorðingja. Eins og áður segir dóu tveir í árásinni. Þær Alexzandria Bell, sem var fimmtán ára gömul, og Jean Kuczka, sem var 61 árs. Fjölskylda Kcuzka segir hana hafa verið skotna þegar hún steig á milli árásarmannsins og nemenda sem hún var að kenna, eftir að Harris ruddist inn í kennslustofu hennar. Hún lést á sjúkrahúsi. Lögreglan segir að Bell hafi verið látin þegar hún fannst á gangi skólans. Sjö öryggisverðir vinna í umræddum skóla og eru útidyr hans ávallt læstar. Einn öryggisvarðanna sá Harris komast inn um eina hurðina og var lögreglan kölluð til. Ekki liggur fyrir hvernig hann komst inn en hurðin mun hafa verið læst. Fyrstu lögregluþjónarnir mættu á vettvang klukkan 9:15, fjórum mínútum eftir að tilkynningin barst. Klukkan 9:23 fannst Harris í skólanum þar sem hann hafði lokað sig inni í kennslustofu. Lögregluþjónar skiptust á skotum við hann og skutu hann til bana. Harris bar mikið magn skotfæra á sér.AP/Lögreglan í St. Louis.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira