Erlent

Nýr kafli í sam­skiptum Bret­lands og Úkraínu

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Rishi Sunak, nýkjörinn forsætisráðherra Bretlands, og Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu ræddu saman í dag.
Rishi Sunak, nýkjörinn forsætisráðherra Bretlands, og Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu ræddu saman í dag. Getty/Kitwood

Vólódímír Selenksí Úkraínuforseti segir nýjan kafla í samskiptum Bretlands og Úkraínu vera að hefjast. Hann tekur vel á móti nýkjörnum kollega sínum. 

Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands og Selenskí Úkraínuforseti ræddu saman símleiðis í fyrsta skipti í dag. Sunak lofar áframhaldandi stuðningi og segir hann verða sterkari en nokkru sinni fyrr. Reuters greinir frá.

Í yfirlýsingu frá breska forsætisráðuneytinu segir að vel hafi farið með leiðtogunum. Selenskí óskaði Sunak til hamingju með kjörið og sá síðarnefndi var sammála um áframhaldandi nauðsynlegan stuðning við Úkraínu.

„Í frábæru samtali okkar Sunak ákváðum við að skrifa nýjan kafla í samskiptum Bretlands og Úkraínu. Sagan verður þó hin sama og áður; fullur stuðningur gegn árásum Rússa. Ég er enn sem áður þakklátur bresku þjóðinni fyrir stuðninginn,“ sagði Úkraínuforseti enn fremur á Twitter.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×