Sunak segir heilindi og fagmennsku verða hans leiðarljós Heimir Már Pétursson skrifar 25. október 2022 19:30 Rishi Sunak er fimmti leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra á sex árum og sá þriðji á fjórum mánuðum. AP/Alberto Pezzal Nýr forsætisráðherra Bretlands segist þegar ætla að hefjast handa við að leiðrétta þau mistök sem gerð hefðu verið í hagstjórninni undir stjórn fyrrverandi forsætisráðherra. Stjórn hans muni hafa heilindi, fagmennsku og ábyrgð að leiðarljósi. Liz Truss yfirgaf forsætisráðherrabústaðinn í morgun rúin trausti, óvinsælasti forsætisráðherra Bretlands frá upphafi mælinga, eftir aðeins sjö vikur við völd. Hún bar sig þó vel í kveðjuræðunni áður en hún hélt á fund konungs til að segja formlega af sér, sagðist sannfærðari nú en áður um að mæta þyrfti efnahagsvanda Breta af djörfung. Liz Truss ítrekaði í kveðjuræðu sinni að skattalækkanir væru leiðin til að auka hagvöxt í Bretlandi.AP/Alberto Pezzal „Í því felst að lækka skatta svo fólk haldi eftir meira af tekjum sínum. Við þurfum meiri hagvöxt sem skapar meira starfsöryggi, hærri tekjur og fleiri tækifæri fyrir börn okkar og barnabörn,“ sagði Truss enn á því að lækka ætti skatta. En það voru einmitt hugmyndir hennar um miklar skattalækkanir sem hleyptu öllu í bál og brand í bresku efnahagslífi. Lífeyrissjóðir voru á barmi gjaldþrots, pundið féll og Englandsbanki greip inn í. Karl III bauð Rishi Sunak í dag að mynda ríkisstjórn. Hann er 42 ára og yngsti forsætisráðherra Bretlands í tvær aldir og sá fyrsti sem ekki er hvítur og kristinnar trúar. forsætisráðherra landsinsAP/Aaron Chown Rishi Sunak gekk á fund Karls III konungs um leið og Truss hafði sagt af sér. Hann er 42 ára og yngsti forsætisráðherra Bretlands í 200 ár og sá fyrsti sem ekki er hvítur og kristinnar trúar og fimmti leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra á sex árum. Hann þakkaði Truss og sagði hana ekki hafa haft rangt fyrir sér í að efla þyrfti hagvöxt. Ærin verkefni bíða nýja forsætisráðherrans í þeirri efnahagskreppu sem Bretland er í dag.AP/Kin Cheung „Tiltekin mistök voru gerð. Þau voru hvorki gerð af illvilja né af illum hvötum. Þvert á móti, en mistök engu að síður. Ég var kosinn leiðtogi flokks míns og forsætisráðherra ykkar til að ráða bót á þeim. Og sú vinna hefst nú þegar,“ sagði Sunak rétt áður en hann gekk inn um dyrnar á Downingstræti 10. Og Sunak talaði líka til stjórnartíðar Borisar Johnson sem hrökklaðist frá völdum í sumar vegna ítrekaðra lyga að þingi og þjóð. Hann ætlaði að sameina þjóðina með aðgerðum. „Þessi ríkisstjórn mun starfa af heilindum, með fagmennsku og ábyrgð að leiðarljósi á öllum stigum,“ sagði Rishi Sunak. Bretland Tengdar fréttir Sunak segist skipaður til að leiðrétta mistök Liz Truss sem var óvinsælasti forsætisráðherra Bretlands frá því mælingar hófust hefur látið af völdum og Rishi Sunak er tekinn við. Hann segist hafa hlotið embættið leiðtoga og forsætisráðherra til að leiðrétta mistök en á grundvelli þess málaefnagrundvölls sem Boris Johnson fékk umboð til að koma í framkvæmd í síðustu kosningum. 25. október 2022 11:54 Sunak nýtt andlit á gömul gildi Kjör Rishis Sunak sem leiðtoga breska Íhaldsflokksins markar tímamót á ýmsan hátt. Hann verður yngsti forsætisráðherrann í meira en tvær aldir og sá fyrsti sem er ekki hvítur. Inn við beinið er Sunak þó klassískur íhaldsmaður sem dáir Margaret Thatcher og aðhyllist lága skatta. 24. október 2022 16:01 Sunak verður næsti forsætisráðherra Breta Rishi Sunak verður nýr leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra. Hann stóð einn eftir í keppninni um sætið eftir að Penny Mordaunt steig til hliðar rétt fyrir klukkan eitt að íslenskum tíma. 24. október 2022 13:03 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Liz Truss yfirgaf forsætisráðherrabústaðinn í morgun rúin trausti, óvinsælasti forsætisráðherra Bretlands frá upphafi mælinga, eftir aðeins sjö vikur við völd. Hún bar sig þó vel í kveðjuræðunni áður en hún hélt á fund konungs til að segja formlega af sér, sagðist sannfærðari nú en áður um að mæta þyrfti efnahagsvanda Breta af djörfung. Liz Truss ítrekaði í kveðjuræðu sinni að skattalækkanir væru leiðin til að auka hagvöxt í Bretlandi.AP/Alberto Pezzal „Í því felst að lækka skatta svo fólk haldi eftir meira af tekjum sínum. Við þurfum meiri hagvöxt sem skapar meira starfsöryggi, hærri tekjur og fleiri tækifæri fyrir börn okkar og barnabörn,“ sagði Truss enn á því að lækka ætti skatta. En það voru einmitt hugmyndir hennar um miklar skattalækkanir sem hleyptu öllu í bál og brand í bresku efnahagslífi. Lífeyrissjóðir voru á barmi gjaldþrots, pundið féll og Englandsbanki greip inn í. Karl III bauð Rishi Sunak í dag að mynda ríkisstjórn. Hann er 42 ára og yngsti forsætisráðherra Bretlands í tvær aldir og sá fyrsti sem ekki er hvítur og kristinnar trúar. forsætisráðherra landsinsAP/Aaron Chown Rishi Sunak gekk á fund Karls III konungs um leið og Truss hafði sagt af sér. Hann er 42 ára og yngsti forsætisráðherra Bretlands í 200 ár og sá fyrsti sem ekki er hvítur og kristinnar trúar og fimmti leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra á sex árum. Hann þakkaði Truss og sagði hana ekki hafa haft rangt fyrir sér í að efla þyrfti hagvöxt. Ærin verkefni bíða nýja forsætisráðherrans í þeirri efnahagskreppu sem Bretland er í dag.AP/Kin Cheung „Tiltekin mistök voru gerð. Þau voru hvorki gerð af illvilja né af illum hvötum. Þvert á móti, en mistök engu að síður. Ég var kosinn leiðtogi flokks míns og forsætisráðherra ykkar til að ráða bót á þeim. Og sú vinna hefst nú þegar,“ sagði Sunak rétt áður en hann gekk inn um dyrnar á Downingstræti 10. Og Sunak talaði líka til stjórnartíðar Borisar Johnson sem hrökklaðist frá völdum í sumar vegna ítrekaðra lyga að þingi og þjóð. Hann ætlaði að sameina þjóðina með aðgerðum. „Þessi ríkisstjórn mun starfa af heilindum, með fagmennsku og ábyrgð að leiðarljósi á öllum stigum,“ sagði Rishi Sunak.
Bretland Tengdar fréttir Sunak segist skipaður til að leiðrétta mistök Liz Truss sem var óvinsælasti forsætisráðherra Bretlands frá því mælingar hófust hefur látið af völdum og Rishi Sunak er tekinn við. Hann segist hafa hlotið embættið leiðtoga og forsætisráðherra til að leiðrétta mistök en á grundvelli þess málaefnagrundvölls sem Boris Johnson fékk umboð til að koma í framkvæmd í síðustu kosningum. 25. október 2022 11:54 Sunak nýtt andlit á gömul gildi Kjör Rishis Sunak sem leiðtoga breska Íhaldsflokksins markar tímamót á ýmsan hátt. Hann verður yngsti forsætisráðherrann í meira en tvær aldir og sá fyrsti sem er ekki hvítur. Inn við beinið er Sunak þó klassískur íhaldsmaður sem dáir Margaret Thatcher og aðhyllist lága skatta. 24. október 2022 16:01 Sunak verður næsti forsætisráðherra Breta Rishi Sunak verður nýr leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra. Hann stóð einn eftir í keppninni um sætið eftir að Penny Mordaunt steig til hliðar rétt fyrir klukkan eitt að íslenskum tíma. 24. október 2022 13:03 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Sunak segist skipaður til að leiðrétta mistök Liz Truss sem var óvinsælasti forsætisráðherra Bretlands frá því mælingar hófust hefur látið af völdum og Rishi Sunak er tekinn við. Hann segist hafa hlotið embættið leiðtoga og forsætisráðherra til að leiðrétta mistök en á grundvelli þess málaefnagrundvölls sem Boris Johnson fékk umboð til að koma í framkvæmd í síðustu kosningum. 25. október 2022 11:54
Sunak nýtt andlit á gömul gildi Kjör Rishis Sunak sem leiðtoga breska Íhaldsflokksins markar tímamót á ýmsan hátt. Hann verður yngsti forsætisráðherrann í meira en tvær aldir og sá fyrsti sem er ekki hvítur. Inn við beinið er Sunak þó klassískur íhaldsmaður sem dáir Margaret Thatcher og aðhyllist lága skatta. 24. október 2022 16:01
Sunak verður næsti forsætisráðherra Breta Rishi Sunak verður nýr leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra. Hann stóð einn eftir í keppninni um sætið eftir að Penny Mordaunt steig til hliðar rétt fyrir klukkan eitt að íslenskum tíma. 24. október 2022 13:03
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent