Sunak segir heilindi og fagmennsku verða hans leiðarljós Heimir Már Pétursson skrifar 25. október 2022 19:30 Rishi Sunak er fimmti leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra á sex árum og sá þriðji á fjórum mánuðum. AP/Alberto Pezzal Nýr forsætisráðherra Bretlands segist þegar ætla að hefjast handa við að leiðrétta þau mistök sem gerð hefðu verið í hagstjórninni undir stjórn fyrrverandi forsætisráðherra. Stjórn hans muni hafa heilindi, fagmennsku og ábyrgð að leiðarljósi. Liz Truss yfirgaf forsætisráðherrabústaðinn í morgun rúin trausti, óvinsælasti forsætisráðherra Bretlands frá upphafi mælinga, eftir aðeins sjö vikur við völd. Hún bar sig þó vel í kveðjuræðunni áður en hún hélt á fund konungs til að segja formlega af sér, sagðist sannfærðari nú en áður um að mæta þyrfti efnahagsvanda Breta af djörfung. Liz Truss ítrekaði í kveðjuræðu sinni að skattalækkanir væru leiðin til að auka hagvöxt í Bretlandi.AP/Alberto Pezzal „Í því felst að lækka skatta svo fólk haldi eftir meira af tekjum sínum. Við þurfum meiri hagvöxt sem skapar meira starfsöryggi, hærri tekjur og fleiri tækifæri fyrir börn okkar og barnabörn,“ sagði Truss enn á því að lækka ætti skatta. En það voru einmitt hugmyndir hennar um miklar skattalækkanir sem hleyptu öllu í bál og brand í bresku efnahagslífi. Lífeyrissjóðir voru á barmi gjaldþrots, pundið féll og Englandsbanki greip inn í. Karl III bauð Rishi Sunak í dag að mynda ríkisstjórn. Hann er 42 ára og yngsti forsætisráðherra Bretlands í tvær aldir og sá fyrsti sem ekki er hvítur og kristinnar trúar. forsætisráðherra landsinsAP/Aaron Chown Rishi Sunak gekk á fund Karls III konungs um leið og Truss hafði sagt af sér. Hann er 42 ára og yngsti forsætisráðherra Bretlands í 200 ár og sá fyrsti sem ekki er hvítur og kristinnar trúar og fimmti leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra á sex árum. Hann þakkaði Truss og sagði hana ekki hafa haft rangt fyrir sér í að efla þyrfti hagvöxt. Ærin verkefni bíða nýja forsætisráðherrans í þeirri efnahagskreppu sem Bretland er í dag.AP/Kin Cheung „Tiltekin mistök voru gerð. Þau voru hvorki gerð af illvilja né af illum hvötum. Þvert á móti, en mistök engu að síður. Ég var kosinn leiðtogi flokks míns og forsætisráðherra ykkar til að ráða bót á þeim. Og sú vinna hefst nú þegar,“ sagði Sunak rétt áður en hann gekk inn um dyrnar á Downingstræti 10. Og Sunak talaði líka til stjórnartíðar Borisar Johnson sem hrökklaðist frá völdum í sumar vegna ítrekaðra lyga að þingi og þjóð. Hann ætlaði að sameina þjóðina með aðgerðum. „Þessi ríkisstjórn mun starfa af heilindum, með fagmennsku og ábyrgð að leiðarljósi á öllum stigum,“ sagði Rishi Sunak. Bretland Tengdar fréttir Sunak segist skipaður til að leiðrétta mistök Liz Truss sem var óvinsælasti forsætisráðherra Bretlands frá því mælingar hófust hefur látið af völdum og Rishi Sunak er tekinn við. Hann segist hafa hlotið embættið leiðtoga og forsætisráðherra til að leiðrétta mistök en á grundvelli þess málaefnagrundvölls sem Boris Johnson fékk umboð til að koma í framkvæmd í síðustu kosningum. 25. október 2022 11:54 Sunak nýtt andlit á gömul gildi Kjör Rishis Sunak sem leiðtoga breska Íhaldsflokksins markar tímamót á ýmsan hátt. Hann verður yngsti forsætisráðherrann í meira en tvær aldir og sá fyrsti sem er ekki hvítur. Inn við beinið er Sunak þó klassískur íhaldsmaður sem dáir Margaret Thatcher og aðhyllist lága skatta. 24. október 2022 16:01 Sunak verður næsti forsætisráðherra Breta Rishi Sunak verður nýr leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra. Hann stóð einn eftir í keppninni um sætið eftir að Penny Mordaunt steig til hliðar rétt fyrir klukkan eitt að íslenskum tíma. 24. október 2022 13:03 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Liz Truss yfirgaf forsætisráðherrabústaðinn í morgun rúin trausti, óvinsælasti forsætisráðherra Bretlands frá upphafi mælinga, eftir aðeins sjö vikur við völd. Hún bar sig þó vel í kveðjuræðunni áður en hún hélt á fund konungs til að segja formlega af sér, sagðist sannfærðari nú en áður um að mæta þyrfti efnahagsvanda Breta af djörfung. Liz Truss ítrekaði í kveðjuræðu sinni að skattalækkanir væru leiðin til að auka hagvöxt í Bretlandi.AP/Alberto Pezzal „Í því felst að lækka skatta svo fólk haldi eftir meira af tekjum sínum. Við þurfum meiri hagvöxt sem skapar meira starfsöryggi, hærri tekjur og fleiri tækifæri fyrir börn okkar og barnabörn,“ sagði Truss enn á því að lækka ætti skatta. En það voru einmitt hugmyndir hennar um miklar skattalækkanir sem hleyptu öllu í bál og brand í bresku efnahagslífi. Lífeyrissjóðir voru á barmi gjaldþrots, pundið féll og Englandsbanki greip inn í. Karl III bauð Rishi Sunak í dag að mynda ríkisstjórn. Hann er 42 ára og yngsti forsætisráðherra Bretlands í tvær aldir og sá fyrsti sem ekki er hvítur og kristinnar trúar. forsætisráðherra landsinsAP/Aaron Chown Rishi Sunak gekk á fund Karls III konungs um leið og Truss hafði sagt af sér. Hann er 42 ára og yngsti forsætisráðherra Bretlands í 200 ár og sá fyrsti sem ekki er hvítur og kristinnar trúar og fimmti leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra á sex árum. Hann þakkaði Truss og sagði hana ekki hafa haft rangt fyrir sér í að efla þyrfti hagvöxt. Ærin verkefni bíða nýja forsætisráðherrans í þeirri efnahagskreppu sem Bretland er í dag.AP/Kin Cheung „Tiltekin mistök voru gerð. Þau voru hvorki gerð af illvilja né af illum hvötum. Þvert á móti, en mistök engu að síður. Ég var kosinn leiðtogi flokks míns og forsætisráðherra ykkar til að ráða bót á þeim. Og sú vinna hefst nú þegar,“ sagði Sunak rétt áður en hann gekk inn um dyrnar á Downingstræti 10. Og Sunak talaði líka til stjórnartíðar Borisar Johnson sem hrökklaðist frá völdum í sumar vegna ítrekaðra lyga að þingi og þjóð. Hann ætlaði að sameina þjóðina með aðgerðum. „Þessi ríkisstjórn mun starfa af heilindum, með fagmennsku og ábyrgð að leiðarljósi á öllum stigum,“ sagði Rishi Sunak.
Bretland Tengdar fréttir Sunak segist skipaður til að leiðrétta mistök Liz Truss sem var óvinsælasti forsætisráðherra Bretlands frá því mælingar hófust hefur látið af völdum og Rishi Sunak er tekinn við. Hann segist hafa hlotið embættið leiðtoga og forsætisráðherra til að leiðrétta mistök en á grundvelli þess málaefnagrundvölls sem Boris Johnson fékk umboð til að koma í framkvæmd í síðustu kosningum. 25. október 2022 11:54 Sunak nýtt andlit á gömul gildi Kjör Rishis Sunak sem leiðtoga breska Íhaldsflokksins markar tímamót á ýmsan hátt. Hann verður yngsti forsætisráðherrann í meira en tvær aldir og sá fyrsti sem er ekki hvítur. Inn við beinið er Sunak þó klassískur íhaldsmaður sem dáir Margaret Thatcher og aðhyllist lága skatta. 24. október 2022 16:01 Sunak verður næsti forsætisráðherra Breta Rishi Sunak verður nýr leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra. Hann stóð einn eftir í keppninni um sætið eftir að Penny Mordaunt steig til hliðar rétt fyrir klukkan eitt að íslenskum tíma. 24. október 2022 13:03 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Sunak segist skipaður til að leiðrétta mistök Liz Truss sem var óvinsælasti forsætisráðherra Bretlands frá því mælingar hófust hefur látið af völdum og Rishi Sunak er tekinn við. Hann segist hafa hlotið embættið leiðtoga og forsætisráðherra til að leiðrétta mistök en á grundvelli þess málaefnagrundvölls sem Boris Johnson fékk umboð til að koma í framkvæmd í síðustu kosningum. 25. október 2022 11:54
Sunak nýtt andlit á gömul gildi Kjör Rishis Sunak sem leiðtoga breska Íhaldsflokksins markar tímamót á ýmsan hátt. Hann verður yngsti forsætisráðherrann í meira en tvær aldir og sá fyrsti sem er ekki hvítur. Inn við beinið er Sunak þó klassískur íhaldsmaður sem dáir Margaret Thatcher og aðhyllist lága skatta. 24. október 2022 16:01
Sunak verður næsti forsætisráðherra Breta Rishi Sunak verður nýr leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra. Hann stóð einn eftir í keppninni um sætið eftir að Penny Mordaunt steig til hliðar rétt fyrir klukkan eitt að íslenskum tíma. 24. október 2022 13:03