Erlent

Sunak gæti hreppt hnossið strax í dag

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Rishi Sunak gæti orðið forsætisráðherra Bretlands strax í dag. 
Rishi Sunak gæti orðið forsætisráðherra Bretlands strax í dag.  Peter Summers/Getty Images)

Mestar líkur eru nú taldar á því að Rishi Sunak verði næsti leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra, jafnvel strax í dag.

Helsti keppinautur hans um embættið, Boris Johnson fyrrverandi forsætisráðherra, dró sig í hlé í gærkvöldi og nú stendur baráttan á milli Sunak og Penny Mordaunt. Frambjóðendurnir þurfa að hafa aflað sér 100 yfirlýstra stuðningsmanna innan úr þingflokknum fyrir klukkan tvö í dag og Sunak hefur þegar náð í 155.

Mordaunt á hinsvegar nokkuð í land og hefur aðeins 25 stuðningsmenn í sínu liði. Einhverjir þeirra sem ætluðu að styðja Johnson munu vafalaust færa sig yfir til Mordaunt en þó er talið ólíklegt að það muni duga til.

Breska pundið styrktist gagnvart dollaranum í morgun þegar í ljós kom að Johnson hafði dregið sig í hlé en það hafði veikst töluvert á föstudag vegna óvissunar sem uppi er í breskum stjórnmálum.


Tengdar fréttir

Boris Johnson gefur ekki kost á sér

Boris Johnson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér fyrir leiðtogakjör breska Íhaldsflokksins. Allar líkur eru nú á því að Rishi Sunak verði næsti forsætisráðherra Bretlands. 

Sunak staðfestir framboð

Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, hefur formlega tilkynnt að hann muni bjóða sig fram í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Hann sækist þar með eftir því að verða næsti forsætisráðherra Bretlands.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×