Boris Johnson gefur ekki kost á sér Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. október 2022 20:15 Búist var við því að Boris Johnson gæfi kost á sér fyrir leiðtogakjörið, aðeins rúmum einum og hálfum mánuði eftir að hafa sagt af sér forsætisráðherraembættinu. EPA Boris Johnson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér fyrir leiðtogakjör breska Íhaldsflokksins. Allar líkur eru nú á því að Rishi Sunak verði næsti forsætisráðherra Bretlands. Greint var frá því í kvöld að Johnson hafi beðið Penny Mordaunt að hætta við framboð sitt til leiðtogakjörs breska Íhaldsflokksins. Samkvæmt heimildarmönnum breskra fjölmiðla innan úr þingheimi hafnaði Mordaunt þeirri beiðni. Johnson hafði ekki formlega tilkynnt um framboð sitt en hann sneri snemma úr fríi á karabíska hafinu á föstudag til að kanna hvernig landið lægi fyrir leiðtogakjörið. Johnson hafði jafnframt kallað saman nokkra fyrrverandi ráðherra í stuðningslið hans, þar á meðal Jacob Rees Mogg, James Cleverley og Nadim Zahawi. Guardian greinir nú frá því að Johnson hafi aðeins notið stuðnings 60 þingmanna flokksins, nokkuð langt frá þeim 100 sem þarf til að vera tilnefndur af flokknum í sjálft leiðtogakjörið sem áformað er að fari fram eftir viku. Ætlar að sækja til sigurs árið 2024 Í yfirlýsingu segist Johnson þakklátur fyrir þann stuðning sem honum var sýndur á síðustu dögum. „Það var mjög freistandi að bjóða sig fram þar sem ég leiddi okkur til stórsigurs fyrir þremur árum, og því trúi ég að ég sé enn í kjörstöðu til að sigra kosningar á ný,“ segir í yfirlýsingu Johnsons. Johnson segist þá sjálfur hafa tryggt sér stuðning 102 þingmanna og segir góðar líkur á að hann myndi geta unnið kjörið og komist aftur í Downing stræti 10 á föstudag. „En á síðustu dögum hef ég komist að þeirri niðurstöðu að það sé hreinlega ekki það rétta í stöðunni. Þú getur ekki stjórnað almennilega nema þú hafir sameinaðan flokk á bak við þig,“ segir Johnson en bætir við að hann ætli að leiða flokkinn til sigurs í almennum kosningum árið 2024. Reyndi sitt besta með Sunak og Mordaunt „Og þó ég hafi leitað til bæði Rishi (Sunak) og Penny (Mordaunt) - þar sem ég vonaðist til að við gætum sameinast, þjóðarhagsmuna vegna - höfum við ekki komist að sameiginlegri niðurstöðu.“ Því sé það best að láta ekki tilnefna sig og styðja fremur þann sem þarf á því að halda. „Ég hef margt fram að færa en ég trúi því að nú sé einfaldlega ekki rétti tíminn til þess,“ segir í lok yfirlýsingar. Sem stendur er Rishi Sunak sá eini sem hefur staðfest nægilega marga þingmenn á bak við sig. Samkvæmt BBC nýtur Sunak stuðnings 147 þingmanna en Penny Mordaunt aðeins 24 þingmanna. Hún mun því reyna sitt besta að ná stuðningsmönnum Johnsons á sitt band áður en tilnefningafrestur rennur út á morgun. Af framansögðu leiðir að Sunak á sigurinn vísan. Bretland Tengdar fréttir Sunak staðfestir framboð Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, hefur formlega tilkynnt að hann muni bjóða sig fram í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Hann sækist þar með eftir því að verða næsti forsætisráðherra Bretlands. 23. október 2022 10:21 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Greint var frá því í kvöld að Johnson hafi beðið Penny Mordaunt að hætta við framboð sitt til leiðtogakjörs breska Íhaldsflokksins. Samkvæmt heimildarmönnum breskra fjölmiðla innan úr þingheimi hafnaði Mordaunt þeirri beiðni. Johnson hafði ekki formlega tilkynnt um framboð sitt en hann sneri snemma úr fríi á karabíska hafinu á föstudag til að kanna hvernig landið lægi fyrir leiðtogakjörið. Johnson hafði jafnframt kallað saman nokkra fyrrverandi ráðherra í stuðningslið hans, þar á meðal Jacob Rees Mogg, James Cleverley og Nadim Zahawi. Guardian greinir nú frá því að Johnson hafi aðeins notið stuðnings 60 þingmanna flokksins, nokkuð langt frá þeim 100 sem þarf til að vera tilnefndur af flokknum í sjálft leiðtogakjörið sem áformað er að fari fram eftir viku. Ætlar að sækja til sigurs árið 2024 Í yfirlýsingu segist Johnson þakklátur fyrir þann stuðning sem honum var sýndur á síðustu dögum. „Það var mjög freistandi að bjóða sig fram þar sem ég leiddi okkur til stórsigurs fyrir þremur árum, og því trúi ég að ég sé enn í kjörstöðu til að sigra kosningar á ný,“ segir í yfirlýsingu Johnsons. Johnson segist þá sjálfur hafa tryggt sér stuðning 102 þingmanna og segir góðar líkur á að hann myndi geta unnið kjörið og komist aftur í Downing stræti 10 á föstudag. „En á síðustu dögum hef ég komist að þeirri niðurstöðu að það sé hreinlega ekki það rétta í stöðunni. Þú getur ekki stjórnað almennilega nema þú hafir sameinaðan flokk á bak við þig,“ segir Johnson en bætir við að hann ætli að leiða flokkinn til sigurs í almennum kosningum árið 2024. Reyndi sitt besta með Sunak og Mordaunt „Og þó ég hafi leitað til bæði Rishi (Sunak) og Penny (Mordaunt) - þar sem ég vonaðist til að við gætum sameinast, þjóðarhagsmuna vegna - höfum við ekki komist að sameiginlegri niðurstöðu.“ Því sé það best að láta ekki tilnefna sig og styðja fremur þann sem þarf á því að halda. „Ég hef margt fram að færa en ég trúi því að nú sé einfaldlega ekki rétti tíminn til þess,“ segir í lok yfirlýsingar. Sem stendur er Rishi Sunak sá eini sem hefur staðfest nægilega marga þingmenn á bak við sig. Samkvæmt BBC nýtur Sunak stuðnings 147 þingmanna en Penny Mordaunt aðeins 24 þingmanna. Hún mun því reyna sitt besta að ná stuðningsmönnum Johnsons á sitt band áður en tilnefningafrestur rennur út á morgun. Af framansögðu leiðir að Sunak á sigurinn vísan.
Bretland Tengdar fréttir Sunak staðfestir framboð Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, hefur formlega tilkynnt að hann muni bjóða sig fram í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Hann sækist þar með eftir því að verða næsti forsætisráðherra Bretlands. 23. október 2022 10:21 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Sunak staðfestir framboð Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, hefur formlega tilkynnt að hann muni bjóða sig fram í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Hann sækist þar með eftir því að verða næsti forsætisráðherra Bretlands. 23. október 2022 10:21