Erlent

Aftur hrapaði rúss­nesk her­þota á í­búðar­hús

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Atvikið náðist á mynd
Atvikið náðist á mynd Skjáskot

Rússnesk herþota hrapaði til jarðar á íbúarhús í Irkutsk í Síberíu í nótt. Tveir flugmenn vélarinnar létust. Myndbönd sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum sýna herþotuna hrapa til jarðar.

Flugvélin sem hrapaði var af Sukhoi-gerð. Þetta er í annað sinn á innan við viku sem Sukhoi-þota hrapar til jarðar í íbúabyggð.

Igor Kobzev, héraðsstjóri Irkutsk segir að þotan hafi hrapað á tveggja hæð hús. Engan á jörðu niðri sakaði.

Myndbönd sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum sýna hvernig þotan hrapaði nánast lóðrétt til jarðar. Töluverð sprenging varð þegar þotan skall á húsinu.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×