Mjög dapurlegt að fjölskylda sé í þessari stöðu Snorri Másson skrifar 23. október 2022 16:47 Steinunn Þórðardóttir, öldrunarlæknir og formaður Læknafélags Íslands. Vísir/Einar Það er grafalvarlegt að mæður þurfi að flytja sig á milli landshluta til að fæða börn, þegar þjónustan ætti að vera til staðar í nærumhverfinu, að sögn formanns Læknafélags Íslands. Snjóhengja vofi yfir kerfinu þar sem kynslóð héraðslækna sem sættir sig við óboðlegar vinnuaðstæður sé á leið á eftirlaun. Sagt var frá því í fréttum í gær að barnshafandi kona á Egilsstöðum þurfi að flytja með alla fjölskyldu sína til Akureyrar yfir jólin, þar sem fæðingardeildin verður ekki starfandi í Neskaupstað yfir hátíðirnar. Skurðlæknirinn, sem þarf að vera til halds og trausts, er í fríi og afleysing fæst ekki. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands segir að Íslendingar búi við læknaskort á öllum stofnunum, en að landsbyggðin sé fyrsti staðurinn þar sem það kemur upp og verður skýrt, að þjónustan er einfaldlega ekki til staðar. „Mér finnst þetta náttúrulega bara grafalvarlegt og mjög dapurlegt að þessi fjölskylda sé í þessari stöðu. Þetta er svo sem ekkert sem kemur okkur á óvart því að við í Læknafélaginu höfum undanfarið verið að benda á þessa alvarlegu stöðu víðs vegar um landið, þar sem læknamönnun hangir algerlega á bláþræði. Þetta er að mínu mati kannski bara upphafið að fleiri svona dæmum,“ segir Steinunn í samtali við fréttastofu. Viðtal við S Til skemmri tíma segir Steinunn að einfaldlega þurfi að hækka launin til að fá lækna til starfa út á land en til lengri tíma þurfi að fjölga í hópi þeirra sem eru tilbúnir að starfa úti á landi. Starfsaðstæðurnar séu oft óboðlegar, þar sem það er í höndum einstakra lækna að finna afleysingu fyrir sjálfa sig ef þeir vilja komast í frí. Steinunn segir stjórnvöld þurfa að bregðast við því að kynslóð héraðslækna sem líta á það sem hlutverk sitt að vera á sólarhringsvakt allt árið um kring sé að eldast. „Þessir menn, þetta eru sérstaklega eldri karlmenn, hafa náttúrulega staðið sína vakt með ótrúlegum sóma en þetta er ekkert sem við getum stólað á til framtíðar. Þannig að það verður breyting á viðhorfi lækna til vinnu, það verður enginn tilbúinn til að vera á vaktinni alltaf alla daga. Við munum þurfa fleiri lækna til að manna héröðin bara innan nokkurra ára, vegna þess að flestir þessara lækna eru að fara á eftirlaun. Þannig að þetta er ákveðin snjóhengja sem þarna er til staðar,“ segir Steinunn. Þegar konur þurfa að fara úr héraði til að fæða sín börn, fellur fæðingartíðnin líka niður í héraði, í þessu tilviki á Austurlandi. Steinunn varar við því að þá getur farið að molna hægt og rólega undan starfsemi sem er þó til staðar og hefur allar forsendur til að vera öflug áfram. Heilbrigðismál Byggðamál Heilbrigðisstofnun Austurlands Börn og uppeldi Tengdar fréttir Flytja til Akureyrar frá Egilsstöðum yfir jólin enda ekki í boði að fæða fyrir austan Barnshafandi kona á Egilsstöðum þarf að flytja alla fjölskyldu sína til Akureyrar yfir jólin þar sem ljóst þykir að hún muni ekki geta fætt barn í Neskaupstað. Þar finnst enginn skurðlæknir til að vera á vakt. Þetta er ástand sem þarf að breytast, segir konan, sem sjálf er hjúkrunarfræðingur. Aðeins er hægt að ganga út frá fæðingarþjónustu vísri árið um kring á þremur stöðum á landinu. 22. október 2022 18:31 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Fleiri fréttir Ekki slys á gangandi vegfarenda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Sjá meira
Sagt var frá því í fréttum í gær að barnshafandi kona á Egilsstöðum þurfi að flytja með alla fjölskyldu sína til Akureyrar yfir jólin, þar sem fæðingardeildin verður ekki starfandi í Neskaupstað yfir hátíðirnar. Skurðlæknirinn, sem þarf að vera til halds og trausts, er í fríi og afleysing fæst ekki. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands segir að Íslendingar búi við læknaskort á öllum stofnunum, en að landsbyggðin sé fyrsti staðurinn þar sem það kemur upp og verður skýrt, að þjónustan er einfaldlega ekki til staðar. „Mér finnst þetta náttúrulega bara grafalvarlegt og mjög dapurlegt að þessi fjölskylda sé í þessari stöðu. Þetta er svo sem ekkert sem kemur okkur á óvart því að við í Læknafélaginu höfum undanfarið verið að benda á þessa alvarlegu stöðu víðs vegar um landið, þar sem læknamönnun hangir algerlega á bláþræði. Þetta er að mínu mati kannski bara upphafið að fleiri svona dæmum,“ segir Steinunn í samtali við fréttastofu. Viðtal við S Til skemmri tíma segir Steinunn að einfaldlega þurfi að hækka launin til að fá lækna til starfa út á land en til lengri tíma þurfi að fjölga í hópi þeirra sem eru tilbúnir að starfa úti á landi. Starfsaðstæðurnar séu oft óboðlegar, þar sem það er í höndum einstakra lækna að finna afleysingu fyrir sjálfa sig ef þeir vilja komast í frí. Steinunn segir stjórnvöld þurfa að bregðast við því að kynslóð héraðslækna sem líta á það sem hlutverk sitt að vera á sólarhringsvakt allt árið um kring sé að eldast. „Þessir menn, þetta eru sérstaklega eldri karlmenn, hafa náttúrulega staðið sína vakt með ótrúlegum sóma en þetta er ekkert sem við getum stólað á til framtíðar. Þannig að það verður breyting á viðhorfi lækna til vinnu, það verður enginn tilbúinn til að vera á vaktinni alltaf alla daga. Við munum þurfa fleiri lækna til að manna héröðin bara innan nokkurra ára, vegna þess að flestir þessara lækna eru að fara á eftirlaun. Þannig að þetta er ákveðin snjóhengja sem þarna er til staðar,“ segir Steinunn. Þegar konur þurfa að fara úr héraði til að fæða sín börn, fellur fæðingartíðnin líka niður í héraði, í þessu tilviki á Austurlandi. Steinunn varar við því að þá getur farið að molna hægt og rólega undan starfsemi sem er þó til staðar og hefur allar forsendur til að vera öflug áfram.
Heilbrigðismál Byggðamál Heilbrigðisstofnun Austurlands Börn og uppeldi Tengdar fréttir Flytja til Akureyrar frá Egilsstöðum yfir jólin enda ekki í boði að fæða fyrir austan Barnshafandi kona á Egilsstöðum þarf að flytja alla fjölskyldu sína til Akureyrar yfir jólin þar sem ljóst þykir að hún muni ekki geta fætt barn í Neskaupstað. Þar finnst enginn skurðlæknir til að vera á vakt. Þetta er ástand sem þarf að breytast, segir konan, sem sjálf er hjúkrunarfræðingur. Aðeins er hægt að ganga út frá fæðingarþjónustu vísri árið um kring á þremur stöðum á landinu. 22. október 2022 18:31 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Fleiri fréttir Ekki slys á gangandi vegfarenda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Sjá meira
Flytja til Akureyrar frá Egilsstöðum yfir jólin enda ekki í boði að fæða fyrir austan Barnshafandi kona á Egilsstöðum þarf að flytja alla fjölskyldu sína til Akureyrar yfir jólin þar sem ljóst þykir að hún muni ekki geta fætt barn í Neskaupstað. Þar finnst enginn skurðlæknir til að vera á vakt. Þetta er ástand sem þarf að breytast, segir konan, sem sjálf er hjúkrunarfræðingur. Aðeins er hægt að ganga út frá fæðingarþjónustu vísri árið um kring á þremur stöðum á landinu. 22. október 2022 18:31