Allar líkur á að Boris Johnson snúi aftur til leiks Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. október 2022 21:53 Kveðjustund Borisar fyrir framan Downing stræti 10. Nú eru allar líkur taldar á því að hann geri tilraun til að komast aftur til valda, aðeins 45 dögum frá afsögn sinni. AP/Stefan Rousseau Boris Johnson, sem var forsætisráðherra Bretlands fyrir aðeins 46 dögum, er talinn líklegur til þess að gefa kost á sér í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem fer fram í næstu viku. Þetta er mat Baldurs Þórhallsonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hann var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Aðeins Penny Mordaunt hefur gefið kost á sér þegar þetta er skrifað og aðeins eru um 60 klukkustundir þar til framboðsfrestur rennur úr. Stjórnmálaskýrendur þar ytra telja hana ekki hafa eins mikinn meðbyr og í síðustu kosningum. Sem stendur nýtur Rishi Sunak, sem beið lægri hlut í kosningeinvígi gegn Liz Truss, mesta stuðnings flokksmanna Íhaldsflokksins en breska ríkisútvarpið hefur greint frá því að hann nálgist 100 þingmenn sem er einmitt sá þingmannastuðningur sem þarf til að verða leiðtogi flokksins. „Svo er kötturinn í sekknum, sem er að koma fram. Það er enginn annar en Boris Johnson. Það eru allar líkur taldar á því að hann muni slá til. Hann er að fá mikinn stuðning úr þingmannaliði Íhaldsflokksins þessa dagana; margir fyrrverandi ráðherrar og tugir þingmanna Íhaldsflokksins sem komu fram í dag og sögðust myndu styðja hann,“ segir Baldur. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Boris njóti stuðnings um 44 þingmanna. Penny Mordaunt er sögð njóta stuðnings 22 þingmanna. Þinglið Íhaldsflokksins mun kjósa tvo þingmenn sem almennir flokksmenn munu svo gera upp á milli í netkosningum fram að næsta föstudag. Spurður að því hvaða áhrif það muni hafa á stjórnmálaástand í Bretlandi, snúi Boris aftur svo skömmu eftir afsögn segir Baldur að óöld innan Íhaldsflokksins myndi áfram ríkja. „Núna bara fyrir nokkrum mínútum lýsti William Hague, fyrrverandi formaður Íhaldsflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, því yfir að það yrði hreinn hryllingur ef að Boris Johnson yrði aftur leiðtogi og forsætisráðherra. Það mætti bara alls ekki gerast fyrir land og þjóð,“ segir Baldur. Boris muni ekki sameina flokkinn og halda áfram sömu braut og Liz Truss hafi verið komin á, á endanum með ríkisfjármálin. Varðandi fylgi flokksins, sem hefur hrunið algjörlega hrunið á síðustu vikum, telur Baldur ómögulegt að segja til um hvernig það muni þróast en ljóst sé að erfitt muni reynast að endurheimta traust kjósenda vegna efnahagsstefnunnar. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, fór einnig gaumgæfilega yfir stjórnmálaástand Breta í kvöldfréttum Stöðvar 2: Bretland Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Hann var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Aðeins Penny Mordaunt hefur gefið kost á sér þegar þetta er skrifað og aðeins eru um 60 klukkustundir þar til framboðsfrestur rennur úr. Stjórnmálaskýrendur þar ytra telja hana ekki hafa eins mikinn meðbyr og í síðustu kosningum. Sem stendur nýtur Rishi Sunak, sem beið lægri hlut í kosningeinvígi gegn Liz Truss, mesta stuðnings flokksmanna Íhaldsflokksins en breska ríkisútvarpið hefur greint frá því að hann nálgist 100 þingmenn sem er einmitt sá þingmannastuðningur sem þarf til að verða leiðtogi flokksins. „Svo er kötturinn í sekknum, sem er að koma fram. Það er enginn annar en Boris Johnson. Það eru allar líkur taldar á því að hann muni slá til. Hann er að fá mikinn stuðning úr þingmannaliði Íhaldsflokksins þessa dagana; margir fyrrverandi ráðherrar og tugir þingmanna Íhaldsflokksins sem komu fram í dag og sögðust myndu styðja hann,“ segir Baldur. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Boris njóti stuðnings um 44 þingmanna. Penny Mordaunt er sögð njóta stuðnings 22 þingmanna. Þinglið Íhaldsflokksins mun kjósa tvo þingmenn sem almennir flokksmenn munu svo gera upp á milli í netkosningum fram að næsta föstudag. Spurður að því hvaða áhrif það muni hafa á stjórnmálaástand í Bretlandi, snúi Boris aftur svo skömmu eftir afsögn segir Baldur að óöld innan Íhaldsflokksins myndi áfram ríkja. „Núna bara fyrir nokkrum mínútum lýsti William Hague, fyrrverandi formaður Íhaldsflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, því yfir að það yrði hreinn hryllingur ef að Boris Johnson yrði aftur leiðtogi og forsætisráðherra. Það mætti bara alls ekki gerast fyrir land og þjóð,“ segir Baldur. Boris muni ekki sameina flokkinn og halda áfram sömu braut og Liz Truss hafi verið komin á, á endanum með ríkisfjármálin. Varðandi fylgi flokksins, sem hefur hrunið algjörlega hrunið á síðustu vikum, telur Baldur ómögulegt að segja til um hvernig það muni þróast en ljóst sé að erfitt muni reynast að endurheimta traust kjósenda vegna efnahagsstefnunnar. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, fór einnig gaumgæfilega yfir stjórnmálaástand Breta í kvöldfréttum Stöðvar 2:
Bretland Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira