Allar líkur á að Boris Johnson snúi aftur til leiks Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. október 2022 21:53 Kveðjustund Borisar fyrir framan Downing stræti 10. Nú eru allar líkur taldar á því að hann geri tilraun til að komast aftur til valda, aðeins 45 dögum frá afsögn sinni. AP/Stefan Rousseau Boris Johnson, sem var forsætisráðherra Bretlands fyrir aðeins 46 dögum, er talinn líklegur til þess að gefa kost á sér í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem fer fram í næstu viku. Þetta er mat Baldurs Þórhallsonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hann var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Aðeins Penny Mordaunt hefur gefið kost á sér þegar þetta er skrifað og aðeins eru um 60 klukkustundir þar til framboðsfrestur rennur úr. Stjórnmálaskýrendur þar ytra telja hana ekki hafa eins mikinn meðbyr og í síðustu kosningum. Sem stendur nýtur Rishi Sunak, sem beið lægri hlut í kosningeinvígi gegn Liz Truss, mesta stuðnings flokksmanna Íhaldsflokksins en breska ríkisútvarpið hefur greint frá því að hann nálgist 100 þingmenn sem er einmitt sá þingmannastuðningur sem þarf til að verða leiðtogi flokksins. „Svo er kötturinn í sekknum, sem er að koma fram. Það er enginn annar en Boris Johnson. Það eru allar líkur taldar á því að hann muni slá til. Hann er að fá mikinn stuðning úr þingmannaliði Íhaldsflokksins þessa dagana; margir fyrrverandi ráðherrar og tugir þingmanna Íhaldsflokksins sem komu fram í dag og sögðust myndu styðja hann,“ segir Baldur. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Boris njóti stuðnings um 44 þingmanna. Penny Mordaunt er sögð njóta stuðnings 22 þingmanna. Þinglið Íhaldsflokksins mun kjósa tvo þingmenn sem almennir flokksmenn munu svo gera upp á milli í netkosningum fram að næsta föstudag. Spurður að því hvaða áhrif það muni hafa á stjórnmálaástand í Bretlandi, snúi Boris aftur svo skömmu eftir afsögn segir Baldur að óöld innan Íhaldsflokksins myndi áfram ríkja. „Núna bara fyrir nokkrum mínútum lýsti William Hague, fyrrverandi formaður Íhaldsflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, því yfir að það yrði hreinn hryllingur ef að Boris Johnson yrði aftur leiðtogi og forsætisráðherra. Það mætti bara alls ekki gerast fyrir land og þjóð,“ segir Baldur. Boris muni ekki sameina flokkinn og halda áfram sömu braut og Liz Truss hafi verið komin á, á endanum með ríkisfjármálin. Varðandi fylgi flokksins, sem hefur hrunið algjörlega hrunið á síðustu vikum, telur Baldur ómögulegt að segja til um hvernig það muni þróast en ljóst sé að erfitt muni reynast að endurheimta traust kjósenda vegna efnahagsstefnunnar. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, fór einnig gaumgæfilega yfir stjórnmálaástand Breta í kvöldfréttum Stöðvar 2: Bretland Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Hann var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Aðeins Penny Mordaunt hefur gefið kost á sér þegar þetta er skrifað og aðeins eru um 60 klukkustundir þar til framboðsfrestur rennur úr. Stjórnmálaskýrendur þar ytra telja hana ekki hafa eins mikinn meðbyr og í síðustu kosningum. Sem stendur nýtur Rishi Sunak, sem beið lægri hlut í kosningeinvígi gegn Liz Truss, mesta stuðnings flokksmanna Íhaldsflokksins en breska ríkisútvarpið hefur greint frá því að hann nálgist 100 þingmenn sem er einmitt sá þingmannastuðningur sem þarf til að verða leiðtogi flokksins. „Svo er kötturinn í sekknum, sem er að koma fram. Það er enginn annar en Boris Johnson. Það eru allar líkur taldar á því að hann muni slá til. Hann er að fá mikinn stuðning úr þingmannaliði Íhaldsflokksins þessa dagana; margir fyrrverandi ráðherrar og tugir þingmanna Íhaldsflokksins sem komu fram í dag og sögðust myndu styðja hann,“ segir Baldur. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Boris njóti stuðnings um 44 þingmanna. Penny Mordaunt er sögð njóta stuðnings 22 þingmanna. Þinglið Íhaldsflokksins mun kjósa tvo þingmenn sem almennir flokksmenn munu svo gera upp á milli í netkosningum fram að næsta föstudag. Spurður að því hvaða áhrif það muni hafa á stjórnmálaástand í Bretlandi, snúi Boris aftur svo skömmu eftir afsögn segir Baldur að óöld innan Íhaldsflokksins myndi áfram ríkja. „Núna bara fyrir nokkrum mínútum lýsti William Hague, fyrrverandi formaður Íhaldsflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, því yfir að það yrði hreinn hryllingur ef að Boris Johnson yrði aftur leiðtogi og forsætisráðherra. Það mætti bara alls ekki gerast fyrir land og þjóð,“ segir Baldur. Boris muni ekki sameina flokkinn og halda áfram sömu braut og Liz Truss hafi verið komin á, á endanum með ríkisfjármálin. Varðandi fylgi flokksins, sem hefur hrunið algjörlega hrunið á síðustu vikum, telur Baldur ómögulegt að segja til um hvernig það muni þróast en ljóst sé að erfitt muni reynast að endurheimta traust kjósenda vegna efnahagsstefnunnar. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, fór einnig gaumgæfilega yfir stjórnmálaástand Breta í kvöldfréttum Stöðvar 2:
Bretland Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira