Katrín ósammála því að hér ríki stjórnlaust ástand Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. október 2022 13:44 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra hafnar því að hér á landi ríki stjórnlaust ástand í útlendingamálum, líkt og dómsmálaráðherra hefur haldið fram. Fjöldi flóttamanna eigi sér eðlilegar skýringar og byggi á ákvörðunum stjórnvalda. Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun spurði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, forsætisráðherra um afstöðu hennar gagnvart frekari hindrunum í flóttamannakerfinu, líkt og Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur boðað. Hann sagði í vikunni ástandið vera stjórnlaust, móttökukerfið of opið og hefur boðað hertar reglur sem hann ætlar að kynna fyrir ríkisstjórn á næstunni. Katrín Jakobsdóttir sagði á Alþingi í morgun að aukinn fjöldi flóttamanna ætti sér eðlilegar skýringar og benti á að langflest sem hingað hafi leitað komi frá Úkraínu; eða um 1.900 af um 3.100. „Og ég hef ekki skilið annað en að við séum öll sammála um þá ákvörðun að opna dyr okkar fyrir fólki sem leitar skjóls vegna þeirra skelfilegu stríðsátaka sem þar standa,“ sagði Katrín. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra stefnir að því að kynna tillögur að hertum reglum í útlendingamálum á næstunni.Stöð 2/Egill Dómsmálaráðherra sagði jafnframt í umræðum um landamærafrumvarp á Alþingi í vikunni að „fólk væri að koma í hópum frá Venesúela“. Katrín rakti í ræðu sinni að fjöldi fólks þaðan, líkt og fjöldi Úkraínumanna, skýrist af stjórnvaldsákvörðun, eða úrskurði kærunefndar útlendingamála sem vísar til slæmrar stöðu í Venesúela og byggir á leiðbeiningum Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. „Því get ég ekki tekið undir að hér sé stjórnlaust ástand. Þetta eru ákvarðanir sem hafa verið teknar og þegar við lítum á önnur þau sem hingað hafa komið er sá fjöldi í sjálfu sér ekkert umfram það sem ætla mætti að væri eðlilegt.“ Hún sagði stöðuna þó vissulega skapa álag í til dæmis húsnæðismálum og skólakerfinu. „Meðal annars út af þessum ástæðum hef ég stofnað ráðherranefnd um málefni útlendinga þar sem ætlunin er að fara heildstætt yfir þessi mál.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira
Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun spurði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, forsætisráðherra um afstöðu hennar gagnvart frekari hindrunum í flóttamannakerfinu, líkt og Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur boðað. Hann sagði í vikunni ástandið vera stjórnlaust, móttökukerfið of opið og hefur boðað hertar reglur sem hann ætlar að kynna fyrir ríkisstjórn á næstunni. Katrín Jakobsdóttir sagði á Alþingi í morgun að aukinn fjöldi flóttamanna ætti sér eðlilegar skýringar og benti á að langflest sem hingað hafi leitað komi frá Úkraínu; eða um 1.900 af um 3.100. „Og ég hef ekki skilið annað en að við séum öll sammála um þá ákvörðun að opna dyr okkar fyrir fólki sem leitar skjóls vegna þeirra skelfilegu stríðsátaka sem þar standa,“ sagði Katrín. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra stefnir að því að kynna tillögur að hertum reglum í útlendingamálum á næstunni.Stöð 2/Egill Dómsmálaráðherra sagði jafnframt í umræðum um landamærafrumvarp á Alþingi í vikunni að „fólk væri að koma í hópum frá Venesúela“. Katrín rakti í ræðu sinni að fjöldi fólks þaðan, líkt og fjöldi Úkraínumanna, skýrist af stjórnvaldsákvörðun, eða úrskurði kærunefndar útlendingamála sem vísar til slæmrar stöðu í Venesúela og byggir á leiðbeiningum Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. „Því get ég ekki tekið undir að hér sé stjórnlaust ástand. Þetta eru ákvarðanir sem hafa verið teknar og þegar við lítum á önnur þau sem hingað hafa komið er sá fjöldi í sjálfu sér ekkert umfram það sem ætla mætti að væri eðlilegt.“ Hún sagði stöðuna þó vissulega skapa álag í til dæmis húsnæðismálum og skólakerfinu. „Meðal annars út af þessum ástæðum hef ég stofnað ráðherranefnd um málefni útlendinga þar sem ætlunin er að fara heildstætt yfir þessi mál.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira