Reykjavíkurborg hunsi úthverfin þegar kemur að fegrun Bjarki Sigurðsson skrifar 21. október 2022 13:31 Fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar voru afhentar af borgarstjórn miðvikudaginn 19. október. Tæplega sjötíu prósent af Fegrunarviðurkenningum Reykjavíkurborgar síðustu tíu ár hefur farið til lóða í Miðborginni eða Vesturbænum. Borgarfulltrúi Flokks fólksins gagnrýnir að úthverfin séu oftar en ekki skilin eftir. Þau hafa fengið einungis tæp tíu prósent viðurkenninga. Borgarfulltrúi Flokks fólksins, Kolbrún Baldursdóttir, vakti athygli á málinu á fundi borgarráðs Reykjavíkurborgar í gær. Í bókun hennar við afgreiðslu viðurkenninganna segir hún að það þurfi að leggja áherslu á að dreifa valinu betur. „Það hefur verið lenska meirihlutans að einblína á ákveðinn miðsvæðis hring og hér er það enn og aftur gert. Reykjavík er stærri en einn miðsvæðisblettur. Aftur er spurt af hverju ekki megi horfa til annarra hverfa, t.d. Breiðholts, Árbæjar og Grafarvogs, ekki síst þegar kemur að vali fyrir falleg hús og lóðir,“ segir í bókun Kolbrúnar. 43 á móti sex Þessi gagnrýni Kolbrúnar á við rök að styðjast en frá árinu 2013 hafa 63 lóðir hlotið Fegrunarviðurkenningu Reykjavíkurborgar. Lóðir í Miðborginni eða Vesturbænum hafa fengið 43 þeirra, 68 prósent allra viðurkenninga. Úthverfi borgarinnar, Árbær, Breiðholt, Grafarholt, Grafarvogur og Úlfarsárdalur, hafa einungis fengið sex þessara viðurkenninga. Tvær fóru til Árbæjar, báðar vegna lóða við Hádegismóa, þrjár til Breiðholtsins, tvær fyrir Maríubakka og ein fyrir Engjasel, og ein til Grafarvogs fyrir Starengi. Miðborgin og Vesturbærin skara af þegar kemur að viðurkenningum fyrir fegrun.Vísir/Kristján „Að fá viðurkenningu af þessu tagi er hvatning fyrir fólk til að fegra umhverfi sitt. Hugmynd Flokks fólksins um að velja mætti eitt hús í hverju hverfi til að veita viðurkenningu hefur í tvígang verið lögð fram en hefur ekki náð eyrum skipulagsyfirvalda. Virkja mætti íbúðaráðin í þessu sambandi eða kalla eftir með skýrari hætti tilnefningum úr öllum hverfum,“ segir Kolbrún enn fremur. Elstu húsin í Miðborg og Vesturbæ Borgarráðsfulltrúar meirihlutans í borgarstjórn segja að fegrunarviðurkenningarnar gangi út á að lyfta þeim verkefnum í endurgerð húsa og lóða þar sem vandað hefur verið til verka. „Eins og gefur að skilja eru flest húsaverkefnin í miðborginni þar sem elstu húsin eru. Þá eru einnig veittar viðurkenningar fyrir endurgerð lóða og lóðafrágang sem miðast ekki endilega við miðborgina,“ segir í bókun meirihlutans frá fundi borgarráðs. Verðlaunin í ár fóru til Freyjugötu 41, Nauthólsvegar 83, Stýrimannastígs 9, Mjóstræti 6 og Vesturgötu 51A. Einungis Nauthólsvegur er ekki í hverfi 101 og er í hverfi 102. Reykjavík Borgarstjórn Arkitektúr Hús og heimili Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Borgarfulltrúi Flokks fólksins, Kolbrún Baldursdóttir, vakti athygli á málinu á fundi borgarráðs Reykjavíkurborgar í gær. Í bókun hennar við afgreiðslu viðurkenninganna segir hún að það þurfi að leggja áherslu á að dreifa valinu betur. „Það hefur verið lenska meirihlutans að einblína á ákveðinn miðsvæðis hring og hér er það enn og aftur gert. Reykjavík er stærri en einn miðsvæðisblettur. Aftur er spurt af hverju ekki megi horfa til annarra hverfa, t.d. Breiðholts, Árbæjar og Grafarvogs, ekki síst þegar kemur að vali fyrir falleg hús og lóðir,“ segir í bókun Kolbrúnar. 43 á móti sex Þessi gagnrýni Kolbrúnar á við rök að styðjast en frá árinu 2013 hafa 63 lóðir hlotið Fegrunarviðurkenningu Reykjavíkurborgar. Lóðir í Miðborginni eða Vesturbænum hafa fengið 43 þeirra, 68 prósent allra viðurkenninga. Úthverfi borgarinnar, Árbær, Breiðholt, Grafarholt, Grafarvogur og Úlfarsárdalur, hafa einungis fengið sex þessara viðurkenninga. Tvær fóru til Árbæjar, báðar vegna lóða við Hádegismóa, þrjár til Breiðholtsins, tvær fyrir Maríubakka og ein fyrir Engjasel, og ein til Grafarvogs fyrir Starengi. Miðborgin og Vesturbærin skara af þegar kemur að viðurkenningum fyrir fegrun.Vísir/Kristján „Að fá viðurkenningu af þessu tagi er hvatning fyrir fólk til að fegra umhverfi sitt. Hugmynd Flokks fólksins um að velja mætti eitt hús í hverju hverfi til að veita viðurkenningu hefur í tvígang verið lögð fram en hefur ekki náð eyrum skipulagsyfirvalda. Virkja mætti íbúðaráðin í þessu sambandi eða kalla eftir með skýrari hætti tilnefningum úr öllum hverfum,“ segir Kolbrún enn fremur. Elstu húsin í Miðborg og Vesturbæ Borgarráðsfulltrúar meirihlutans í borgarstjórn segja að fegrunarviðurkenningarnar gangi út á að lyfta þeim verkefnum í endurgerð húsa og lóða þar sem vandað hefur verið til verka. „Eins og gefur að skilja eru flest húsaverkefnin í miðborginni þar sem elstu húsin eru. Þá eru einnig veittar viðurkenningar fyrir endurgerð lóða og lóðafrágang sem miðast ekki endilega við miðborgina,“ segir í bókun meirihlutans frá fundi borgarráðs. Verðlaunin í ár fóru til Freyjugötu 41, Nauthólsvegar 83, Stýrimannastígs 9, Mjóstræti 6 og Vesturgötu 51A. Einungis Nauthólsvegur er ekki í hverfi 101 og er í hverfi 102.
Reykjavík Borgarstjórn Arkitektúr Hús og heimili Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent