Tunglið gæti hafa myndast á nokkrum klukkustundum Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2022 15:04 Við árekstur jarðarinnar og annarrar frumreikistjörnu hefði efni spýst út í geim og myndaði tunglið á braut um jörðina samkvæmt hermun öflugs tölvulíkans. NASA Mögulegt er að tunglið hafi myndast mun hraðar en talið hefur verið fram að þessu. Hermun tölvulíkans bendir til þess að það kunni að hafa myndast á aðeins nokkrum klukkustundum eftir árekstur jarðarinnar við aðra frumreikistjörnu. Leiðandi tilgátur um myndun tunglsins er að það hafi orðið til úr braki frá árekstri fyrirbæris á stærð við Mars, sem hefur verið nefnt Þeia, og jarðarinnar í árdaga sólkerfisins fyrir milljörðum ára. Brakið hafi runnið saman á braut um jörðina og myndað tunglið á mánuðum eða árum. Ný rannsókn vísindamanna hjá bandarísku geimvísindastofnunni NASA og Durham-háskóla, sem byggir á hermilíkani sem var keyrt með ofurtölvum, bendir til þess að tunglið hafi myndast nánast samstundis við áreksturinn. Líkanið er sagt eitt það nákvæmasta sinnar tegundar en eldri líkön hafi misst af mikilvægum þáttum í eðli risavaxinna árekstra af þessu tagi, að því er segir í tilkynningu á vef NASA. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Astrophysical Journal Letters. Þó að eldri tilgátur hafi skýrt suma eiginleika tunglsins vel, þar á meðal massa þess og sporbraut um jörðina, hafa þær ekki geta svarað öðrum spurningum eins og hvers vegna efnasamsetning tunglsins og jarðarinnar er svo lík sem raun ber vitni. Það þykir benda til þess að tunglið sé að megninu til sett saman úr efni úr þessari frumjörð. Fyrri tilgátur hafa gengið út frá því að það hafi fyrst og fremst verið efni úr Þeiu sem dreifðist á braut um jörðu eftir áreksturinn. Líkindi tunglsins og jarðarinnar gætu þá aðeins skýrst af því að Þeiu hafi einnig svipað mjög til jarðarinnar. Það telja vísindamennirnir ósennilega tilviljun. Ef tunglið myndaðist raunverulega nánast samstundis eftir áreksturinn eins og nýja rannsóknin bendir til kæmi það vel heim og saman við aðra eiginleika tunglsins sem ekki hefur tekist að skýra, þar á meðal skáhalla braut þess um jörðina og þunna skorpu þess. Tilgátan væri þannig sú heildstæðasta um uppruna tunglsins til þessa. Til þess að sannreyna tilgátuna þarf jarðsýni frá svæðum á tunglinu sem hafa ekki verið könnuð áður og dýrpa úr jarðskorpu þess. NASA hefur áform um að senda menn til tunglsins með Artemis-áætluninni svonefndu. Gangi hún eftir lentu menn í fyrsta lagi á tunglinu á síðari hluta þessa áratugs. Áætlunin hefur þegar tafist vegna vandræðagangs við tilraunageimskot. Tunglið Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Ætla ekki að reyna aftur í bráð Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) munu ekki reyna að skjóta Artemis-1 af stað til tunglsins á næstu dögum. Til stendur að flytja Space Launch System-eldflaugina og Orion geimfarið aftur af skotpalli í Flórída, náist ekki að laga leka sem kom á tanka eldflaugarinnar á skotpallinum. 4. september 2022 08:04 Hætt við fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa hætt við að skjóta fyrsta geimfari Artemis-áætlunarinnar á loft í dag. Var það gert vegna bilunar í einum af fjórum aðalhreyflum Space Launch System-eldflaugarinnar. 29. ágúst 2022 09:31 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Leiðandi tilgátur um myndun tunglsins er að það hafi orðið til úr braki frá árekstri fyrirbæris á stærð við Mars, sem hefur verið nefnt Þeia, og jarðarinnar í árdaga sólkerfisins fyrir milljörðum ára. Brakið hafi runnið saman á braut um jörðina og myndað tunglið á mánuðum eða árum. Ný rannsókn vísindamanna hjá bandarísku geimvísindastofnunni NASA og Durham-háskóla, sem byggir á hermilíkani sem var keyrt með ofurtölvum, bendir til þess að tunglið hafi myndast nánast samstundis við áreksturinn. Líkanið er sagt eitt það nákvæmasta sinnar tegundar en eldri líkön hafi misst af mikilvægum þáttum í eðli risavaxinna árekstra af þessu tagi, að því er segir í tilkynningu á vef NASA. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Astrophysical Journal Letters. Þó að eldri tilgátur hafi skýrt suma eiginleika tunglsins vel, þar á meðal massa þess og sporbraut um jörðina, hafa þær ekki geta svarað öðrum spurningum eins og hvers vegna efnasamsetning tunglsins og jarðarinnar er svo lík sem raun ber vitni. Það þykir benda til þess að tunglið sé að megninu til sett saman úr efni úr þessari frumjörð. Fyrri tilgátur hafa gengið út frá því að það hafi fyrst og fremst verið efni úr Þeiu sem dreifðist á braut um jörðu eftir áreksturinn. Líkindi tunglsins og jarðarinnar gætu þá aðeins skýrst af því að Þeiu hafi einnig svipað mjög til jarðarinnar. Það telja vísindamennirnir ósennilega tilviljun. Ef tunglið myndaðist raunverulega nánast samstundis eftir áreksturinn eins og nýja rannsóknin bendir til kæmi það vel heim og saman við aðra eiginleika tunglsins sem ekki hefur tekist að skýra, þar á meðal skáhalla braut þess um jörðina og þunna skorpu þess. Tilgátan væri þannig sú heildstæðasta um uppruna tunglsins til þessa. Til þess að sannreyna tilgátuna þarf jarðsýni frá svæðum á tunglinu sem hafa ekki verið könnuð áður og dýrpa úr jarðskorpu þess. NASA hefur áform um að senda menn til tunglsins með Artemis-áætluninni svonefndu. Gangi hún eftir lentu menn í fyrsta lagi á tunglinu á síðari hluta þessa áratugs. Áætlunin hefur þegar tafist vegna vandræðagangs við tilraunageimskot.
Tunglið Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Ætla ekki að reyna aftur í bráð Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) munu ekki reyna að skjóta Artemis-1 af stað til tunglsins á næstu dögum. Til stendur að flytja Space Launch System-eldflaugina og Orion geimfarið aftur af skotpalli í Flórída, náist ekki að laga leka sem kom á tanka eldflaugarinnar á skotpallinum. 4. september 2022 08:04 Hætt við fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa hætt við að skjóta fyrsta geimfari Artemis-áætlunarinnar á loft í dag. Var það gert vegna bilunar í einum af fjórum aðalhreyflum Space Launch System-eldflaugarinnar. 29. ágúst 2022 09:31 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Ætla ekki að reyna aftur í bráð Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) munu ekki reyna að skjóta Artemis-1 af stað til tunglsins á næstu dögum. Til stendur að flytja Space Launch System-eldflaugina og Orion geimfarið aftur af skotpalli í Flórída, náist ekki að laga leka sem kom á tanka eldflaugarinnar á skotpallinum. 4. september 2022 08:04
Hætt við fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa hætt við að skjóta fyrsta geimfari Artemis-áætlunarinnar á loft í dag. Var það gert vegna bilunar í einum af fjórum aðalhreyflum Space Launch System-eldflaugarinnar. 29. ágúst 2022 09:31