Ætla ekki að reyna aftur í bráð Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2022 08:04 Ljósmyndarar pakka saman eftir að ákveðið var að hætta við geimskotið í gær. AP/Chris O'Meara Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) munu ekki reyna að skjóta Artemis-1 af stað til tunglsins á næstu dögum. Til stendur að flytja Space Launch System-eldflaugina og Orion geimfarið aftur af skotpalli í Flórída, náist ekki að laga leka sem kom á tanka eldflaugarinnar á skotpallinum. Til stóð að gera aðra tilraun til að skjóta geimfarinu á loft í gær en hætt var við þegar leki greindist á einum af eldsneytistönkum eldflaugarinnar og ekki tókst að stöðva hann. Síðastliðinn mánudag var hætt við fyrstu tilraunina vegna þess að ekki gekk að lækka hitastig eins af fjórum aðalhreyflum SLS-eldflaugarinnar eins og til þarf fyrir geimskot. Sjá einnig: Hættu við aðra tilraun vegna leka Næsta tímabil þegar staða jarðarinnar og tunglsins er á þann veg að hægt er að skjóta geimfarinu af stað er frá 19. september til 4. október. Skotglugginn svokallaði mun opnast fjórtán sinnum á því tímabili. Þúsundir höfðu komið sér fyrir nærri skotpallinum í Flórída til að fylgjast með geimskotinu.AP/Brynn Anderson SpaceFlightNow segir að til standi að senda nýja áhöfn til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar þann 3. október og því er óljóst hvort Artemis-1 geti verið skotið á loft á þessu tímabili. Eftir 4. október verður ekki hægt að skjóta Artemis-1 af stað fyrr en 17. október. Yfirlit yfir hvenær hægt er að skjóta geimfarinu til tunglsins má sjá hér á vef NASA. Í yfirlýsingu á vef NASA segir að næstu daga verði lekinn skoðaður nánar og ákvörðun um hvenær hægt verði að reyna aftur tekin í kjölfar þess. #Artemis Update: The team continues to troubleshoot, and plans to return with a variety of options early next week. We are standing down on any launch attempts through the current launch period, which ends Tuesday.See https://t.co/dMVnvEQcfC for more information. pic.twitter.com/cCefwG9FO0— NASA (@NASA) September 3, 2022 Fyrsta geimskotið af mörgum Þetta geimskot kallast Artemis-1. Um borð í Orion-geimfarinu verður mikið af vísindabúnaði sem vísindamenn vonast til að geta notað við undirbúning mannaðra geimferða framtíðarinnar. Auk vísindabúnaðar verða þrjár gínur um borð. Þær kallast Commander Moonikin Campos, Helga og Zohar. Campos verður búinn fjölmörgum skynjurum og íklæddur sama búning og geimfarar munu vera í á næstu árum. Hér má sjá helstu vendipunkta Artemis-1. Umborð eru einnig smáir gervihnettir sem verða meðal annars notaðir til að leita að vatni á tunglinu og kortleggja yfirborð þess. Í næsta geimskoti áætlunarinnar, Artemis-2 verður farin svipuð ferð en þá verða menn um borð. Í Artemis-3 verður svo reynt að lenda mönnum á yfirborði og verður það í fyrsta sinn sem menn fara til tunglsins frá Appollo-17 árið 1972. Vonast er til þess að Artemis-3 fari á loft árið 2025 eða 2026. Gríska gyðjan Artemis er systir guðsins Apollos. Eins og frægt er var það nafn verkefnisins sem sneri að tunglferðunum sem farnar voru á árum áður. Bandaríkin Geimurinn Tunglið Artemis-áætlunin Tengdar fréttir Opinberuðu hverjir þróa geimbúninga framtíðarinnar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur gert samninga við Axiom Space og Collins Aerospace um þróun og framleiðslu geimbúninga og búnaðar til geimgangna. Þennan búnað eiga meðal annars geimfarar Artemis-áætlunarinnar að nota á braut um jörðu og á yfirborði tunglsins. 2. júní 2022 08:00 Hættu æfingu fyrir tunglferð vegna bilunar Vísindamenn og verkfræðingar Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna lýstu því yfir í kvöld að búið væri að hætta við æfingu fyrir fyrstu tunglferð Artemis-áætlunarinnar. Það var gert eftir að tvær bilanir komu upp þegar verið var að dæla eldsneyti á Space Launch System-eldflaugina (SLS). 5. apríl 2022 21:40 Annað hvort dreifum við okkur um Vetrarbrautina eða deyjum út Mannkynið er dauðadæmt, dreifi það sér ekki um sólkerfið og jafnvel lengra en það. Án þess að mannkynið verði tegund margra reikistjarna er tölfræðilega óhjákvæmilegt að það muni þurrkast út. Hvort sem það gerist á næstu áratugum eða jafnvel milljörðum ára, þá munum við deyja og jörðin þurrkast út. 11. desember 2021 08:01 NASA horfir lengra út í geim Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa ákveðið að gera breytingar á starfseminni, sem eiga að stjórna áherslum opinberra geimferða næstu áratugina. Markmiðið er að leggja meiri áherslu á lengri geimferðir og þróun tækni sem þarf til þeirra. 28. september 2021 13:07 NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur samið við fyrirtækið SpaceX um þróun á lendingarfari sem notað verður til að lenda mönnum á tunglinu. Starfsmenn fyrirtækisins, sem er í eigu auðjöfursins Elon Musk, munu þróa sérstaka tegund Starship geimskipsins og nota það til að lenda tveimur bandarískum geimförum á tunglinu á næstu árum. 17. apríl 2021 10:25 Geimfararnir sem stefna á tunglið Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) opinberaði í gær hóp geimfara sem hafa verið valdir til að taka þátt í Artemis áætluninni. Hún snýr að því að hefja mannaðar geimferðir til tunglsins á nýjan leik og nota það sem stökkpall fyrir geimferðir lengra út í sólkerfið og þá sérstaklega til mars. 10. desember 2020 13:10 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Til stóð að gera aðra tilraun til að skjóta geimfarinu á loft í gær en hætt var við þegar leki greindist á einum af eldsneytistönkum eldflaugarinnar og ekki tókst að stöðva hann. Síðastliðinn mánudag var hætt við fyrstu tilraunina vegna þess að ekki gekk að lækka hitastig eins af fjórum aðalhreyflum SLS-eldflaugarinnar eins og til þarf fyrir geimskot. Sjá einnig: Hættu við aðra tilraun vegna leka Næsta tímabil þegar staða jarðarinnar og tunglsins er á þann veg að hægt er að skjóta geimfarinu af stað er frá 19. september til 4. október. Skotglugginn svokallaði mun opnast fjórtán sinnum á því tímabili. Þúsundir höfðu komið sér fyrir nærri skotpallinum í Flórída til að fylgjast með geimskotinu.AP/Brynn Anderson SpaceFlightNow segir að til standi að senda nýja áhöfn til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar þann 3. október og því er óljóst hvort Artemis-1 geti verið skotið á loft á þessu tímabili. Eftir 4. október verður ekki hægt að skjóta Artemis-1 af stað fyrr en 17. október. Yfirlit yfir hvenær hægt er að skjóta geimfarinu til tunglsins má sjá hér á vef NASA. Í yfirlýsingu á vef NASA segir að næstu daga verði lekinn skoðaður nánar og ákvörðun um hvenær hægt verði að reyna aftur tekin í kjölfar þess. #Artemis Update: The team continues to troubleshoot, and plans to return with a variety of options early next week. We are standing down on any launch attempts through the current launch period, which ends Tuesday.See https://t.co/dMVnvEQcfC for more information. pic.twitter.com/cCefwG9FO0— NASA (@NASA) September 3, 2022 Fyrsta geimskotið af mörgum Þetta geimskot kallast Artemis-1. Um borð í Orion-geimfarinu verður mikið af vísindabúnaði sem vísindamenn vonast til að geta notað við undirbúning mannaðra geimferða framtíðarinnar. Auk vísindabúnaðar verða þrjár gínur um borð. Þær kallast Commander Moonikin Campos, Helga og Zohar. Campos verður búinn fjölmörgum skynjurum og íklæddur sama búning og geimfarar munu vera í á næstu árum. Hér má sjá helstu vendipunkta Artemis-1. Umborð eru einnig smáir gervihnettir sem verða meðal annars notaðir til að leita að vatni á tunglinu og kortleggja yfirborð þess. Í næsta geimskoti áætlunarinnar, Artemis-2 verður farin svipuð ferð en þá verða menn um borð. Í Artemis-3 verður svo reynt að lenda mönnum á yfirborði og verður það í fyrsta sinn sem menn fara til tunglsins frá Appollo-17 árið 1972. Vonast er til þess að Artemis-3 fari á loft árið 2025 eða 2026. Gríska gyðjan Artemis er systir guðsins Apollos. Eins og frægt er var það nafn verkefnisins sem sneri að tunglferðunum sem farnar voru á árum áður.
Bandaríkin Geimurinn Tunglið Artemis-áætlunin Tengdar fréttir Opinberuðu hverjir þróa geimbúninga framtíðarinnar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur gert samninga við Axiom Space og Collins Aerospace um þróun og framleiðslu geimbúninga og búnaðar til geimgangna. Þennan búnað eiga meðal annars geimfarar Artemis-áætlunarinnar að nota á braut um jörðu og á yfirborði tunglsins. 2. júní 2022 08:00 Hættu æfingu fyrir tunglferð vegna bilunar Vísindamenn og verkfræðingar Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna lýstu því yfir í kvöld að búið væri að hætta við æfingu fyrir fyrstu tunglferð Artemis-áætlunarinnar. Það var gert eftir að tvær bilanir komu upp þegar verið var að dæla eldsneyti á Space Launch System-eldflaugina (SLS). 5. apríl 2022 21:40 Annað hvort dreifum við okkur um Vetrarbrautina eða deyjum út Mannkynið er dauðadæmt, dreifi það sér ekki um sólkerfið og jafnvel lengra en það. Án þess að mannkynið verði tegund margra reikistjarna er tölfræðilega óhjákvæmilegt að það muni þurrkast út. Hvort sem það gerist á næstu áratugum eða jafnvel milljörðum ára, þá munum við deyja og jörðin þurrkast út. 11. desember 2021 08:01 NASA horfir lengra út í geim Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa ákveðið að gera breytingar á starfseminni, sem eiga að stjórna áherslum opinberra geimferða næstu áratugina. Markmiðið er að leggja meiri áherslu á lengri geimferðir og þróun tækni sem þarf til þeirra. 28. september 2021 13:07 NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur samið við fyrirtækið SpaceX um þróun á lendingarfari sem notað verður til að lenda mönnum á tunglinu. Starfsmenn fyrirtækisins, sem er í eigu auðjöfursins Elon Musk, munu þróa sérstaka tegund Starship geimskipsins og nota það til að lenda tveimur bandarískum geimförum á tunglinu á næstu árum. 17. apríl 2021 10:25 Geimfararnir sem stefna á tunglið Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) opinberaði í gær hóp geimfara sem hafa verið valdir til að taka þátt í Artemis áætluninni. Hún snýr að því að hefja mannaðar geimferðir til tunglsins á nýjan leik og nota það sem stökkpall fyrir geimferðir lengra út í sólkerfið og þá sérstaklega til mars. 10. desember 2020 13:10 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Opinberuðu hverjir þróa geimbúninga framtíðarinnar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur gert samninga við Axiom Space og Collins Aerospace um þróun og framleiðslu geimbúninga og búnaðar til geimgangna. Þennan búnað eiga meðal annars geimfarar Artemis-áætlunarinnar að nota á braut um jörðu og á yfirborði tunglsins. 2. júní 2022 08:00
Hættu æfingu fyrir tunglferð vegna bilunar Vísindamenn og verkfræðingar Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna lýstu því yfir í kvöld að búið væri að hætta við æfingu fyrir fyrstu tunglferð Artemis-áætlunarinnar. Það var gert eftir að tvær bilanir komu upp þegar verið var að dæla eldsneyti á Space Launch System-eldflaugina (SLS). 5. apríl 2022 21:40
Annað hvort dreifum við okkur um Vetrarbrautina eða deyjum út Mannkynið er dauðadæmt, dreifi það sér ekki um sólkerfið og jafnvel lengra en það. Án þess að mannkynið verði tegund margra reikistjarna er tölfræðilega óhjákvæmilegt að það muni þurrkast út. Hvort sem það gerist á næstu áratugum eða jafnvel milljörðum ára, þá munum við deyja og jörðin þurrkast út. 11. desember 2021 08:01
NASA horfir lengra út í geim Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa ákveðið að gera breytingar á starfseminni, sem eiga að stjórna áherslum opinberra geimferða næstu áratugina. Markmiðið er að leggja meiri áherslu á lengri geimferðir og þróun tækni sem þarf til þeirra. 28. september 2021 13:07
NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur samið við fyrirtækið SpaceX um þróun á lendingarfari sem notað verður til að lenda mönnum á tunglinu. Starfsmenn fyrirtækisins, sem er í eigu auðjöfursins Elon Musk, munu þróa sérstaka tegund Starship geimskipsins og nota það til að lenda tveimur bandarískum geimförum á tunglinu á næstu árum. 17. apríl 2021 10:25
Geimfararnir sem stefna á tunglið Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) opinberaði í gær hóp geimfara sem hafa verið valdir til að taka þátt í Artemis áætluninni. Hún snýr að því að hefja mannaðar geimferðir til tunglsins á nýjan leik og nota það sem stökkpall fyrir geimferðir lengra út í sólkerfið og þá sérstaklega til mars. 10. desember 2020 13:10