„Við ætlum ekki að glutra niður þessu tækifæri“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. október 2022 13:05 Þórdís Jóna Sigurðardóttir. Nýráðinn forstjóri Menntamálastofnunar telur að með boðuðum breytingum barna- og menntamálaráðherra muni íslenska skólakerfið nútímavæðast og verða betur í stakk búið að innleiða nýjungar í kennslu. Nýrri stofnun er ætlað að vera þjónandi og styðjandi við starfsfólk skólanna. Í gær boðaði Ásmundur Einar Daðason barna-og menntamálaráðherra ákveðin straumhvörf í íslensku menntakerfi. Til þess að ná fram róttækum breytingum hyggst hann leggja niður Menntamálastofnun og setja á fót nýja og gjörbreytta stofnun en Þórdís Jóna Sigurðardóttir hefur verið ráðin til að leiða hana. Sjá nánar: Þórdís Jóna nýr forstjóri Menntamálastofnunar „Þetta verður ekki gert fyrr en ný lög verða samþykkt þannig að nú er ákveðin biðstaða en þetta er auðvitað heilmikil áskorun,“ segir Þórdís. Skólakerfið á Íslandi hefur verið gagnrýnt í árafjöld fyrir að vera ekki nægilega mikið í takti við nútímann. Heldurðu kerfið verði betur í stakk búið að taka mið af öllu því nýjasta í fræðunum, nýsköpun og tæknivæðingu með boðuðum breytingum? „Ég held að það sé nákvæmlega það sem ráðherra sér fyrir sér; þjónandi og styðjandi skólaþróun í samstarfi og samvinnu við skólana. Það þarf einhver að búa til þennan vettvang því sveitarfélög eiga oft erfitt með að sinna þessum þætti. Það er öll þessi framþróun; stuðningur við leiðtoga, stuðningur við kennslufræðilega nálgun. Við sjáum að verkefni skólanna eru alltaf að verða fleiri og flóknari og skólarnir þurfa að taka mið af flóknari aðstæðum hvort sem það varðar námið, hegðun, líðan eða félagsfærni. Nú opnist tækifæri til breytinga. „Það er bara svo mikilvægt að við séum nútímaleg og að við getum boðið hverju og einasta barni upp á það besta til að það nái að blómstra og nái þeirri farsæld sem við viljum sjá.“ Og hvað á barnið að heita? „Það er góð spurning því eitt af því sem mér finnst svo spennandi við þetta starf er að nú hefur ráðherra kynnt þessa flottu sýn og fólk heillast af en nú er verið að kalla eftir samráði, samvinnu og samtali um hvernig við eigum að láta þetta allt gerast. Þannig að við eigu öll þátt í að búa til þessa nýju stofnun og eitt af því er að svara spurningunni um hvað barnið á að heita“. Eitt er að boða breytingar og að leggja fram sýn í málaflokki en það er annað að innleiða þær. Hvernig ætlið þið að sjá til þess breytingarnar verði ekki aðeins í orði heldur líka á borði? „Það sem fær mig til að trúa því að við raunverulega getum þetta er að það er svo mikil stemning fyrir þessu. Við fundum það á fundinum í gær; þá komu bæði aðilar Kennarasambandinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga og ég hef fengið gríðarlega góð viðbrögð frá skólasamfélaginu. Ég skynja að fólk trúi því að við séum hér að fá annað tækifæri og við ætlum ekki að glutra niður þessu tækifæri heldur virkilega nýta það til að efla skólastarfið enn frekar fyrir börnin okkar því þau eiga það svo sannarlega skilið.“ Vistaskipti Skóla - og menntamál Nýsköpun Börn og uppeldi Tengdar fréttir Þórdís Jóna nýr forstjóri Menntamálastofnunar sem verður lögð niður Þórdís Jóna Sigurðardóttir er nýr forstjóri Menntamálastofnunar til næstu fimm ára. Hún mun stýra og vinna að uppbyggingu nýrrar stofnunar sem koma mun í stað Menntamálastofnunar, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 17. október 2022 10:18 Öllu starfsfólki sagt upp Menntamálastofnun verður lögð niður og öllu starfsfólki þar sagt upp í viðamiklum breytingum sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur boðað. Samhæfing og ný verkfæri í skólakerfi eru meðal annars ástæður breytingarinnar. 17. október 2022 12:00 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira
Í gær boðaði Ásmundur Einar Daðason barna-og menntamálaráðherra ákveðin straumhvörf í íslensku menntakerfi. Til þess að ná fram róttækum breytingum hyggst hann leggja niður Menntamálastofnun og setja á fót nýja og gjörbreytta stofnun en Þórdís Jóna Sigurðardóttir hefur verið ráðin til að leiða hana. Sjá nánar: Þórdís Jóna nýr forstjóri Menntamálastofnunar „Þetta verður ekki gert fyrr en ný lög verða samþykkt þannig að nú er ákveðin biðstaða en þetta er auðvitað heilmikil áskorun,“ segir Þórdís. Skólakerfið á Íslandi hefur verið gagnrýnt í árafjöld fyrir að vera ekki nægilega mikið í takti við nútímann. Heldurðu kerfið verði betur í stakk búið að taka mið af öllu því nýjasta í fræðunum, nýsköpun og tæknivæðingu með boðuðum breytingum? „Ég held að það sé nákvæmlega það sem ráðherra sér fyrir sér; þjónandi og styðjandi skólaþróun í samstarfi og samvinnu við skólana. Það þarf einhver að búa til þennan vettvang því sveitarfélög eiga oft erfitt með að sinna þessum þætti. Það er öll þessi framþróun; stuðningur við leiðtoga, stuðningur við kennslufræðilega nálgun. Við sjáum að verkefni skólanna eru alltaf að verða fleiri og flóknari og skólarnir þurfa að taka mið af flóknari aðstæðum hvort sem það varðar námið, hegðun, líðan eða félagsfærni. Nú opnist tækifæri til breytinga. „Það er bara svo mikilvægt að við séum nútímaleg og að við getum boðið hverju og einasta barni upp á það besta til að það nái að blómstra og nái þeirri farsæld sem við viljum sjá.“ Og hvað á barnið að heita? „Það er góð spurning því eitt af því sem mér finnst svo spennandi við þetta starf er að nú hefur ráðherra kynnt þessa flottu sýn og fólk heillast af en nú er verið að kalla eftir samráði, samvinnu og samtali um hvernig við eigum að láta þetta allt gerast. Þannig að við eigu öll þátt í að búa til þessa nýju stofnun og eitt af því er að svara spurningunni um hvað barnið á að heita“. Eitt er að boða breytingar og að leggja fram sýn í málaflokki en það er annað að innleiða þær. Hvernig ætlið þið að sjá til þess breytingarnar verði ekki aðeins í orði heldur líka á borði? „Það sem fær mig til að trúa því að við raunverulega getum þetta er að það er svo mikil stemning fyrir þessu. Við fundum það á fundinum í gær; þá komu bæði aðilar Kennarasambandinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga og ég hef fengið gríðarlega góð viðbrögð frá skólasamfélaginu. Ég skynja að fólk trúi því að við séum hér að fá annað tækifæri og við ætlum ekki að glutra niður þessu tækifæri heldur virkilega nýta það til að efla skólastarfið enn frekar fyrir börnin okkar því þau eiga það svo sannarlega skilið.“
Vistaskipti Skóla - og menntamál Nýsköpun Börn og uppeldi Tengdar fréttir Þórdís Jóna nýr forstjóri Menntamálastofnunar sem verður lögð niður Þórdís Jóna Sigurðardóttir er nýr forstjóri Menntamálastofnunar til næstu fimm ára. Hún mun stýra og vinna að uppbyggingu nýrrar stofnunar sem koma mun í stað Menntamálastofnunar, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 17. október 2022 10:18 Öllu starfsfólki sagt upp Menntamálastofnun verður lögð niður og öllu starfsfólki þar sagt upp í viðamiklum breytingum sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur boðað. Samhæfing og ný verkfæri í skólakerfi eru meðal annars ástæður breytingarinnar. 17. október 2022 12:00 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira
Þórdís Jóna nýr forstjóri Menntamálastofnunar sem verður lögð niður Þórdís Jóna Sigurðardóttir er nýr forstjóri Menntamálastofnunar til næstu fimm ára. Hún mun stýra og vinna að uppbyggingu nýrrar stofnunar sem koma mun í stað Menntamálastofnunar, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 17. október 2022 10:18
Öllu starfsfólki sagt upp Menntamálastofnun verður lögð niður og öllu starfsfólki þar sagt upp í viðamiklum breytingum sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur boðað. Samhæfing og ný verkfæri í skólakerfi eru meðal annars ástæður breytingarinnar. 17. október 2022 12:00