Þórdís Jóna nýr forstjóri Menntamálastofnunar sem verður lögð niður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. október 2022 10:18 Þórdís Jóna Sigurðardóttir. Þórdís Jóna Sigurðardóttir er nýr forstjóri Menntamálastofnunar til næstu fimm ára. Hún mun stýra og vinna að uppbyggingu nýrrar stofnunar sem koma mun í stað Menntamálastofnunar, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Það er Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra sem skipar Þórdísi Jónu. Thelma Cl. Þórðardóttir lögfræðingur hefur gegnt forstjórastöðunni síðan Arnór Guðmundsson lét af störfum þann 1. mars eftir sjö ára starf. Í tilkynningunni segir að hlutverk nýrrar stofnunar sé að tryggja gæði menntunar og aðgengi allra nemenda, foreldra og starfsfólks skóla að samþættri, heildstæðri skólaþjónustu á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi. Þórdís Jóna var metin hæfust úr hópi fjölda hæfra umsækjenda að fenginni umsögn frá ráðgefandi hæfninefnd. Samkvæmt heimildum fréttastofu var starfsfólki Menntamálastofnunar tilkynnt um fyrirhugaðar breytingar á fundi með Ernu Kristínu Blöndal ráðuneytisstjóra í mennta- og barnamálaráðuneytinu í morgun. Þar kom meðal annars fram að starfsfólki við stofnunina verði sagt upp við fyrirhugaðar breytingar. Leggja niður Menntamálastofnun Ásmundur Einar kynnir í dag viðamiklar breytingar sem ráðist verður í á menntakerfinu. Skólaþjónusta verður styrkt þvert á skólastig með nýjum heildarlögum um skólaþjónustu og nýrri stofnun. Menntamálastofnun verður lögð niður. Hlutverk nýrrar stofnunar er að tryggja gæði menntunar og aðgengi allra nemenda, foreldra og starfsfólks skóla að samþættri, heildstæðri skólaþjónustu á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi. Arnór Guðmundsson var skipaður forstjóri Menntamálastofnunar árið 2015. Hann var endurskipaður til fimm ára fyrir tveimur árum en hætti fyrr á árinu.Vísir/Vilhelm Aðgerðirnar eru liður í menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030, samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og Barnvænu Íslandi. „Engin heildarlöggjöf er til staðar um skólaþjónustu fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla og engin miðlæg stofnun með skilgreint hlutverk að framkvæma og samhæfa þessa þjónustu. Aðgengi að þjónustu og ráðgjöf er mismunandi, bæði milli og innan skólastiga og sveitarfélaga, sem leiðir til ójafnræðis,“ segir Ásmundur. Skilvirkari úrræði fyrir börn „Við þurfum að samhæfa kerfin til að tryggja yfirsýn, skilvirkni og gæði þjónustunnar, svo sem þegar nemendur flytjast á milli skóla eða færast milli skólastiga. Meiri ráðgjöf við starfsfólk skóla og stuðningur við skólastarfið leiðir til hraðari og skilvirkari úrræða fyrir börn og ungmenni. Allt sem við gerum á að miða að farsæld þeirra,“ segir Ásmundur Einar. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.Vísir/Einar Markmið nýrra laga um skólaþjónustu er að tryggja öllum skólum faglegt bakland í sínum fjölbreyttu verkefnum ásamt því að efla þverfaglega samvinnu milli skóla-, félags- og heilbrigðisþjónustu í þágu nemenda. Ný stofnun tekur við hluta verkefna Menntamálastofnunar. Eftirlit með skólastarfi verður aðgreint frá þjónustu og ráðgjöf og færist til mennta- og barnamálaráðuneytisins fyrst um sinn. Reynsla af umbreytingarverkefnum Þórdís Jóna er með B.A.-próf í stjórnmálafræði og M.A.-próf í félagsfræði frá Háskóla Íslands og MBA-próf frá Vlerick Business School. Þá hefur hún einnig lokið leiðtoganámi og námi í innleiðingu stefnumótunar frá Harvard Business School. Hún hefur umfangsmikla reynslu af fjölbreyttum umbreytingarverkefnum innan menntakerfisins og víðar og starfað við góðan orðstír. Þar má nefna uppbyggingu MBA-náms og stjórnendaskóla Háskólans í Reykjavík; endurskipulagningu fjármála, stjórnunar og skipulags í Hjallastefnunni; stefnumótun, sameiningu og endurskipulagningu fjölda fyrirtækja, íslenskra sem erlendra; auk aðkomu að endurskipulagningu, mótun og innleiðingu stefnu hjá fjölda stofnana. Á starfsferli sínum hefur Þórdís Jóna komið að verkefnum úr ólíkum áttum m.a. sem framkvæmdastjóri, forstjóri, stjórnarmaður og stjórnarformaður. Víðtæk og umfangsmikil reynsla Þórdísar mun nýtast einkar vel í þeim verkefnum sem framundan eru við mótun nýrrar stofnunar sem ætlað er að styðja heildstætt við skólaþróun og farsæld barna til framtíðar. Vistaskipti Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Starfsóánægja hjá Menntamálastofnun Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Það er Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra sem skipar Þórdísi Jónu. Thelma Cl. Þórðardóttir lögfræðingur hefur gegnt forstjórastöðunni síðan Arnór Guðmundsson lét af störfum þann 1. mars eftir sjö ára starf. Í tilkynningunni segir að hlutverk nýrrar stofnunar sé að tryggja gæði menntunar og aðgengi allra nemenda, foreldra og starfsfólks skóla að samþættri, heildstæðri skólaþjónustu á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi. Þórdís Jóna var metin hæfust úr hópi fjölda hæfra umsækjenda að fenginni umsögn frá ráðgefandi hæfninefnd. Samkvæmt heimildum fréttastofu var starfsfólki Menntamálastofnunar tilkynnt um fyrirhugaðar breytingar á fundi með Ernu Kristínu Blöndal ráðuneytisstjóra í mennta- og barnamálaráðuneytinu í morgun. Þar kom meðal annars fram að starfsfólki við stofnunina verði sagt upp við fyrirhugaðar breytingar. Leggja niður Menntamálastofnun Ásmundur Einar kynnir í dag viðamiklar breytingar sem ráðist verður í á menntakerfinu. Skólaþjónusta verður styrkt þvert á skólastig með nýjum heildarlögum um skólaþjónustu og nýrri stofnun. Menntamálastofnun verður lögð niður. Hlutverk nýrrar stofnunar er að tryggja gæði menntunar og aðgengi allra nemenda, foreldra og starfsfólks skóla að samþættri, heildstæðri skólaþjónustu á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi. Arnór Guðmundsson var skipaður forstjóri Menntamálastofnunar árið 2015. Hann var endurskipaður til fimm ára fyrir tveimur árum en hætti fyrr á árinu.Vísir/Vilhelm Aðgerðirnar eru liður í menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030, samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og Barnvænu Íslandi. „Engin heildarlöggjöf er til staðar um skólaþjónustu fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla og engin miðlæg stofnun með skilgreint hlutverk að framkvæma og samhæfa þessa þjónustu. Aðgengi að þjónustu og ráðgjöf er mismunandi, bæði milli og innan skólastiga og sveitarfélaga, sem leiðir til ójafnræðis,“ segir Ásmundur. Skilvirkari úrræði fyrir börn „Við þurfum að samhæfa kerfin til að tryggja yfirsýn, skilvirkni og gæði þjónustunnar, svo sem þegar nemendur flytjast á milli skóla eða færast milli skólastiga. Meiri ráðgjöf við starfsfólk skóla og stuðningur við skólastarfið leiðir til hraðari og skilvirkari úrræða fyrir börn og ungmenni. Allt sem við gerum á að miða að farsæld þeirra,“ segir Ásmundur Einar. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.Vísir/Einar Markmið nýrra laga um skólaþjónustu er að tryggja öllum skólum faglegt bakland í sínum fjölbreyttu verkefnum ásamt því að efla þverfaglega samvinnu milli skóla-, félags- og heilbrigðisþjónustu í þágu nemenda. Ný stofnun tekur við hluta verkefna Menntamálastofnunar. Eftirlit með skólastarfi verður aðgreint frá þjónustu og ráðgjöf og færist til mennta- og barnamálaráðuneytisins fyrst um sinn. Reynsla af umbreytingarverkefnum Þórdís Jóna er með B.A.-próf í stjórnmálafræði og M.A.-próf í félagsfræði frá Háskóla Íslands og MBA-próf frá Vlerick Business School. Þá hefur hún einnig lokið leiðtoganámi og námi í innleiðingu stefnumótunar frá Harvard Business School. Hún hefur umfangsmikla reynslu af fjölbreyttum umbreytingarverkefnum innan menntakerfisins og víðar og starfað við góðan orðstír. Þar má nefna uppbyggingu MBA-náms og stjórnendaskóla Háskólans í Reykjavík; endurskipulagningu fjármála, stjórnunar og skipulags í Hjallastefnunni; stefnumótun, sameiningu og endurskipulagningu fjölda fyrirtækja, íslenskra sem erlendra; auk aðkomu að endurskipulagningu, mótun og innleiðingu stefnu hjá fjölda stofnana. Á starfsferli sínum hefur Þórdís Jóna komið að verkefnum úr ólíkum áttum m.a. sem framkvæmdastjóri, forstjóri, stjórnarmaður og stjórnarformaður. Víðtæk og umfangsmikil reynsla Þórdísar mun nýtast einkar vel í þeim verkefnum sem framundan eru við mótun nýrrar stofnunar sem ætlað er að styðja heildstætt við skólaþróun og farsæld barna til framtíðar.
Vistaskipti Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Starfsóánægja hjá Menntamálastofnun Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira