Enski boltinn

Misstu sig yfir sigurmarki Liverpool en máttu ekki gefa frá sér neitt hljóð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Liverpool mennirnir Alisson og Virgil van Dijk fagna sigri í leikslok.
Liverpool mennirnir Alisson og Virgil van Dijk fagna sigri í leikslok. EPA-EFE/PETER POWELL

Liverpool vann nauman 1-0 sigur á Englandsmeisturum Manchester City á Anfield í ensku úrvalsdeildinni um helgina en eftir slakt gengi á tímabilinu voru þessi þrjú stig lífsnauðsynleg fyrir liðið og stuðningsmenn þess.

Liverpool vann nauman 1-0 sigur á Englandsmeisturum Manchester City á Anfield í ensku úrvalsdeildinni um helgina en eftir slakt gengi á tímabilinu voru þessi þrjú stig lífsnauðsynleg fyrir liðið og stuðningsmenn þess.

Eina mark leiksins skoraði Mohamed Salah eftir stoðsendingu frá markverðinum Alisson en það koma fjórtán mínútum fyrir leikslok. Það gekk mikið á og Varsjáin dæmdi meðal annars mark af City mönnum sem voru ekki sáttir með það.

Salah hefur ekki þótt vera að spila sinn bolta á tímabilinu en minnti á sig með þessu mikilvæga marki. Það er því smá ljós við enda gagnanna hjá Liverpool mönnum.

Stuðningsmenn Liverpool fylgdust með leiknum víða og við alls konar aðstæður.

Ein af þessum aðstæðum var heima hjá ágætri fjölskyldu sem horfði spennt á leikinn saman. Vandamálið var að þeim tókst loksins að svæfa þegar leikurinn hófst og þau vildu alls ekki vekja það.

Það skapaði vissulega sérstakar aðstæður þegar liðið þitt er að vinna eitt stærsta sigur tímabilsins.

Úr urðu því mjög áhugaverð fagnaðarlæti þegar Salah skoraði sigurmarkið eins og sjá má hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×