Sagði úrslitin frábær og rauða spjaldið líklega verðskuldað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. október 2022 19:31 Þjálfari Liverpool var ekki sáttur með dómarana þó lið hans hafi unnið. Laurence Griffiths/Getty Images Jürgen Klopp, þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, var gríðarlega ánægður eftir 1-0 sigur sinna manna á Englandsmeisturum Manchester City á Anfield í dag. Hann viðurkenndi að rauða spjaldið sem hann hafi fengið undir lok leiks hafi eflaust verið réttur dómur. „Fullkomin úrslit, rosalega góð frammistaða í leik þar sem var gríðarleg ákefð,“ sagði Klopp að leik loknum en leiktíminn var tæpar 100 mínútur með uppbótartíma. „Við vörðumst frábærlega í 99 mínútur rúmlega. Þeir fengu sín augnablik en við vörðumst einstaklega vel í eigin vítateig,“ bætti sá þýski við. Um markið „Man City fékk ekki möguleikana á þessum skyndisóknum en við fengum það allavega þrisvar sinnum í leiknum. Allt í kringum markið okkar er einfaldlega stórkostlegt. Yfirsýnin hjá Alisson og hvernig Mo (Salah) klárar færið.“ „Mörk breyta leikjum en það voru mörg jákvæð augnablik í þessum leik gegn liði sem er að mínu mati það besta í heimi.“ Um rauða spjaldið Klopp var rekinn af velli þegar fimm mínútur lifðu leiks þegar hann rauk út úr tæknisvæði sínu og hellti sér yfir aðstoðardómara leiksins eftir það sem hann taldi vera brot á Salah. Klopp on his red card: "In the end probably deserved. The situation, you cannot not whistle in that situation. I dont know what Mo Salah has to do to get a free kick. So many situations." [Sky] pic.twitter.com/vWcIsHxadW— DaveOCKOP (@DaveOCKOP) October 16, 2022 „Það var líklega verðskuldað. En þú getur ekki boðið manni upp á þessa stöðu. Þetta var án efa eitt augljósasta brot sem ég hef séð. Það gerðist beint fyrir framan nefið á línuverðinum og honum var alveg sama, þetta var svo augljóst.“ Um framhaldið „Þetta eru þrjú stig en við verðum að jafna okkur hratt þar sem við mætum West Ham United á miðvikudaginn kemur. Það verður annar erfiður leikur,“ sagði Klopp að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira
„Fullkomin úrslit, rosalega góð frammistaða í leik þar sem var gríðarleg ákefð,“ sagði Klopp að leik loknum en leiktíminn var tæpar 100 mínútur með uppbótartíma. „Við vörðumst frábærlega í 99 mínútur rúmlega. Þeir fengu sín augnablik en við vörðumst einstaklega vel í eigin vítateig,“ bætti sá þýski við. Um markið „Man City fékk ekki möguleikana á þessum skyndisóknum en við fengum það allavega þrisvar sinnum í leiknum. Allt í kringum markið okkar er einfaldlega stórkostlegt. Yfirsýnin hjá Alisson og hvernig Mo (Salah) klárar færið.“ „Mörk breyta leikjum en það voru mörg jákvæð augnablik í þessum leik gegn liði sem er að mínu mati það besta í heimi.“ Um rauða spjaldið Klopp var rekinn af velli þegar fimm mínútur lifðu leiks þegar hann rauk út úr tæknisvæði sínu og hellti sér yfir aðstoðardómara leiksins eftir það sem hann taldi vera brot á Salah. Klopp on his red card: "In the end probably deserved. The situation, you cannot not whistle in that situation. I dont know what Mo Salah has to do to get a free kick. So many situations." [Sky] pic.twitter.com/vWcIsHxadW— DaveOCKOP (@DaveOCKOP) October 16, 2022 „Það var líklega verðskuldað. En þú getur ekki boðið manni upp á þessa stöðu. Þetta var án efa eitt augljósasta brot sem ég hef séð. Það gerðist beint fyrir framan nefið á línuverðinum og honum var alveg sama, þetta var svo augljóst.“ Um framhaldið „Þetta eru þrjú stig en við verðum að jafna okkur hratt þar sem við mætum West Ham United á miðvikudaginn kemur. Það verður annar erfiður leikur,“ sagði Klopp að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira