Sagði úrslitin frábær og rauða spjaldið líklega verðskuldað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. október 2022 19:31 Þjálfari Liverpool var ekki sáttur með dómarana þó lið hans hafi unnið. Laurence Griffiths/Getty Images Jürgen Klopp, þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, var gríðarlega ánægður eftir 1-0 sigur sinna manna á Englandsmeisturum Manchester City á Anfield í dag. Hann viðurkenndi að rauða spjaldið sem hann hafi fengið undir lok leiks hafi eflaust verið réttur dómur. „Fullkomin úrslit, rosalega góð frammistaða í leik þar sem var gríðarleg ákefð,“ sagði Klopp að leik loknum en leiktíminn var tæpar 100 mínútur með uppbótartíma. „Við vörðumst frábærlega í 99 mínútur rúmlega. Þeir fengu sín augnablik en við vörðumst einstaklega vel í eigin vítateig,“ bætti sá þýski við. Um markið „Man City fékk ekki möguleikana á þessum skyndisóknum en við fengum það allavega þrisvar sinnum í leiknum. Allt í kringum markið okkar er einfaldlega stórkostlegt. Yfirsýnin hjá Alisson og hvernig Mo (Salah) klárar færið.“ „Mörk breyta leikjum en það voru mörg jákvæð augnablik í þessum leik gegn liði sem er að mínu mati það besta í heimi.“ Um rauða spjaldið Klopp var rekinn af velli þegar fimm mínútur lifðu leiks þegar hann rauk út úr tæknisvæði sínu og hellti sér yfir aðstoðardómara leiksins eftir það sem hann taldi vera brot á Salah. Klopp on his red card: "In the end probably deserved. The situation, you cannot not whistle in that situation. I dont know what Mo Salah has to do to get a free kick. So many situations." [Sky] pic.twitter.com/vWcIsHxadW— DaveOCKOP (@DaveOCKOP) October 16, 2022 „Það var líklega verðskuldað. En þú getur ekki boðið manni upp á þessa stöðu. Þetta var án efa eitt augljósasta brot sem ég hef séð. Það gerðist beint fyrir framan nefið á línuverðinum og honum var alveg sama, þetta var svo augljóst.“ Um framhaldið „Þetta eru þrjú stig en við verðum að jafna okkur hratt þar sem við mætum West Ham United á miðvikudaginn kemur. Það verður annar erfiður leikur,“ sagði Klopp að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjá meira
„Fullkomin úrslit, rosalega góð frammistaða í leik þar sem var gríðarleg ákefð,“ sagði Klopp að leik loknum en leiktíminn var tæpar 100 mínútur með uppbótartíma. „Við vörðumst frábærlega í 99 mínútur rúmlega. Þeir fengu sín augnablik en við vörðumst einstaklega vel í eigin vítateig,“ bætti sá þýski við. Um markið „Man City fékk ekki möguleikana á þessum skyndisóknum en við fengum það allavega þrisvar sinnum í leiknum. Allt í kringum markið okkar er einfaldlega stórkostlegt. Yfirsýnin hjá Alisson og hvernig Mo (Salah) klárar færið.“ „Mörk breyta leikjum en það voru mörg jákvæð augnablik í þessum leik gegn liði sem er að mínu mati það besta í heimi.“ Um rauða spjaldið Klopp var rekinn af velli þegar fimm mínútur lifðu leiks þegar hann rauk út úr tæknisvæði sínu og hellti sér yfir aðstoðardómara leiksins eftir það sem hann taldi vera brot á Salah. Klopp on his red card: "In the end probably deserved. The situation, you cannot not whistle in that situation. I dont know what Mo Salah has to do to get a free kick. So many situations." [Sky] pic.twitter.com/vWcIsHxadW— DaveOCKOP (@DaveOCKOP) October 16, 2022 „Það var líklega verðskuldað. En þú getur ekki boðið manni upp á þessa stöðu. Þetta var án efa eitt augljósasta brot sem ég hef séð. Það gerðist beint fyrir framan nefið á línuverðinum og honum var alveg sama, þetta var svo augljóst.“ Um framhaldið „Þetta eru þrjú stig en við verðum að jafna okkur hratt þar sem við mætum West Ham United á miðvikudaginn kemur. Það verður annar erfiður leikur,“ sagði Klopp að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjá meira