Enski boltinn

Ton­ey sá um Brig­hton

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Erling Braut Håland er eini leikmaðurinn sem hefur skorað fleiri mörk en Ivan Toney í ensku úrvalsdeildinni til þessa.
Erling Braut Håland er eini leikmaðurinn sem hefur skorað fleiri mörk en Ivan Toney í ensku úrvalsdeildinni til þessa. John Walton/Getty Images

Einn leikur fór fram í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Brentford vann 2-0 sigur á Brighton & Hove Albion þökk sé tveimur mörkum frá Ivan Toney. Sigurinn var merkilegur fyrir þær sakir að Brentford, heimalið kvöldsins, var aðeins 27 prósent með boltann.

Gestirnir frá Brighton vilja halda í boltann og það gerðu þeir svo sannarlega í kvöld. Heimamenn skoruðu hins vegar mörkin. 

Toney skoraði með góðu skoti úr vítateignum eftir undirbúning Frank Onyeka á 27. mínútu leiksins. Var það eina mark fyrri hálfleiksins. Þegar rúm klukkustund var liðin fékk Brentford vítaspyrnu. Toney fór á punktinn og skoraði af öryggi, hans áttunda mark á tímabilinu.

Lokatölur 2-0 og annað tap Brighton í kvöld staðreynd. Eftir sigur kvöldsins er Brentford í 8. sæti með 13 stig eftir tíu leiki. Brighton er í 7. sæti með 14 stig en á leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×