Lögregluþjónn ákærður eftir skothríð á tvo táninga Samúel Karl Ólason skrifar 12. október 2022 13:46 Erik Cantu var augljóslega mjög brugðið þegar lögregluþjónninn opnaði hurðina á bíl hans og sagði honum að stíga úr bílnum. Sjá má annan táning í farþegasæti bílsins. AP/Lögreglan í San Antonio Saksóknarar í San Antonio í Texas í Bandaríkjunum ákærðu í gær lögregluþjón sem skaut sautján ára dreng á bílastæði við McDonalds um þar síðustu helgi, 2. október. James Brennand, lögregluþjóninn, skaut hinn sautján ára gamla Erik Cantu, sem liggur á sjúkrahúsi í alvarlegu ástandi. Myndband úr vestismyndavél Brennand sýnir hann ganga upp að bíl Cantus, opna hurðina og skipa drengnum að stíga út. Lögregluþjónninn kynnti sig aldrei. Cantu, sem var að borða, virtist mjög brugðið og lagði hann hendur á stýri bílsins. Þá sýnir myndbandið hvernig bíllinn rann úr stæðinu á meðan Brennand skaut ítrekað inn í bílinn. Cantu virðist hafa sett bílinn í bakkgír en bílinn gæti einnig hafa runnið af stað við það að hann tók fótinn af bremsunni. Í frétt héraðsmiðilsins San Antonio Current frá því í síðustu viku segir að Brennand, sem hafði unnið hjá lögreglunni í sjö mánuði, hafi verið á svæðinu vegna annars máls og hann hafi talið sig þekkja bílinn sem Cantu var á. Lögregluþjónninn taldi að þetta væri bíll sem hefði verið notaður til að stinga hann af kvöldið áður. Lögregluþjónninn hélt því fram að Cantu hefði ekið á sig en myndbandið sýnir að svo var ekki.AP/Lögreglan í San Antonio Brennand hélt því fram að hann hefði ekki hleypt úr byssu sinni fyrr en Cantu hefði keyrt á hann og var táningurinn í fyrstu ákærður fyrir árás á lögregluþjón og fyrir að streitast á móti við handtöku. Áðurnefnt myndband varpaði þó nýju ljósi á málið og hafa ákærurnar gegn Cantu verið felldar niður. Þess í stað hefur lögregluþjónninn verið rekinn og ákærður. Í frétt CNN segir að Brennand hafi verið handtekinn og standi frammi fyrir ákæru vegna alvarlegrar árásar bæði gegn Cantu og öðrum ónefndum táning sem sat í farþegasæti bílsins. Sá sést í skamma stund á myndbandinu en varð ekki fyrir skoti. Myndbandið má sjá hér að neðan. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið getur vakið óhug. William McManus, lögreglustjóri San Antonio sagði á blaðamannafundi í gær að skothríð Brennands hefði alfarið verið ólögmæt. Hann sagði Brennand hafa brotið alvarlega af sér. „Þetta hefur ekkert með stefnumál okkar að gera. Stefnur okkar leyfa þetta ekki. Þjálfun okkar kennir þetta ekki. Svo þetta eru brot eins lögregluþjóns,“ sagði McManus. Hann sagði einnig að ef Cantu deyr gæti Brennand verið ákærður fyrir morð. Cantu er enn í lífshættu á gjörgæslu. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Sjá meira
Myndband úr vestismyndavél Brennand sýnir hann ganga upp að bíl Cantus, opna hurðina og skipa drengnum að stíga út. Lögregluþjónninn kynnti sig aldrei. Cantu, sem var að borða, virtist mjög brugðið og lagði hann hendur á stýri bílsins. Þá sýnir myndbandið hvernig bíllinn rann úr stæðinu á meðan Brennand skaut ítrekað inn í bílinn. Cantu virðist hafa sett bílinn í bakkgír en bílinn gæti einnig hafa runnið af stað við það að hann tók fótinn af bremsunni. Í frétt héraðsmiðilsins San Antonio Current frá því í síðustu viku segir að Brennand, sem hafði unnið hjá lögreglunni í sjö mánuði, hafi verið á svæðinu vegna annars máls og hann hafi talið sig þekkja bílinn sem Cantu var á. Lögregluþjónninn taldi að þetta væri bíll sem hefði verið notaður til að stinga hann af kvöldið áður. Lögregluþjónninn hélt því fram að Cantu hefði ekið á sig en myndbandið sýnir að svo var ekki.AP/Lögreglan í San Antonio Brennand hélt því fram að hann hefði ekki hleypt úr byssu sinni fyrr en Cantu hefði keyrt á hann og var táningurinn í fyrstu ákærður fyrir árás á lögregluþjón og fyrir að streitast á móti við handtöku. Áðurnefnt myndband varpaði þó nýju ljósi á málið og hafa ákærurnar gegn Cantu verið felldar niður. Þess í stað hefur lögregluþjónninn verið rekinn og ákærður. Í frétt CNN segir að Brennand hafi verið handtekinn og standi frammi fyrir ákæru vegna alvarlegrar árásar bæði gegn Cantu og öðrum ónefndum táning sem sat í farþegasæti bílsins. Sá sést í skamma stund á myndbandinu en varð ekki fyrir skoti. Myndbandið má sjá hér að neðan. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið getur vakið óhug. William McManus, lögreglustjóri San Antonio sagði á blaðamannafundi í gær að skothríð Brennands hefði alfarið verið ólögmæt. Hann sagði Brennand hafa brotið alvarlega af sér. „Þetta hefur ekkert með stefnumál okkar að gera. Stefnur okkar leyfa þetta ekki. Þjálfun okkar kennir þetta ekki. Svo þetta eru brot eins lögregluþjóns,“ sagði McManus. Hann sagði einnig að ef Cantu deyr gæti Brennand verið ákærður fyrir morð. Cantu er enn í lífshættu á gjörgæslu.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Sjá meira