Þrettán leikir búnir og níu þjálfarar yfirgefið félög sín Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. október 2022 23:15 Steve Bruce er nú atvinnulaus. EPA-EFE/PETER POWELL Þolinmæði er dyggð, nema þegar kemur að því að gefa knattspyrnuþjálfurum tíma til að snúa við slöku gengi liða sinna. Steve Bruce var fyrr í dag rekinn frá West Bromwich Albion í ensku B-deildinni. Það eru alls 24 lið í ensku B-deildinni og þekkt að gengi liða sveiflist verulega frá upphafi til loka leiktíðar. Til að mynda má nefna Nottingham Forest en liðið var á botni deildarinnar þann 21. september þegar það ákvað að skipta um þjálfara og ráða Steve Cooper. Sá stýrði liðinu alla leið upp í ensku úrvalsdeildina þar sem það er nú. Eflaust er West Brom að vonast eftir svipuðum árangri með því að skipta um þjálfara en liðið er sem stendur í fallsæti með aðeins einn sigur í 13 leikjum. Stjórnarmenn höfðu því séð nóg og létu Bruce taka poka sinn. Club Statement: Steve Bruce.— West Bromwich Albion (@WBA) October 10, 2022 Hinn 61 árs gamli Bruce entist ekki lengi í starfi en hann tók við þjálfun liðsins í febrúar á þessu ári. West Brom var 11. liðið sem Bruce stýrir á ferli sínum en hann hafði áður þjálfað lið á borð við Newcastle United, Aston Villa, Sunderland, Birmingham City og Sunderland. Ekki er vitað hver ástæðan er en það virðist sem eigendur liða í ensku B-deildinni séu með sérstaklega stuttan þráð þetta tímabilið. Bruce er eins og áður sagði níundi þjálfarinn yfirgefur félagið sem hann hóf tímabilið hjá. Sjö hafa fengið sparkið en tveir ákváðu sjálfir að skipta um lið. Chris Wilder, Middlesborough (Rekinn) Shota Arveladze, Hull City (Rekinn) Rob Edwards, Watford (Rekinn) Paul Warne, Roterham United (Fór til Derby County) Steve Morison, Cardiff City (Rekinn) Danny Schofield, Huddersfield Town (Rekinn) Alex Neil, Sunderland (Fór til Stoke City) Michael O‘Neill, Stoke City (Rekinn) Það verður forvitnilegt að fylgjast með hversu mörg lið skipta um þjálfara í ensku B-deildinni á leiktíðinni en það stefnir í að meirihluti deildarinnar reyni að feta í fótspor Nottingham Forest. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn og Ægi Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Sjá meira
Það eru alls 24 lið í ensku B-deildinni og þekkt að gengi liða sveiflist verulega frá upphafi til loka leiktíðar. Til að mynda má nefna Nottingham Forest en liðið var á botni deildarinnar þann 21. september þegar það ákvað að skipta um þjálfara og ráða Steve Cooper. Sá stýrði liðinu alla leið upp í ensku úrvalsdeildina þar sem það er nú. Eflaust er West Brom að vonast eftir svipuðum árangri með því að skipta um þjálfara en liðið er sem stendur í fallsæti með aðeins einn sigur í 13 leikjum. Stjórnarmenn höfðu því séð nóg og létu Bruce taka poka sinn. Club Statement: Steve Bruce.— West Bromwich Albion (@WBA) October 10, 2022 Hinn 61 árs gamli Bruce entist ekki lengi í starfi en hann tók við þjálfun liðsins í febrúar á þessu ári. West Brom var 11. liðið sem Bruce stýrir á ferli sínum en hann hafði áður þjálfað lið á borð við Newcastle United, Aston Villa, Sunderland, Birmingham City og Sunderland. Ekki er vitað hver ástæðan er en það virðist sem eigendur liða í ensku B-deildinni séu með sérstaklega stuttan þráð þetta tímabilið. Bruce er eins og áður sagði níundi þjálfarinn yfirgefur félagið sem hann hóf tímabilið hjá. Sjö hafa fengið sparkið en tveir ákváðu sjálfir að skipta um lið. Chris Wilder, Middlesborough (Rekinn) Shota Arveladze, Hull City (Rekinn) Rob Edwards, Watford (Rekinn) Paul Warne, Roterham United (Fór til Derby County) Steve Morison, Cardiff City (Rekinn) Danny Schofield, Huddersfield Town (Rekinn) Alex Neil, Sunderland (Fór til Stoke City) Michael O‘Neill, Stoke City (Rekinn) Það verður forvitnilegt að fylgjast með hversu mörg lið skipta um þjálfara í ensku B-deildinni á leiktíðinni en það stefnir í að meirihluti deildarinnar reyni að feta í fótspor Nottingham Forest.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn og Ægi Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Sjá meira