Innlent

Þjófnaður á skyr­lokum orðinn stór­vanda­mál í Bónus

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Hér má sjá umrætt skilti sem sett var upp í Bónus í Kringlunni.
Hér má sjá umrætt skilti sem sett var upp í Bónus í Kringlunni. vísir/egill

Bónus í Kringlunni hefur þurft að farga hundruðum skyrdolla vegna þjófnaðar á loki um­búðanna. Vilji fram­leið­enda til að sporna gegn plast­neyslu hefur skapað nýtt og ó­fyrir­séð vanda­mál.

„Að taka lok úr öðru skyri er þjófnaður“ segir skilti í Bónus í Kringlunni. Margir hafa velt því fyrir sér hvað þetta þýði eigin­lega. Hverjum dettur í hug að stela loki af skyri?

Þar hefur brotist út hálf­gerður far­aldur en rekja má upp­tök hans til að­gerða mat­væla­fram­leið­enda til að sporna gegn plast­notkun og lofts­lags­breytingum.

Fjallað var um mikla ó­á­nægju lands­manna með pappa­r­ör og pappa­skeiðar í fyrra sem komu í staðinn fyrir ein­nota plast. Sum fyrir­tæki hafa nú gengið skrefinu lengra og selja ýmis skyr og jógúrt án loks - og þá auð­vitað alveg án nokkurs á­halds til að neyta þeirra.

„Við erum búin að vera að lenda í því að við fáum mikið af skóla­krökkum til okkar og þeir sækja svoldið í skeiðarnar á skyrinu. Og eins og þið sjáið þá eru náttúru­lega ekki allar með skeið. Og þá er tekið svo­lítið upp á því að nappa lokunum og skipt,“ segir Gunnar Jóns­son, verslunar­stjóri Bónus í Kringlunni og sýnir okkur mis­munandi um­búðir í sjón­varps­klippunni sem er hér að neðan.

Krakkarnir vilja greini­lega eitt­hvað til að borða skyrið með í há­deginu.

Og þessi til­raun fram­leið­enda til að stuðla að minni plast­neyslu skapar nýtt um­hverfis­vanda­mál.

Upp­lýsingar um síðasta neyslu­dag eru nefni­lega oftast prentaðar á lok varanna. Og þegar lokið hverfur má ekki selja vöruna lengur.

Skyr með loki og pappaskeið og skyr án loks. Hvort má bjóða þér?vísir/egill

„Bæði hverfur lokið og svo eru dag­setningar á þessu öllu sem þarf að fylgja þannig við getum ekki verið að selja þetta með röngum dag­setningum,“ segir Gunnar.

Þurfiði þá að farga vörunni eða hvað?

„Já, henni er fargað.“

Mikil matar­sóun hlýst af þessu en skyrdollurnar eru ansi margar sem Bónus í Kringlunni hefur þurft að farga.

„Þau eru alla­vega í hundruðunum. Án efa,“ segir Gunnar.

Gunnar Jónsson (til vinstri) er verslunarstjóri Bónus í Kringlunni.vísir/egill

Og þetta er væntan­lega dáldið tjón fyrir ykkur ef þið getið ekki selt vöruna?

„Já, þetta er stórt tjón.“

Bónus hefur því tekið sig til og býður upp á fríar bambus­skeiðar fyrir þá sem kaupa lok­laus skyr. Og nú er bara að sjá hvort krakkarnir sætti sig við þann kost.

Fjallað var um óánægju landsmanna með papparör- og skeiðar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í ágúst í fyrra:



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×