Neytendur

Ó­á­nægja með skeiðar og rör úr pappa

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar

Nokkurrar ó­­á­­nægju virðist gæta meðal neyt­enda með nýjar pappa­­skeiðar og pappa­r­ör sem hafa komið í stað ein­­nota plastá­halda. Markaðs­­stjóri MS segir fleiri breytingar væntan­­legar á næstunni til að minnka plast í um­­búðum.

Hvarf gömlu góðu plast­röranna, sem fylgt hafa hinum ýmsu drykkjar­vörum, hefur ef­­laust ekki farið fram hjá neinum. Við þeim hafa tekið við pappa­r­ör, pökkuð inn í pappa­um­búðir.

Og í þessum töluðu orðum eru pappa­­skeiðar að taka við af plast­­skeiðum með ýmsum vörum á borð við skyr og jógúrt. Enn er eitt­hvað um plastá­höld af þessu tagi selt með vörum í búðum en það er vegna þess að verið er að klára gamlan lager af þeim áður en pappinn tekur endan­­lega við.

Út með plast og inn með pappa.vísir/óttar

Skýringin á þessu er bann við ein­­nota plast­vörum af ýmsu tagi sem var inn­­leitt á Ís­landi í síðasta mánuði eftir til­­­skipun Evrópu­­sam­bandsins.

Ýmsir neytendur virðast þó ósáttir með breytingarnar og hafa kvartað undan þeim á samfélagsmiðlum:

Ákveðin upplifun að drekka kókómjólk með plaströri

Vísir kíkti í heim­sókn í verk­smiðju MS og hitti þar Guð­nýju Steins­dóttur, markaðs­stjóra fyrir­tækisins. Hún segir að fyrir­tækið hafi tekið eftir ein­hverri ó­á­nægju með breytinguna en voni þó að flestir verði fljótir að venjast henni:

„Við höfum svona heyrt eitt­hvað af því og við höfum lagt mikla á­herslu á það að finna sem bestar lausnir, bæði í pappa­r­örum og pappa­skeiðum. Af því að við vitum að auð­vitað eru plast­rör og plast­skeiðar mun þægi­legri í notkun,“ segir hún.

Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS.stöð 2

Hafiði á­hyggjur af því að varan sé ekki að skila sér eins til neyt­enda?

„Auð­vitað erum við að fylgjast með því. Og við vitum alveg að það er á­kveðin upp­lifun að drekka til dæmis kókó­mjólk og hvernig hún kemur upp í munninn í gegn um plast­rörið. Þannig við erum alveg að fylgjast með því, já,“ svarar Guð­ný.

„En eins og ég segi, alla­vega á þessum tíma­punkti erum við að vonast til að hafa fundið bestu lausnina en erum að fylgjast með því sem neyt­endur segja við okkur."

Er þetta síðasta skrefið eða eru fleiri breytingar í vændum?

„Alls ekki síðasta skrefið, nei, og við erum auð­vitað bara að skoða það sem er að gerast er­lendis og fylgjast vel með því sem er að gerast í um­búða­málum,“ segir Guð­ný.

Pappaskeið fest í plastlok með plastfilmu... Þetta ætti þó að breytast á næstunni þegar MS fleygir burtu plastlokum af ýmsum vörum sínum.vísir/óttar

Hún full­vissar blaða­mann þá um að næsta skref verði að losa ýmsar vörur við plast­lok en mörgum hefur þótt það skjóta ansi skökku við að litla pappaskeiðin sem fylgir skyrinu sé pakkað inn í plast­um­búðir sem eru mun fyrir­ferða­meiri en skeiðin sjálf.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
1,71
6
16.791
VIS
1,53
9
300.468
REITIR
1,21
5
111.540
SJOVA
1,09
8
81.238
FESTI
0,93
6
457.400

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
-2,82
8
9.870
KVIKA
-1,48
20
452.744
ICEAIR
-1,47
14
9.616
SYN
-0,78
5
70.590
ICESEA
-0,66
4
5.955
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.