Réttað yfir Weinstein vegna Óskarsmála Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2022 11:20 Harvey Weinstein í réttarsal í Los Angeles í síðustu viku. AP/Etienne Laurent Byrjað verður að velja kviðdómendur fyrir réttarhöld yfir Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandanum alræmda, í Los Angeles í Bandaríkjunum í dag. Weinstein er ákærður fyrir að brjóta á fimm konum, meðal annars í kringum Óskarsverðlaunahátíð fyrir níu árum. Ásakanir kvenna á hendur Weinstein fyrir fimm árum urðu kveikjan að svonefndri Metoo-byltingu þar sem konur af flestum sviðum samfélagsins stigu fram og lýstu misnotkun af hálfu karla í valdastöðum. Weinstein var dæmdur í 23 ára fangelsi fyrir nauðgun og kynferðisofbeldi í New York. Málið sem nú kemur til kasta dómstóla í Los Angeles varðar brot gegn fimm konum. Hann er ákærður fyrir fjórar nauðganir og sjö kynferðislegar árásir, að sögn AP-fréttastofunnar. Brotin í fjórum ákæruliðunum áttu sér stað í Óskarsverðlaunavikunni árið 2013 þar sem Weinstein átti góðu gengi að fagna með kvikmyndunum Django Unchained og Silver Linings Playbook. Líkt og í öðrum málum gegn honum er Weinstein sagður hafa brotið á konunum á lúxussvítum undir því yfirskini að um viðskiptafundi væri að ræða. New York Times segir að málið í Kaliforníu hafi upphaflega aðeins verið talið hafa táknræna þýðingu. Weinstein er sjötugur og heilsuveill og á enn eftir að afplána 21 ár af fangelsisdómi sínum í New York. Dómstóll þar leyfði Weinstein hins vegar nýlega að áfrýja dómnum. Ekki er þannig útilokað að hann gæti gengið laus. Lyktir málsins í Los Angeles gætu þannig skipt sköpum fyrir örlög kvikmyndaframleiðandans fyrrverandi. Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Kynferðisofbeldi Óskarsverðlaunin Tengdar fréttir Mega ákæra Weinstein í London Lögreglan í London hefur fengið heimild til að ákæra kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein fyrir kynferðisofbeldis gagnvart konu í borginni árið 1996. 8. júní 2022 15:12 Weinstein áfrýjar kynferðisbrotadómum Lögmenn Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot og nauðgun, hafa áfrýjað dómunum. 5. apríl 2021 20:43 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Fleiri fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Sjá meira
Ásakanir kvenna á hendur Weinstein fyrir fimm árum urðu kveikjan að svonefndri Metoo-byltingu þar sem konur af flestum sviðum samfélagsins stigu fram og lýstu misnotkun af hálfu karla í valdastöðum. Weinstein var dæmdur í 23 ára fangelsi fyrir nauðgun og kynferðisofbeldi í New York. Málið sem nú kemur til kasta dómstóla í Los Angeles varðar brot gegn fimm konum. Hann er ákærður fyrir fjórar nauðganir og sjö kynferðislegar árásir, að sögn AP-fréttastofunnar. Brotin í fjórum ákæruliðunum áttu sér stað í Óskarsverðlaunavikunni árið 2013 þar sem Weinstein átti góðu gengi að fagna með kvikmyndunum Django Unchained og Silver Linings Playbook. Líkt og í öðrum málum gegn honum er Weinstein sagður hafa brotið á konunum á lúxussvítum undir því yfirskini að um viðskiptafundi væri að ræða. New York Times segir að málið í Kaliforníu hafi upphaflega aðeins verið talið hafa táknræna þýðingu. Weinstein er sjötugur og heilsuveill og á enn eftir að afplána 21 ár af fangelsisdómi sínum í New York. Dómstóll þar leyfði Weinstein hins vegar nýlega að áfrýja dómnum. Ekki er þannig útilokað að hann gæti gengið laus. Lyktir málsins í Los Angeles gætu þannig skipt sköpum fyrir örlög kvikmyndaframleiðandans fyrrverandi.
Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Kynferðisofbeldi Óskarsverðlaunin Tengdar fréttir Mega ákæra Weinstein í London Lögreglan í London hefur fengið heimild til að ákæra kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein fyrir kynferðisofbeldis gagnvart konu í borginni árið 1996. 8. júní 2022 15:12 Weinstein áfrýjar kynferðisbrotadómum Lögmenn Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot og nauðgun, hafa áfrýjað dómunum. 5. apríl 2021 20:43 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Fleiri fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Sjá meira
Mega ákæra Weinstein í London Lögreglan í London hefur fengið heimild til að ákæra kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein fyrir kynferðisofbeldis gagnvart konu í borginni árið 1996. 8. júní 2022 15:12
Weinstein áfrýjar kynferðisbrotadómum Lögmenn Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot og nauðgun, hafa áfrýjað dómunum. 5. apríl 2021 20:43
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent