Liverpool er því úr leik að mati þýska stjórans þrátt fyrir að liðið eiga enn eftir þrjátíu deildarleiki á tímabilinu.
Þessi yfirlýsing þarf ekki að koma mikið á óvart enda Liverpool nú fjórtán stigum á eftir toppliði Arsenal og hefur aðeins náð að vinna tvo af fyrstu átta leikjum sínum á tímabilinu.
„Við ekki með í titilbaráttunni. Ímyndið ykkur að ég sitji hér og segi að þetta sé alveg að koma hjá okkur,“ sagði Jürgen Klopp.
„Það eru mörg vandamál hjá okkur í dag en við náðum samt að skapa fullt af vandræðum fyrir topplið deildarinnar í dag. Þrátt fyrir að staðan hafi verið slæm fyrir okkur, að þurfa að gera breytingar snemma og slíkt, þá komum við þeim í vandræði. Það er líka sannleikurinn og við þurfum að halda áfram,“ sagði Klopp.
Liverpool á vissulega leik inni á efstu liðin en er fjórtán stigum á eftir Arsenal og þrettán stigum á eftir Manchester City.
„Staðan hjá okkur er að við mætum Arsenal, Rangers og Manchester City á einni viku. Er það mótherjarnir til að finna sjálfstraustið á ný? Líklega ekki. Við munum samt mæta og berjast fyrir okkar. Það er það sem við verðum að gera og það er það sem við munum gera,“ sagði Klopp.
„Við erum í erfiðri stöðu þessa dagana, við viljum komast í gegnum þetta saman og erum að vinna í því,“ sagði Klopp.