Fótbolti

Casillas grínast með að koma út úr skápnum: „Ég vona að þið virðið mig“

Atli Arason skrifar
Iker Casillas og Carles Puyol urðu heimsmeistarar saman með spænska landsliðinu árið 2010.
Iker Casillas og Carles Puyol urðu heimsmeistarar saman með spænska landsliðinu árið 2010. Getty Images

Iker Casillas, fyrrum markvörður Real Madrid, setti inn færslu á Twitter í dag þar sem hann segist vera samkynhneigður. Casillas eyddi síðar færslu sinni.

„Ég vona að þið virðið mig áfram, ég er samkynhneigður,“ skrifaði Casillas á Twitter. Hann hefur síðan eytt tístinu. 

Casillas eyddi tístinu um klukkustund eftir að hann birti það.

Casillas lék á sínum tíma 725 leiki fyrir Real Madrid og er næst leikjahæsti leikmaður liðsins frá upphafi. Casillas varð heimsmeistari með spænska landsliðinu árið 2010 en Casillas gæti ekki tekið þátt á HM 2022 í Katar ef hann væri enn þá að spila þar sem samkynhneigð er bönnuð þar í landi.

Markvörðurinn setti hanskana á hilluna í ágúst árið 2020 eftir að hafa leikið með Porto í Portúgal.

Carles Puyol, fyrrverandi leikmaður Barcelona og samherji Casillas hjá spænska landsliðsins var einn fjölmargra sem svöruðu færslu Casillas á Twitter.

„Það er kominn tími til að við segjum okkar sögu Iker,“ skrifaði Puyol ásamt hjartatákni og kossa lyndistákni.

Hér má sjá upprunalegt tíst Casillas á spænsku og svar Puyol.skjáskot

Casillas og fyrrverandi eiginkona hans Sara Carbonero skildu fyrir rétt rúmu ári síðan en saman eiga þau tvö börn.

Fréttin var uppfærð eftir að Casillas eyddi tísti sínu klukkan 13:45. Daily Mail greinir frá því að Casillas hafi verið að grínast með færslu sinni á Twitter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×