Fótbolti

Martinez um Hazard: Vil ekki sjá þetta aftur

Atli Arason skrifar
Martinez gefur Hazard orð í eyra.
Martinez gefur Hazard orð í eyra. Getty Images

Eden Hazard, leikmaður Real Madrid og belgíska landsliðsins, sást á næturklúbbum í Belgíu tveimur dögum fyrir 0-1 tap liðsins gegn Hollandi í Þjóðadeildinni. Roberto Martinez, landsliðsþjálfari Belgíu, vil ekki sjá slíka hegðun frá Hazard endurtekna.

Á meðan eiginkona og börn Hazard voru eftir í Madríd birtust myndbönd af Hazard á veraldarvefnum að dansa við hóp kvenfólks á næturklúbb í Brussel í landsleikahléinu. Martinez hefur nú fordæmt hegðun Hazard.

„Við treystum leikmönnum okkar og hann fékk leyfi til þess að eyða tíma með vinum eða fjölskyldu,“ sagði Martinez við belgíska fjölmiðilinn RTBF.

„Það er samt mjög skýr saga á bak við þetta allt, eitthvað sem ég ætla ekki að tala um opinberlega þar sem við munum taka á þessu máli innandyra. Ég vil ekki sjá þetta endurtekið en það eru hins vegar ástæður fyrir þessu,“ sagði Martinez en Hazard var fyrirliði belgíska landsliðsins í leikjunum gegn Hollandi og Wales.

Næsta landsleikjaval Martinez verður lokahópur Belgíu fyrir HM í Katar í nóvember. Hazard er einn af lykilmönnum belgíska liðsins og verður því fróðlegt að fylgjast með hvort næturlíf Hazard hafi einhver áhrif á möguleika hans fyrir heimsmeistaramótið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×