Erlent

Náðar þá sem hafa hlotið dóma fyrir neyslu­skammta af maríjúana

Kjartan Kjartansson skrifar
Joe Biden Bandaríkjaforseti vill auðvelda þeim sem hafa hlotið sakadóma fyrir vörslu á maríjúana lífið.
Joe Biden Bandaríkjaforseti vill auðvelda þeim sem hafa hlotið sakadóma fyrir vörslu á maríjúana lífið. AP/Andrew Harnik

Joe Biden Bandaríkjaforseti ætlar að náða þúsundir Bandaríkjamanna sem hafa hlotið dóma fyrir alríkisdómstólum fyrir vörslu á neysluskömmtum á maríjúana. Hann hvetur ríkisstjóra einstakra ríkja til að fara að fordæmi hans varðandi dóma fyrir ríkisdómstólum.

Í yfirlýsingu frá forsetanum segir á ákvörðunin endurspegli þá skoðun hans að enginn ætti að dúa í fangelsi fyrir það eitt að neyta maríjúana eða hafa það í vörslu sinni.

„Of mörgum lífum hefur verið steypt á hvolf vegna misheppnaðrar nálgunar okkar á maríjúana. Það er tími til kominn að leiðrétta þau mistök,“ segir forsetinn.

https://twitter.com/POTUS/status/1578097875480895489?s=20&t=T-_ooEVgTgZijIQKvde9wQ

Langflestir dómar vegna vörslu á maríjúana eru þó fyrir dómstólum einstrakra ríkja Bandaríkjanna. Því hvatti Biden ríkisstjóra til þess að náða fólk sem hefur hlotið slíka dóma.

Samkvæmt upplýsingum Hvíta hússins situr enginn í alríkisfangelsum eingöngu fyrir vörslu neysluskammta af maríjúana. Náðunin geti hins vegar hjálpað þúsundum manna að leigja húsnæði eða finna vinnu.

„Það eru þúsundir manna sem hafa hlotið alríkisdóma fyrir vörslu á maríjúana sem kunna að vera neitað um atvinnu, húsnæði eða menntunartækifæri vegna þeirra. Aðgerðir mínar hjálpa til við að létta á hliðarverkunum þessara sakfellinga,“ sagði Biden í yfirlýsingu sinni.

Beindi Biden því einnig til heilbrigðisráðuneytisins og dómsmálaráðherrans að endurskoða flokkun maríjúana. Þannig yrði viðurlög við vörslu á efninum mögulega milduð eða afnumin alveg. Forsetinn vill þó áfram takmarka smygla, markaðssetningu og sölu á maríjúana til ungmenna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×