Fótbolti

Ten Hag þakkar Guardiola fyrir kennslustundina

Atli Arason skrifar
Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, ásamt Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, í leik liðanna síðustu helgi.
Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, ásamt Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, í leik liðanna síðustu helgi. Getty Images

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, þakkaði Pep Guardiola og Manchester City fyrir kennslustundina sem City veitti United í 6-3 sigrinum í ensku úrvalsdeildinni síðustu helgi.

City vann leikinn með þremur mörkum frá bæði Erling Haaland og Phil Foden. Anthony Marial skoraði tvö mörk fyrir Manchester United og Antony skoraði eitt. Ósigurinn veitti Ten Hag dýpri skilning á sínu liði að eigin sögn.

„Við munum standa við okkar gildi og okkar aðferðir. Stundum verður maður að reyna að koma andstæðingnum á óvart með einhverju nýju og við munum halda áfram að reyna það,“ sagði Erik ten Hag á fjölmiðlafundi í aðdraganda leik liðsins gegn Omonia í Evrópudeildinni. 

„Við getum tekið margt jákvætt úr sigrunum gegn Liverpool og Arsenal en við fengum nýtt stöðumat gegn City. Nú vitum við að við verðum að stíga betur upp þannig ég þakka Guardiola og City fyrir kennslustundina. Við verðum að taka þessu og skilja að við þurfum að gera miklu betur,“ bætti Ten Hag við.

Leikur Omonia og Manchester United í Evrópudeildinni hefst klukkan 16.45 síðar í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×