Haaland og Foden skoruðu þrennur er City valtaði yfir United

Valur Páll Eiríksson skrifar
Manchester City v Manchester United - Premier League MANCHESTER, ENGLAND - OCTOBER 02: Phil Foden of Manchester City celebrates their sides sixth goal and their hat trick with team mate Erling Haaland during the Premier League match between Manchester City and Manchester United at Etihad Stadium on October 02, 2022 in Manchester, England. (Photo by Michael Regan/Getty Images)
Manchester City v Manchester United - Premier League MANCHESTER, ENGLAND - OCTOBER 02: Phil Foden of Manchester City celebrates their sides sixth goal and their hat trick with team mate Erling Haaland during the Premier League match between Manchester City and Manchester United at Etihad Stadium on October 02, 2022 in Manchester, England. (Photo by Michael Regan/Getty Images)

Erling Braut Haaland og Phil Foden skoruðu sitthvora þrennuna er Englandsmeistarar Manchester City völtuðu yfir nágranna sína í manchester United í borgarslag ensku úrvalsdeildarinnar í dag, 6-3.

Englandsmeistararnir réðu lögum og lofum á vellinum í dag og Phil Foden kom liðinu yfir strax á áttundu mínútu eftir stoðsendingu frá Bernardo Silva.

Erling Braut Haaland tvöfaldaði forystu heimamanna á 34. mínútu eftir stoðsendingu frá Kevin De Bruyne og sama blanda skilaði þriðja marki liðsins þremur mínútum síðar.

Haaland tók sig síðan til og lagði upp fjórða mark liðsins stuttu fyrir hálfleikshléið, en þar var mættur áðurnefndur Phil Foden og skoraði hann sitt annað mark.

Rauðklæddu gestirnir minnkuðu muninn eftir um tíu mínútna leik í síðari hálfleik þegar Antony Santos skoraði fallegt mark, en Erling Braut Haaland fullkomnaði þrennu sína stuttu síðar og staðan orðin 5-1.

Heimamenn bættu svo sjötta markinu við á 73. mínútu þegar Phil Foden fullkomnaði þrennu sína eftir stoðsendingu frá títtnefndum Erling Braut Haaland.

Anthony Martial klóraði að lokum í bakkann fyrir gestina þegar um fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og og aftur á lokamínútu leiksins með marki úr vítaspyrnu og þar við sat. Afar öruggur 6-3 sigur Englandsmeistara Manchestar City því staðreynd.

Englandsmeistararnir sitja nú í öðru sæti deildarinnar með 20 stig eftir átta leiki, einu stigi á eftir toppliði Arsenal. Manchester United situr hins vegar í sjötta sæti með 12 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira