Innlent

Jökull strandaður í innsiglingunni á Raufarhöfn

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá Raufarhöfn. Skipið strandaði í innsiglunni hafnarinnar. Myndin er úr safni.
Frá Raufarhöfn. Skipið strandaði í innsiglunni hafnarinnar. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Fiskiskipið Jökull SÞ strandaði í innsiglu á Raufarhöfn síðdegis í dag. Unnið er að því að draga skipið á flot.

Ríkisútvarpið hefur eftir hafnarverði á Raufarhöfn að skipið hafi verið á leið úr höfn eftir löndun þegar það strandaði. Skipið virðist hafa rekið undan vini upp í grynningar í innsiglingunni.

Stefnt sé að því að koma Jökli á flot á háflóði milli hálf sex og sex nú síðdegis.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.