Erlent

Tíu þúsund kílómetra hali eftir áreksturinn við geimfarið

Kjartan Kjartansson skrifar
Rykhali frá smástirninu Dímorfosi er greinilegur á mynd sem var tekin með SOAR-sjónaukanum í Síle. DART-geimfarið skall á smástirninu 26. september.
Rykhali frá smástirninu Dímorfosi er greinilegur á mynd sem var tekin með SOAR-sjónaukanum í Síle. DART-geimfarið skall á smástirninu 26. september. AP/Teddy Kareta, Matthew Knight/NOIRLab

Um tíu þúsund kílómetra langur hali af braki gengur nú aftur úr smástirni sem bandarískt geimfar skall á í síðasta mánuði. Vísindamenn búast við því að halinn lengist og þynnist enn meira út þar til hann verður ekki lengur greinanlegur.

DART-geimfar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA var vísvitandi stýrt á smástirnið Dímoforos 26. september. Markmiðið var að afla upplýsinga og reynslu af því að breyta sporbraut smástirna sem gætu ógnað jörðinni.

Athuganir með sjónauka í Síle sýna að smástirnið er nú með hala úr ryki og öðru efni sem þeyttist frá gíg sem myndaðist á yfirborði þess þegar DART skall á því á ógnarhraða. Halinn er meira en tíu þúsund kílómetra langur.

Matthew Knight, frá rannsóknastofnun bandaríska sjóhersins, segir AP-fréttastofunni að efnistrókurinn standi frá smástirninu, aðallega vegna þrýstings frá geilsum sólar. Þegar halinn þynnist á endanum út verður brakið frá árekstrinum eins og hvert annað ryk sem flýtur um sólkerfið.

Frekari rannsóknir verða gerðar á hversu mikið efni þyrlaðist upp við áreksturinn og hvers kyns efni það var.


Tengdar fréttir

Jarðvarnartilraun talin hafa heppnast

Fyrstu merki benda til þess að tilraun bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA til að breyta stefnu smástirnis hafi heppnast í gær. Það gæti þó tekið nokkra mánuði að staðfesta hversu mikið árekstur geimfars við smástirnið breytti stefnu þess.

Risa­stór við­burður innan vísinda­sam­fé­lagsins

Í kvöld fer fram risastór viðburður innan stjörnufræðisamfélagsins þegar NASA, geimvísindastofnun Bandaríkjanna, gerir tilraun til að færa smástirni. Það verður gert með því að brotlenda geimfarinu DART á smástirninu og allt fer þetta fram í beinni útsendingu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×