„Skiljum ekki alltaf konur en skilningurinn hefur aukist“ Sindri Sverrisson skrifar 4. október 2022 07:31 Stjarnan tapaði ekki neinum leik í seinni helmingi Íslandsmótsins, undir stjórn Kristjáns Guðmundssonar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Kristján Guðmundsson vitnaði í Arsene Wenger, setti stefnuna á Íslandsmeistaratitil og útskýrði hvernig námskeið í að tala við stelpur hefur hjálpað honum, í viðtali eftir frábæran árangur kvennaliðs Stjörnunnar í fótbolta undir hans stjórn. Kristján tók við Stjörnunni fyrir fjórum árum þegar sannkallaðar kanónur voru að kveðja félagið – leikmenn á borð við Hörpu Þorsteinsdóttur, Öddu Baldursdóttur, Katrínu Ásbjörnsdóttur og fleiri – og ljóst að mikið uppbyggingarstarf væri framundan. Stjörnuliðið hefur síðan litið betur út með hverju árinu og náði á dögunum að tryggja sér 2. sæti í Bestu deildinni, og þar með sæti í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á næsta tímabili. Kristján sagði þetta hafa verið markmiðið fyrir tímabilið, þó að allir aðrir hafi spáð því að Valur og Breiðablik yrðu efst. Segjum að annað sæti sé bikar „Við tökum Wenger aðeins á þetta og segjum að 2. sætið sé bikar, eins og hann talaði alltaf um 4. sætið [þegar hann var þjálfari Arsenal]. Það kemur okkur í Evrópukeppnina og gefur okkur ferðapeningana,“ sagði Kristján við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportpakkanum á Stöð 2. Viðtalið má sjá hér að neðan. En Kristján vill enn meira: „Við erum búin að setja markmiðið á að vinna titilinn á næsta ári. Það er bara næsta skref þar sem við erum núna.“ Sló tvær flugur í einu höggi á námskeiði Kristján hafði þjálfað karlalið í tæpa tvo áratugi þegar hann tók við þjálfun Stjörnukvenna. Leikmenn liðsins greindu frá því í Bestu mörkunum á dögunum að hann hefði bætt sig mikið í samskiptum við leikmenn og virtust afar ánægðar með samstarfið við hann. Bentu þær á að hann hefði sótt námskeið til að læra að tala við stelpur. Námskeið sem Kristján segir hafa nýst sér mjög vel. „Þar sem að ég er að kenna líka, nokkra daga í viku í grunnskóla, þarf ég að sjálfsögðu að huga að samskiptum við börn. Það er námskeið í Háskólanum á Akureyri sem að heitir „Samskipti stúlkna“ og ég sá að ég gat slegið tvær flugur í einu höggi við að upplifa og læra hvernig konur tala saman. Að skilja þessar lúmsku augngotur sem þær beita hver annarri…“ sagði Kristján en hætti við að fara nánar út í þá sálma. „Ég lærði heilmikið á því námskeiði. Þetta er mjög gott námskeið, þar sem ég er karlmaður og við skiljum ekki alltaf konur en skilningurinn hefur aukist, ekki spurning,“ sagði Kristján. Besta deild kvenna Stjarnan Fótbolti Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Ætla að láta frjálsíþróttakonur gangast undir kynjapróf Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Lífsferill íþróttamannsins: Við verðum að tala meira um sálina í íþróttunum Sport Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Fótbolti Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Sjá meira
Kristján tók við Stjörnunni fyrir fjórum árum þegar sannkallaðar kanónur voru að kveðja félagið – leikmenn á borð við Hörpu Þorsteinsdóttur, Öddu Baldursdóttur, Katrínu Ásbjörnsdóttur og fleiri – og ljóst að mikið uppbyggingarstarf væri framundan. Stjörnuliðið hefur síðan litið betur út með hverju árinu og náði á dögunum að tryggja sér 2. sæti í Bestu deildinni, og þar með sæti í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á næsta tímabili. Kristján sagði þetta hafa verið markmiðið fyrir tímabilið, þó að allir aðrir hafi spáð því að Valur og Breiðablik yrðu efst. Segjum að annað sæti sé bikar „Við tökum Wenger aðeins á þetta og segjum að 2. sætið sé bikar, eins og hann talaði alltaf um 4. sætið [þegar hann var þjálfari Arsenal]. Það kemur okkur í Evrópukeppnina og gefur okkur ferðapeningana,“ sagði Kristján við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportpakkanum á Stöð 2. Viðtalið má sjá hér að neðan. En Kristján vill enn meira: „Við erum búin að setja markmiðið á að vinna titilinn á næsta ári. Það er bara næsta skref þar sem við erum núna.“ Sló tvær flugur í einu höggi á námskeiði Kristján hafði þjálfað karlalið í tæpa tvo áratugi þegar hann tók við þjálfun Stjörnukvenna. Leikmenn liðsins greindu frá því í Bestu mörkunum á dögunum að hann hefði bætt sig mikið í samskiptum við leikmenn og virtust afar ánægðar með samstarfið við hann. Bentu þær á að hann hefði sótt námskeið til að læra að tala við stelpur. Námskeið sem Kristján segir hafa nýst sér mjög vel. „Þar sem að ég er að kenna líka, nokkra daga í viku í grunnskóla, þarf ég að sjálfsögðu að huga að samskiptum við börn. Það er námskeið í Háskólanum á Akureyri sem að heitir „Samskipti stúlkna“ og ég sá að ég gat slegið tvær flugur í einu höggi við að upplifa og læra hvernig konur tala saman. Að skilja þessar lúmsku augngotur sem þær beita hver annarri…“ sagði Kristján en hætti við að fara nánar út í þá sálma. „Ég lærði heilmikið á því námskeiði. Þetta er mjög gott námskeið, þar sem ég er karlmaður og við skiljum ekki alltaf konur en skilningurinn hefur aukist, ekki spurning,“ sagði Kristján.
Besta deild kvenna Stjarnan Fótbolti Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Ætla að láta frjálsíþróttakonur gangast undir kynjapróf Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Lífsferill íþróttamannsins: Við verðum að tala meira um sálina í íþróttunum Sport Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Fótbolti Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Sjá meira