Erlent

Skotið á stúdenta og setið um háskóla

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Mótmælt hefur verið stanslaust frá því að hin 22 ára gamla Masha Jina Amini lést í haldi lögreglu. Hún hafði verið handtekin þar sem hún þótti ekki vera með höfuðklút sinn nógu þéttan á höfðinu.
Mótmælt hefur verið stanslaust frá því að hin 22 ára gamla Masha Jina Amini lést í haldi lögreglu. Hún hafði verið handtekin þar sem hún þótti ekki vera með höfuðklút sinn nógu þéttan á höfðinu. AP

Íranskar óeirðasveitir hafa setið um háskólann Sharif í Tehran, höfuðborg Írans og skotið þar á háskólanema. Ekkert lát er á kröftugum mótmælum sem hafa sprottið á götum borga í Íran, síðan 22 ára gömul kona lést í haldi lögreglu fyrir að hafa höfuðklút sinn ekki nægilega þéttan á höfði sínu.

Fyrr í dag, á sunnudagsmorgun bárust fregnir af háskolanemum sem hrópuðu níðsöngva um Ali Khamenei æðsta leiðtoga Írans. Síðar var greint frá því að Íranskar öryggissveitir hefðu lokað fyrir aðgengi að háskólasvæðinu og hafið skothríð á hóp mótmælenda, ásamt því að beita táragasi. Jerusalem Post greinir frá þessu.

Á myndbandi sem birt var á Twitter má sjá stúdenta flýja öryggissveitir. Fleiri myndbönd sýna sveitirnar skjóta í átt að mannfjöldanum á háskólasvæðinu.

Fleiri bættust í hópinn með degi og lýstu mótmændur áhyggjum af því að hörmungar á stúdentamótmælum á árinu 1999 gætu endurtekið sig. 

Írönsk yfirvöld hafa jafnframt lokað fyrir internetið í landinu og lögregla hefur beitt mikilli hörku. Þrátt fyrir tilraunir yfirvalda í að torvelda mótmælendum samskipti hafa myndbönd af fólki, sem sýna lögreglu beita fólk ofbeldi í mótmælunum, verið í dreifingu á samfélagsmiðlunum Instagram og Whatsapp.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×