Konungurinn heldur sig heima eftir ráðleggingar forsætisráðherrans Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. október 2022 16:28 Konungurin verður ekki á ráðstefnunni líkt og til stóð. Getty/Chris Jackson Karl Bretlandskonungur mun ekki sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, sem fram fer í Egyptalandi í næsta mánuði. Ástæðan er sú að forsætisráðherra Bretlands ráðlagði honum að fara ekki. Breska ríkisútvarpið hefur eftir talsmönnum Buckingham-hallar að Liz Truss forsætisráðherra og konungurinn hefðu komist að samkomulagi um að hann myndi ekki sækja ráðstefnuna. Áður hafði staðið til að konungurinn yrði viðstaddur og myndi halda þar ræðu. Ástæða þess að talsmenn konungsins töldu sig þurfa að greina frá þessu er frétt í Sunday Times, þar sem sagt var að Truss hefði hreinlega skipað konunginum að halda sig heima. „Í mesta vinskap og virðingu var komist að samkomulagi um að konungurinn myndi ekki sækja ráðstefnuna,“ segir í yfirlýsingunni en þar kemur fram að konungurinn hafi sérstaklega óskað eftir ráðleggingum Truss um hvort hann ætti að fara eða ekki. Þó virðast ekki allir á eitt sáttir með niðurstöðuna. Til marks um það má nefna þingmann breska íhaldsflokksin, Tobias Ellwood, sem sagðist í færslu á Twitter vona að „almenn skynsemi myndi hafa yfirhöndina,“ og að konunginum yrði leyft að fara til Egyptalands. I hope common sense will prevail.King Charles is a globally respected voice on the environment and climate change. His attendance would add serious authority to the British delegation.Can we really go from hosting COP26 to benching soft power at COP27? pic.twitter.com/Zq8nEFn7k1— Tobias Ellwood MP (@Tobias_Ellwood) October 1, 2022 Hann sagði jafnframt að konungurinn væri maður sem tekið væri mark á í alþjóðlegri umræðu um loftslagsbreytingar og sagði komu hans á ráðstefnuna geta ljáð bresku sendinefndinni aukna vigt. Kóngafólk Bretland Loftslagsmál Egyptaland Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Karl III Bretakonungur Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
Breska ríkisútvarpið hefur eftir talsmönnum Buckingham-hallar að Liz Truss forsætisráðherra og konungurinn hefðu komist að samkomulagi um að hann myndi ekki sækja ráðstefnuna. Áður hafði staðið til að konungurinn yrði viðstaddur og myndi halda þar ræðu. Ástæða þess að talsmenn konungsins töldu sig þurfa að greina frá þessu er frétt í Sunday Times, þar sem sagt var að Truss hefði hreinlega skipað konunginum að halda sig heima. „Í mesta vinskap og virðingu var komist að samkomulagi um að konungurinn myndi ekki sækja ráðstefnuna,“ segir í yfirlýsingunni en þar kemur fram að konungurinn hafi sérstaklega óskað eftir ráðleggingum Truss um hvort hann ætti að fara eða ekki. Þó virðast ekki allir á eitt sáttir með niðurstöðuna. Til marks um það má nefna þingmann breska íhaldsflokksin, Tobias Ellwood, sem sagðist í færslu á Twitter vona að „almenn skynsemi myndi hafa yfirhöndina,“ og að konunginum yrði leyft að fara til Egyptalands. I hope common sense will prevail.King Charles is a globally respected voice on the environment and climate change. His attendance would add serious authority to the British delegation.Can we really go from hosting COP26 to benching soft power at COP27? pic.twitter.com/Zq8nEFn7k1— Tobias Ellwood MP (@Tobias_Ellwood) October 1, 2022 Hann sagði jafnframt að konungurinn væri maður sem tekið væri mark á í alþjóðlegri umræðu um loftslagsbreytingar og sagði komu hans á ráðstefnuna geta ljáð bresku sendinefndinni aukna vigt.
Kóngafólk Bretland Loftslagsmál Egyptaland Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Karl III Bretakonungur Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira