Mjög sérstakt að styrkja rafbílakaup eins mikið þegar margir hefðu keypt sér bílinn án stuðnings Snorri Másson skrifar 30. september 2022 22:32 Strætó fékk einn milljarð úr ríkissjóði í fyrra á meðan endurgreiðslur vegna rafbíla námu níu milljörðum króna - nokkuð sem sérfræðingur hjá Alþýðusambandi segir rosalegan mun. Mjög sérstakt sé að stjórnvöld dæli peningum í óskilvirkar loftslagsaðgerðir í stað þess að styðja betur við almenningssamgöngur. Róðurinn hefur verið þungur hjá Strætó að undanförnu. Fyrirtækið bráðvantar peninga og neyddist til að hækka fargjöld á dögunum. Komið hefur fram að Strætó þurfi 1,5 milljarð frá eigendum sínum, sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Í þessu umhverfi er það ekki beint svo að ríkið hlaupi undir bagga. Framlög þess til Strætó eru ekki mikil; í fyrra námu þau einum milljarði króna - sem hefur verið sagt blikna í samanburði við ívilnanir sem fara til rafbílakaupenda - það eru rúmir níu milljarðar króna samkvæmt ASÍ. „Þetta er rosalegur munur. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem er verið að hækka gjaldskrá Strætó. Eins hefur þjónustan verið skert. Og þetta er mjög sérstakt í ljósi þess að niðurgreiðsla rafbíla er talin frekar óskilvirk loftslagsaðgerð og óhagkvæm,“ segir Auður Alfa Ólafsdóttir sérfræðingur ASÍ í umhverfis- og neytendamálum í samtali við fréttastofu. Auður segir að einnig þurfi að líta til umferðarþungans í Reykjavík, sem almenningssamgöngur væru betur til þess fallnar að leysa. Ef litið sé til tekna af fargjöldum sé ljóst að það hefði kostað 1,8 milljarð að gera Strætó ókeypis árið 2021 - aðeins brot af því sem fór í rafbílana. Auður segir rafbílaívilnanirnar skýrt dæmi um verk ríkisstjórnar, sem hygli hinum efnameiri á kostnað fátækra. „Rannsóknir benda til þess að þetta sé ekki skilvirk leið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og að kaupendur rafbíla hefðu keypt sér rafbíl þótt ívilnana nyti ekki við. Þetta er bara í algerri andstöðu við þessi réttlátu umskipti sem er kveðið á um í ríkisstjórnarsáttmálanum að eigi að vera leiðarljósið í yfirstandandi breytingum,“ segir Auður. Strætó Samgöngur Vistvænir bílar Skattar og tollar Bílar Tengdar fréttir Einn milljarður í strætó en níu í vistvæna bíla Alþýðusamband Íslands hefur birt samantekt þar sem borinn er saman opinber stuðningur ríkisins við almenningssamgöngur og stuðningur þess við niðurgreiðslu vistvænna bíla. 30. september 2022 13:24 Segir að meðalverð á rafbílum geti hækkað um tæpar tvær milljónir Meðalverð á rafbílum gæti hækkað um tæpar tvær milljónir þegar þær ívilnanir sem hafa verið veittar vegna rafbílakaupa renna sitt skeið. 13. september 2022 07:11 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Sjá meira
Róðurinn hefur verið þungur hjá Strætó að undanförnu. Fyrirtækið bráðvantar peninga og neyddist til að hækka fargjöld á dögunum. Komið hefur fram að Strætó þurfi 1,5 milljarð frá eigendum sínum, sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Í þessu umhverfi er það ekki beint svo að ríkið hlaupi undir bagga. Framlög þess til Strætó eru ekki mikil; í fyrra námu þau einum milljarði króna - sem hefur verið sagt blikna í samanburði við ívilnanir sem fara til rafbílakaupenda - það eru rúmir níu milljarðar króna samkvæmt ASÍ. „Þetta er rosalegur munur. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem er verið að hækka gjaldskrá Strætó. Eins hefur þjónustan verið skert. Og þetta er mjög sérstakt í ljósi þess að niðurgreiðsla rafbíla er talin frekar óskilvirk loftslagsaðgerð og óhagkvæm,“ segir Auður Alfa Ólafsdóttir sérfræðingur ASÍ í umhverfis- og neytendamálum í samtali við fréttastofu. Auður segir að einnig þurfi að líta til umferðarþungans í Reykjavík, sem almenningssamgöngur væru betur til þess fallnar að leysa. Ef litið sé til tekna af fargjöldum sé ljóst að það hefði kostað 1,8 milljarð að gera Strætó ókeypis árið 2021 - aðeins brot af því sem fór í rafbílana. Auður segir rafbílaívilnanirnar skýrt dæmi um verk ríkisstjórnar, sem hygli hinum efnameiri á kostnað fátækra. „Rannsóknir benda til þess að þetta sé ekki skilvirk leið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og að kaupendur rafbíla hefðu keypt sér rafbíl þótt ívilnana nyti ekki við. Þetta er bara í algerri andstöðu við þessi réttlátu umskipti sem er kveðið á um í ríkisstjórnarsáttmálanum að eigi að vera leiðarljósið í yfirstandandi breytingum,“ segir Auður.
Strætó Samgöngur Vistvænir bílar Skattar og tollar Bílar Tengdar fréttir Einn milljarður í strætó en níu í vistvæna bíla Alþýðusamband Íslands hefur birt samantekt þar sem borinn er saman opinber stuðningur ríkisins við almenningssamgöngur og stuðningur þess við niðurgreiðslu vistvænna bíla. 30. september 2022 13:24 Segir að meðalverð á rafbílum geti hækkað um tæpar tvær milljónir Meðalverð á rafbílum gæti hækkað um tæpar tvær milljónir þegar þær ívilnanir sem hafa verið veittar vegna rafbílakaupa renna sitt skeið. 13. september 2022 07:11 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Sjá meira
Einn milljarður í strætó en níu í vistvæna bíla Alþýðusamband Íslands hefur birt samantekt þar sem borinn er saman opinber stuðningur ríkisins við almenningssamgöngur og stuðningur þess við niðurgreiðslu vistvænna bíla. 30. september 2022 13:24
Segir að meðalverð á rafbílum geti hækkað um tæpar tvær milljónir Meðalverð á rafbílum gæti hækkað um tæpar tvær milljónir þegar þær ívilnanir sem hafa verið veittar vegna rafbílakaupa renna sitt skeið. 13. september 2022 07:11