Mjög sérstakt að styrkja rafbílakaup eins mikið þegar margir hefðu keypt sér bílinn án stuðnings Snorri Másson skrifar 30. september 2022 22:32 Strætó fékk einn milljarð úr ríkissjóði í fyrra á meðan endurgreiðslur vegna rafbíla námu níu milljörðum króna - nokkuð sem sérfræðingur hjá Alþýðusambandi segir rosalegan mun. Mjög sérstakt sé að stjórnvöld dæli peningum í óskilvirkar loftslagsaðgerðir í stað þess að styðja betur við almenningssamgöngur. Róðurinn hefur verið þungur hjá Strætó að undanförnu. Fyrirtækið bráðvantar peninga og neyddist til að hækka fargjöld á dögunum. Komið hefur fram að Strætó þurfi 1,5 milljarð frá eigendum sínum, sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Í þessu umhverfi er það ekki beint svo að ríkið hlaupi undir bagga. Framlög þess til Strætó eru ekki mikil; í fyrra námu þau einum milljarði króna - sem hefur verið sagt blikna í samanburði við ívilnanir sem fara til rafbílakaupenda - það eru rúmir níu milljarðar króna samkvæmt ASÍ. „Þetta er rosalegur munur. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem er verið að hækka gjaldskrá Strætó. Eins hefur þjónustan verið skert. Og þetta er mjög sérstakt í ljósi þess að niðurgreiðsla rafbíla er talin frekar óskilvirk loftslagsaðgerð og óhagkvæm,“ segir Auður Alfa Ólafsdóttir sérfræðingur ASÍ í umhverfis- og neytendamálum í samtali við fréttastofu. Auður segir að einnig þurfi að líta til umferðarþungans í Reykjavík, sem almenningssamgöngur væru betur til þess fallnar að leysa. Ef litið sé til tekna af fargjöldum sé ljóst að það hefði kostað 1,8 milljarð að gera Strætó ókeypis árið 2021 - aðeins brot af því sem fór í rafbílana. Auður segir rafbílaívilnanirnar skýrt dæmi um verk ríkisstjórnar, sem hygli hinum efnameiri á kostnað fátækra. „Rannsóknir benda til þess að þetta sé ekki skilvirk leið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og að kaupendur rafbíla hefðu keypt sér rafbíl þótt ívilnana nyti ekki við. Þetta er bara í algerri andstöðu við þessi réttlátu umskipti sem er kveðið á um í ríkisstjórnarsáttmálanum að eigi að vera leiðarljósið í yfirstandandi breytingum,“ segir Auður. Strætó Samgöngur Vistvænir bílar Skattar og tollar Bílar Tengdar fréttir Einn milljarður í strætó en níu í vistvæna bíla Alþýðusamband Íslands hefur birt samantekt þar sem borinn er saman opinber stuðningur ríkisins við almenningssamgöngur og stuðningur þess við niðurgreiðslu vistvænna bíla. 30. september 2022 13:24 Segir að meðalverð á rafbílum geti hækkað um tæpar tvær milljónir Meðalverð á rafbílum gæti hækkað um tæpar tvær milljónir þegar þær ívilnanir sem hafa verið veittar vegna rafbílakaupa renna sitt skeið. 13. september 2022 07:11 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Róðurinn hefur verið þungur hjá Strætó að undanförnu. Fyrirtækið bráðvantar peninga og neyddist til að hækka fargjöld á dögunum. Komið hefur fram að Strætó þurfi 1,5 milljarð frá eigendum sínum, sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Í þessu umhverfi er það ekki beint svo að ríkið hlaupi undir bagga. Framlög þess til Strætó eru ekki mikil; í fyrra námu þau einum milljarði króna - sem hefur verið sagt blikna í samanburði við ívilnanir sem fara til rafbílakaupenda - það eru rúmir níu milljarðar króna samkvæmt ASÍ. „Þetta er rosalegur munur. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem er verið að hækka gjaldskrá Strætó. Eins hefur þjónustan verið skert. Og þetta er mjög sérstakt í ljósi þess að niðurgreiðsla rafbíla er talin frekar óskilvirk loftslagsaðgerð og óhagkvæm,“ segir Auður Alfa Ólafsdóttir sérfræðingur ASÍ í umhverfis- og neytendamálum í samtali við fréttastofu. Auður segir að einnig þurfi að líta til umferðarþungans í Reykjavík, sem almenningssamgöngur væru betur til þess fallnar að leysa. Ef litið sé til tekna af fargjöldum sé ljóst að það hefði kostað 1,8 milljarð að gera Strætó ókeypis árið 2021 - aðeins brot af því sem fór í rafbílana. Auður segir rafbílaívilnanirnar skýrt dæmi um verk ríkisstjórnar, sem hygli hinum efnameiri á kostnað fátækra. „Rannsóknir benda til þess að þetta sé ekki skilvirk leið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og að kaupendur rafbíla hefðu keypt sér rafbíl þótt ívilnana nyti ekki við. Þetta er bara í algerri andstöðu við þessi réttlátu umskipti sem er kveðið á um í ríkisstjórnarsáttmálanum að eigi að vera leiðarljósið í yfirstandandi breytingum,“ segir Auður.
Strætó Samgöngur Vistvænir bílar Skattar og tollar Bílar Tengdar fréttir Einn milljarður í strætó en níu í vistvæna bíla Alþýðusamband Íslands hefur birt samantekt þar sem borinn er saman opinber stuðningur ríkisins við almenningssamgöngur og stuðningur þess við niðurgreiðslu vistvænna bíla. 30. september 2022 13:24 Segir að meðalverð á rafbílum geti hækkað um tæpar tvær milljónir Meðalverð á rafbílum gæti hækkað um tæpar tvær milljónir þegar þær ívilnanir sem hafa verið veittar vegna rafbílakaupa renna sitt skeið. 13. september 2022 07:11 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Einn milljarður í strætó en níu í vistvæna bíla Alþýðusamband Íslands hefur birt samantekt þar sem borinn er saman opinber stuðningur ríkisins við almenningssamgöngur og stuðningur þess við niðurgreiðslu vistvænna bíla. 30. september 2022 13:24
Segir að meðalverð á rafbílum geti hækkað um tæpar tvær milljónir Meðalverð á rafbílum gæti hækkað um tæpar tvær milljónir þegar þær ívilnanir sem hafa verið veittar vegna rafbílakaupa renna sitt skeið. 13. september 2022 07:11