Gunnar um uppganginn Færeyja: „Margir að toppa á sama tíma“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. september 2022 23:31 Hinn 35 ára gamli Gunnar á að baki 68 A-landsleiki fyrir Færeyjar. Nils Petter Nilsson/Getty Images Færeyska landsliðið í fótbolta vann frækinn sigur á Tyrklandi á sunnudag en um er að ræða stærsta sigur liðsins síðan gegn Grikklandi fyrir sjö árum síðan. Gunnar Nielsen, markvörður FH í Bestu deild karla, segir aðstæður gera það að verkum að stærð sigur sunnudagsins virðist ekki eins mikil. „Það var svolítið vont veður í Færeyjum, mikill vindur og allt það. Þetta var sunnudagskvöld og fólk að fara vinna á mánudegi. Við fögnuðum auðvitað saman leikmennirnir og allt það en síðast þegar við unnum svona risaleik, Grikkland heima 2015. Þá var það á laugardagskvöldi og allir út að djamma eftir leikinn,“ sagði Gunnar í viðtali við Stöð 2 og Vísi fyrr í dag. „Ég veit það ekki. Það er alltaf erfitt að segja til en þetta var mjög stór sigur fyrir okkur. Ef maður á að meta svona þá fer allur pakkinn í þetta, stemningin og allt það. Það vantaði fólk að fagna niðri í bæ, þetta var ekki alveg þannig. Því var Grikklandssigurinn; spilað á laugardegi, uppselt, geggjað veður og allt það. Allur dagurinn og nóttin var ótrúleg upplifun. Erfitt að bera saman en þetta er einn af þeim stóru,“ sagði Gunnar aðspurður hvort þetta hefði verið stærsti sigur Færeyja til þessa. Gunnar var spurður út í uppgang færeyska liðsins en liðið hefur nú spilað fjóra leiki í röð án þess að tapa. Hallur verður frá næstu 9 til 12 mánuðina.Vísir/Hulda Margrét „Ekki spurning. Við erum líka komnir með fleiri betri leikmenn. Höfum verið án nokkurra lykilleikmanna í síðustu leikjum. Fyrirliðinn, Hallur Hansson í KR, er því miður meiddur mjög alvarlega og var ekki með. Brandur Olsen [Hendriksson] sem var í FH, geggjaður leikmaður, var ekki með.“ „Það voru nokkrir sem voru ekki með en við erum samt komnir með fleiri leikmenn og allir þekkja okkar concept. Eins og staðan er núna þá erum við með marga góða leikmenn sem geta spilað fyrir landsliðið. Þetta er samt sveiflukennt, með lítið land og svo koma nokkur ár þar sem margir toppa á sama tíma en svo getur þetta dottið niður. Nú eru margir að toppa á sama tíma,“ sagði markvörðurinn jafnframt. Hverju þakkar Gunnar þennan uppgang? „Það er alltaf svolítið erfitt að segja til um það. Það er kominn meiri peningur í færeyska boltann, það hjálpar alltaf. Leikmenn sem fóru kannski út að spila í gamla daga koma nú heim aðeins fyrr og í staðinn fyrir að fara út þá eru menn heima því þeir geta borgað betri laun í Færeyjum núna. Svo eru góðir útlendingar að koma sem styrkja deildina.“ „Þú nefndir KÍ [Klaksvík] sem er búið að standa sig vel undanfarin ár. Það hjálpar alltaf þegar eitt lið stendur sig mjög vel því þá vilja öll hin liðin elta það lið. Það hefur jákvæð áhrif á alla deildina. Ég held það séu margir hlutir sem fara í þetta en þetta eru helstu hlutirnir fyrir góðu gengi Færeyja,“ sagði Gunnar að endingu. Klippa: Gunnar Nielsen um sigur Færeyja á Tyrklandi Fótbolti Þjóðadeild UEFA Færeyjar FH Færeyski boltinn Mest lesið Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Getur varla gengið lengur Sport Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Sjá meira
„Það var svolítið vont veður í Færeyjum, mikill vindur og allt það. Þetta var sunnudagskvöld og fólk að fara vinna á mánudegi. Við fögnuðum auðvitað saman leikmennirnir og allt það en síðast þegar við unnum svona risaleik, Grikkland heima 2015. Þá var það á laugardagskvöldi og allir út að djamma eftir leikinn,“ sagði Gunnar í viðtali við Stöð 2 og Vísi fyrr í dag. „Ég veit það ekki. Það er alltaf erfitt að segja til en þetta var mjög stór sigur fyrir okkur. Ef maður á að meta svona þá fer allur pakkinn í þetta, stemningin og allt það. Það vantaði fólk að fagna niðri í bæ, þetta var ekki alveg þannig. Því var Grikklandssigurinn; spilað á laugardegi, uppselt, geggjað veður og allt það. Allur dagurinn og nóttin var ótrúleg upplifun. Erfitt að bera saman en þetta er einn af þeim stóru,“ sagði Gunnar aðspurður hvort þetta hefði verið stærsti sigur Færeyja til þessa. Gunnar var spurður út í uppgang færeyska liðsins en liðið hefur nú spilað fjóra leiki í röð án þess að tapa. Hallur verður frá næstu 9 til 12 mánuðina.Vísir/Hulda Margrét „Ekki spurning. Við erum líka komnir með fleiri betri leikmenn. Höfum verið án nokkurra lykilleikmanna í síðustu leikjum. Fyrirliðinn, Hallur Hansson í KR, er því miður meiddur mjög alvarlega og var ekki með. Brandur Olsen [Hendriksson] sem var í FH, geggjaður leikmaður, var ekki með.“ „Það voru nokkrir sem voru ekki með en við erum samt komnir með fleiri leikmenn og allir þekkja okkar concept. Eins og staðan er núna þá erum við með marga góða leikmenn sem geta spilað fyrir landsliðið. Þetta er samt sveiflukennt, með lítið land og svo koma nokkur ár þar sem margir toppa á sama tíma en svo getur þetta dottið niður. Nú eru margir að toppa á sama tíma,“ sagði markvörðurinn jafnframt. Hverju þakkar Gunnar þennan uppgang? „Það er alltaf svolítið erfitt að segja til um það. Það er kominn meiri peningur í færeyska boltann, það hjálpar alltaf. Leikmenn sem fóru kannski út að spila í gamla daga koma nú heim aðeins fyrr og í staðinn fyrir að fara út þá eru menn heima því þeir geta borgað betri laun í Færeyjum núna. Svo eru góðir útlendingar að koma sem styrkja deildina.“ „Þú nefndir KÍ [Klaksvík] sem er búið að standa sig vel undanfarin ár. Það hjálpar alltaf þegar eitt lið stendur sig mjög vel því þá vilja öll hin liðin elta það lið. Það hefur jákvæð áhrif á alla deildina. Ég held það séu margir hlutir sem fara í þetta en þetta eru helstu hlutirnir fyrir góðu gengi Færeyja,“ sagði Gunnar að endingu. Klippa: Gunnar Nielsen um sigur Færeyja á Tyrklandi
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Færeyjar FH Færeyski boltinn Mest lesið Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Getur varla gengið lengur Sport Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn