Opna þakið á þeim hluta sem brennur ekki Samúel Karl Ólason og Bjarki Sigurðsson skrifa 28. september 2022 16:53 Eldurinn kom upp í þvottahúsi Vasks á Egilsstöðum. Vísir/Daníel Cekic Mikill eldur logar í húsnæði Vasks á Egilsstöðum. Vaskur er þvottahús, efnalaug og verslun með hreinlætisvörur, skrifstofuvörur, hljóðfæri, víngerðarefni, búsáhöld, leikföng og hannyrðavörur. Þvottahús er í húsinu þar sem talið er líklegt að eldurinn hafi komið upp. Guðmundur framkvæmdastjóri Vasks segir líklegt að eldurinn hafi kviknað í þvottahúsinu en hann viti það þó ekki fyrir víst. Hann segir sem betur fer ekkert fólk hafa verið innandyra þegar eldurinn kviknaði. Eldur logar í nokkrum bílum við húsnæðið.Tristana Sól Kristjánsdóttir Húsnæðið stendur í ljósum logum og slökkvilið reynir hvað það getur til að slökkva eldinn. „Þetta er altjón,“ segir Guðmundur aðspurður hvort ekki sé ljóst að tjónið sé hrikalegt. Um sé að ræða fjölskyldufyrirtæki. Uppfært klukkan 18:06: Haraldur Geir Eðvaldsson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum á Austurlandi, segir í samtali við fréttastofu að verið sé að opna þakið á þeim hluta hússins sem enn er heill. „Við erum að reyna að komast í þetta þeim megin frá. Það hefur gengið vel ennþá. Þetta er mikil vinna og erfitt viðureignar. Eldurinn hefur borist í bíla og eitthvað dót fyrir utan en ekki í neinar byggingar,“ segir Haraldur. Búið er að kalla til slökkviliðið á Seyðisfirði og Fáskrúðsfirði sem aðstoðar við slökkvistörf. Þá eru björgunarsveitir á svæðinu að aðstoða. Mikinn reyk leggur frá eldinum og hafa íbúar á svæðinu verið beðnir um að loka gluggum. Í færslu á Facebook-síðu Vasks segir að allir hafi sloppið ómeiddir úr húsinu. Starfsmenn fyrirtækisins segja það mjög leiðinlegt og sárt að sjá húsnæði fyrirtækisins brenna niður. Austurfrétt greindi fyrst frá. Myndir eða myndbönd Ertu með myndir eða myndbönd frá vettvangi? Sendu okkur endilega í tölvupósti eða WeTransfer á ritstjorn@visir.is. Múlaþing Slökkvilið Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Sjá meira
Guðmundur framkvæmdastjóri Vasks segir líklegt að eldurinn hafi kviknað í þvottahúsinu en hann viti það þó ekki fyrir víst. Hann segir sem betur fer ekkert fólk hafa verið innandyra þegar eldurinn kviknaði. Eldur logar í nokkrum bílum við húsnæðið.Tristana Sól Kristjánsdóttir Húsnæðið stendur í ljósum logum og slökkvilið reynir hvað það getur til að slökkva eldinn. „Þetta er altjón,“ segir Guðmundur aðspurður hvort ekki sé ljóst að tjónið sé hrikalegt. Um sé að ræða fjölskyldufyrirtæki. Uppfært klukkan 18:06: Haraldur Geir Eðvaldsson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum á Austurlandi, segir í samtali við fréttastofu að verið sé að opna þakið á þeim hluta hússins sem enn er heill. „Við erum að reyna að komast í þetta þeim megin frá. Það hefur gengið vel ennþá. Þetta er mikil vinna og erfitt viðureignar. Eldurinn hefur borist í bíla og eitthvað dót fyrir utan en ekki í neinar byggingar,“ segir Haraldur. Búið er að kalla til slökkviliðið á Seyðisfirði og Fáskrúðsfirði sem aðstoðar við slökkvistörf. Þá eru björgunarsveitir á svæðinu að aðstoða. Mikinn reyk leggur frá eldinum og hafa íbúar á svæðinu verið beðnir um að loka gluggum. Í færslu á Facebook-síðu Vasks segir að allir hafi sloppið ómeiddir úr húsinu. Starfsmenn fyrirtækisins segja það mjög leiðinlegt og sárt að sjá húsnæði fyrirtækisins brenna niður. Austurfrétt greindi fyrst frá. Myndir eða myndbönd Ertu með myndir eða myndbönd frá vettvangi? Sendu okkur endilega í tölvupósti eða WeTransfer á ritstjorn@visir.is.
Myndir eða myndbönd Ertu með myndir eða myndbönd frá vettvangi? Sendu okkur endilega í tölvupósti eða WeTransfer á ritstjorn@visir.is.
Múlaþing Slökkvilið Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Sjá meira