Hafnar því að hún harmi skipan þjóðminjavarðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. september 2022 12:55 Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Vísir/vilhelm Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra segist ekki harma skipan þjóðminjavarðar, líkt og haldið var fram í Fréttablaðinu í morgun. Hins vegar hefði mátt auglýsa stöðuna til að halda sátt um skipanina. Ekki standi til að draga hana til baka. Fréttablaðið ræddi við Ólöfu Gerði Sigfúsdóttur formann Íslandsdeildar alþjóðaráðs safna í forsíðufrétt sinni morgun. Ólöf var gestur safnaþings í síðustu viku, þar sem ráðherra tók til máls, en fram kom í frétt Fréttablaðsins að gesti hefði sett hljóða þegar Lilja hefði „tekið U-beygju“ í afstöðu sinni til umdeildrar skipunar Hörpu Þórsdóttur sem þjóðminjavarðar - og sagst harma skipanina. Fréttastofa bar þetta undir ráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Því var slegið upp í frétt Fréttablaðsins að þú hefðir harmað þessa skipan, er það rétt? „Ég harma ekki skipanina sem slíka en við hefðum getað auglýst til að það væri meiri sátt um þessa skipan,“ segir Lilja. Og það stendur ekki til að draga þetta til baka? „Nei, það stendur ekki til.“ Finnst þér að þú hefðir mátt gera þetta [skipanina] öðruvísi, fyrir utan þetta [að auglýsa ekki stöðuna]? „Nei, það er skýr heimild í lögum og svona flutningur hefur tíðkast. En hins vegar er það þannig að þetta kom ekki vel við mitt safnafólk. Mér er mjög annt um það og samskipti mín við þau. Ráðherra verður auðvitað að skoða hvað getum við gert til að bæta stöðuna, búa til traust. Við eigum í mjög góðu og uppbyggilegu samtali og samvinnu um næstu skref,“ segir Lilja. Ráðstafanir til að efla þetta traust hafi meðal annars verið ræddar á áðurnefndum fundi með safnafólki. „Eitt af því sem ég nefni er skipunartími embættismanna. Hámark í Listasafni Íslands er tíu ár. Mér finnst koma vel til greina að skoða þetta fyrir Þjóðminjasafnið og Náttúruminjasafnið. Að samræma skipunartíma. Þá held ég að þessi óánægja hefði ekki verið svona mikil,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Deilur um skipun þjóðminjavarðar Söfn Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir Lilju harma skipun þjóðminjavarðar en ekki geta dregið hana til baka Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, formaður Íslandsdeildar International Council of Museums (ICOM), segir Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra hafa harmað skipun þjóðminjavarðar án auglýsingar á Safnaþingi á Austfjörðum í síðustu viku. 27. september 2022 06:26 Fornleifafræðingar funda með ráðherra vegna skipunar þjóðminjavarðar Stjórn Félags fornleifafræðinga fundar með safnamálaráðherra næstkomandi mánudag um ráðningu þjóðminjavarðar. Formaður félagsins segir réttast að draga ráðninguna til baka og byrja upp á nýtt. Staða Þjóðminjavarðar sé ein sú bitastæðasta innan safnastarfs á Íslandi. 22. september 2022 13:23 Hafa ekkert heyrt frá Lilju Félag fornleifafræðinga hefur hvorki heyrt frá Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra né umboðsmanni Alþingis vegna kvörtun þeirra á skipun Hörpu Þórsdóttur í embætti þjóðminjavarðar. 22. september 2022 07:54 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Sjá meira
Fréttablaðið ræddi við Ólöfu Gerði Sigfúsdóttur formann Íslandsdeildar alþjóðaráðs safna í forsíðufrétt sinni morgun. Ólöf var gestur safnaþings í síðustu viku, þar sem ráðherra tók til máls, en fram kom í frétt Fréttablaðsins að gesti hefði sett hljóða þegar Lilja hefði „tekið U-beygju“ í afstöðu sinni til umdeildrar skipunar Hörpu Þórsdóttur sem þjóðminjavarðar - og sagst harma skipanina. Fréttastofa bar þetta undir ráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Því var slegið upp í frétt Fréttablaðsins að þú hefðir harmað þessa skipan, er það rétt? „Ég harma ekki skipanina sem slíka en við hefðum getað auglýst til að það væri meiri sátt um þessa skipan,“ segir Lilja. Og það stendur ekki til að draga þetta til baka? „Nei, það stendur ekki til.“ Finnst þér að þú hefðir mátt gera þetta [skipanina] öðruvísi, fyrir utan þetta [að auglýsa ekki stöðuna]? „Nei, það er skýr heimild í lögum og svona flutningur hefur tíðkast. En hins vegar er það þannig að þetta kom ekki vel við mitt safnafólk. Mér er mjög annt um það og samskipti mín við þau. Ráðherra verður auðvitað að skoða hvað getum við gert til að bæta stöðuna, búa til traust. Við eigum í mjög góðu og uppbyggilegu samtali og samvinnu um næstu skref,“ segir Lilja. Ráðstafanir til að efla þetta traust hafi meðal annars verið ræddar á áðurnefndum fundi með safnafólki. „Eitt af því sem ég nefni er skipunartími embættismanna. Hámark í Listasafni Íslands er tíu ár. Mér finnst koma vel til greina að skoða þetta fyrir Þjóðminjasafnið og Náttúruminjasafnið. Að samræma skipunartíma. Þá held ég að þessi óánægja hefði ekki verið svona mikil,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.
Deilur um skipun þjóðminjavarðar Söfn Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir Lilju harma skipun þjóðminjavarðar en ekki geta dregið hana til baka Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, formaður Íslandsdeildar International Council of Museums (ICOM), segir Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra hafa harmað skipun þjóðminjavarðar án auglýsingar á Safnaþingi á Austfjörðum í síðustu viku. 27. september 2022 06:26 Fornleifafræðingar funda með ráðherra vegna skipunar þjóðminjavarðar Stjórn Félags fornleifafræðinga fundar með safnamálaráðherra næstkomandi mánudag um ráðningu þjóðminjavarðar. Formaður félagsins segir réttast að draga ráðninguna til baka og byrja upp á nýtt. Staða Þjóðminjavarðar sé ein sú bitastæðasta innan safnastarfs á Íslandi. 22. september 2022 13:23 Hafa ekkert heyrt frá Lilju Félag fornleifafræðinga hefur hvorki heyrt frá Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra né umboðsmanni Alþingis vegna kvörtun þeirra á skipun Hörpu Þórsdóttur í embætti þjóðminjavarðar. 22. september 2022 07:54 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Sjá meira
Segir Lilju harma skipun þjóðminjavarðar en ekki geta dregið hana til baka Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, formaður Íslandsdeildar International Council of Museums (ICOM), segir Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra hafa harmað skipun þjóðminjavarðar án auglýsingar á Safnaþingi á Austfjörðum í síðustu viku. 27. september 2022 06:26
Fornleifafræðingar funda með ráðherra vegna skipunar þjóðminjavarðar Stjórn Félags fornleifafræðinga fundar með safnamálaráðherra næstkomandi mánudag um ráðningu þjóðminjavarðar. Formaður félagsins segir réttast að draga ráðninguna til baka og byrja upp á nýtt. Staða Þjóðminjavarðar sé ein sú bitastæðasta innan safnastarfs á Íslandi. 22. september 2022 13:23
Hafa ekkert heyrt frá Lilju Félag fornleifafræðinga hefur hvorki heyrt frá Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra né umboðsmanni Alþingis vegna kvörtun þeirra á skipun Hörpu Þórsdóttur í embætti þjóðminjavarðar. 22. september 2022 07:54