Hafnar því að hún harmi skipan þjóðminjavarðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. september 2022 12:55 Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Vísir/vilhelm Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra segist ekki harma skipan þjóðminjavarðar, líkt og haldið var fram í Fréttablaðinu í morgun. Hins vegar hefði mátt auglýsa stöðuna til að halda sátt um skipanina. Ekki standi til að draga hana til baka. Fréttablaðið ræddi við Ólöfu Gerði Sigfúsdóttur formann Íslandsdeildar alþjóðaráðs safna í forsíðufrétt sinni morgun. Ólöf var gestur safnaþings í síðustu viku, þar sem ráðherra tók til máls, en fram kom í frétt Fréttablaðsins að gesti hefði sett hljóða þegar Lilja hefði „tekið U-beygju“ í afstöðu sinni til umdeildrar skipunar Hörpu Þórsdóttur sem þjóðminjavarðar - og sagst harma skipanina. Fréttastofa bar þetta undir ráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Því var slegið upp í frétt Fréttablaðsins að þú hefðir harmað þessa skipan, er það rétt? „Ég harma ekki skipanina sem slíka en við hefðum getað auglýst til að það væri meiri sátt um þessa skipan,“ segir Lilja. Og það stendur ekki til að draga þetta til baka? „Nei, það stendur ekki til.“ Finnst þér að þú hefðir mátt gera þetta [skipanina] öðruvísi, fyrir utan þetta [að auglýsa ekki stöðuna]? „Nei, það er skýr heimild í lögum og svona flutningur hefur tíðkast. En hins vegar er það þannig að þetta kom ekki vel við mitt safnafólk. Mér er mjög annt um það og samskipti mín við þau. Ráðherra verður auðvitað að skoða hvað getum við gert til að bæta stöðuna, búa til traust. Við eigum í mjög góðu og uppbyggilegu samtali og samvinnu um næstu skref,“ segir Lilja. Ráðstafanir til að efla þetta traust hafi meðal annars verið ræddar á áðurnefndum fundi með safnafólki. „Eitt af því sem ég nefni er skipunartími embættismanna. Hámark í Listasafni Íslands er tíu ár. Mér finnst koma vel til greina að skoða þetta fyrir Þjóðminjasafnið og Náttúruminjasafnið. Að samræma skipunartíma. Þá held ég að þessi óánægja hefði ekki verið svona mikil,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Deilur um skipun þjóðminjavarðar Söfn Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir Lilju harma skipun þjóðminjavarðar en ekki geta dregið hana til baka Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, formaður Íslandsdeildar International Council of Museums (ICOM), segir Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra hafa harmað skipun þjóðminjavarðar án auglýsingar á Safnaþingi á Austfjörðum í síðustu viku. 27. september 2022 06:26 Fornleifafræðingar funda með ráðherra vegna skipunar þjóðminjavarðar Stjórn Félags fornleifafræðinga fundar með safnamálaráðherra næstkomandi mánudag um ráðningu þjóðminjavarðar. Formaður félagsins segir réttast að draga ráðninguna til baka og byrja upp á nýtt. Staða Þjóðminjavarðar sé ein sú bitastæðasta innan safnastarfs á Íslandi. 22. september 2022 13:23 Hafa ekkert heyrt frá Lilju Félag fornleifafræðinga hefur hvorki heyrt frá Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra né umboðsmanni Alþingis vegna kvörtun þeirra á skipun Hörpu Þórsdóttur í embætti þjóðminjavarðar. 22. september 2022 07:54 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Fréttablaðið ræddi við Ólöfu Gerði Sigfúsdóttur formann Íslandsdeildar alþjóðaráðs safna í forsíðufrétt sinni morgun. Ólöf var gestur safnaþings í síðustu viku, þar sem ráðherra tók til máls, en fram kom í frétt Fréttablaðsins að gesti hefði sett hljóða þegar Lilja hefði „tekið U-beygju“ í afstöðu sinni til umdeildrar skipunar Hörpu Þórsdóttur sem þjóðminjavarðar - og sagst harma skipanina. Fréttastofa bar þetta undir ráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Því var slegið upp í frétt Fréttablaðsins að þú hefðir harmað þessa skipan, er það rétt? „Ég harma ekki skipanina sem slíka en við hefðum getað auglýst til að það væri meiri sátt um þessa skipan,“ segir Lilja. Og það stendur ekki til að draga þetta til baka? „Nei, það stendur ekki til.“ Finnst þér að þú hefðir mátt gera þetta [skipanina] öðruvísi, fyrir utan þetta [að auglýsa ekki stöðuna]? „Nei, það er skýr heimild í lögum og svona flutningur hefur tíðkast. En hins vegar er það þannig að þetta kom ekki vel við mitt safnafólk. Mér er mjög annt um það og samskipti mín við þau. Ráðherra verður auðvitað að skoða hvað getum við gert til að bæta stöðuna, búa til traust. Við eigum í mjög góðu og uppbyggilegu samtali og samvinnu um næstu skref,“ segir Lilja. Ráðstafanir til að efla þetta traust hafi meðal annars verið ræddar á áðurnefndum fundi með safnafólki. „Eitt af því sem ég nefni er skipunartími embættismanna. Hámark í Listasafni Íslands er tíu ár. Mér finnst koma vel til greina að skoða þetta fyrir Þjóðminjasafnið og Náttúruminjasafnið. Að samræma skipunartíma. Þá held ég að þessi óánægja hefði ekki verið svona mikil,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.
Deilur um skipun þjóðminjavarðar Söfn Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir Lilju harma skipun þjóðminjavarðar en ekki geta dregið hana til baka Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, formaður Íslandsdeildar International Council of Museums (ICOM), segir Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra hafa harmað skipun þjóðminjavarðar án auglýsingar á Safnaþingi á Austfjörðum í síðustu viku. 27. september 2022 06:26 Fornleifafræðingar funda með ráðherra vegna skipunar þjóðminjavarðar Stjórn Félags fornleifafræðinga fundar með safnamálaráðherra næstkomandi mánudag um ráðningu þjóðminjavarðar. Formaður félagsins segir réttast að draga ráðninguna til baka og byrja upp á nýtt. Staða Þjóðminjavarðar sé ein sú bitastæðasta innan safnastarfs á Íslandi. 22. september 2022 13:23 Hafa ekkert heyrt frá Lilju Félag fornleifafræðinga hefur hvorki heyrt frá Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra né umboðsmanni Alþingis vegna kvörtun þeirra á skipun Hörpu Þórsdóttur í embætti þjóðminjavarðar. 22. september 2022 07:54 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Segir Lilju harma skipun þjóðminjavarðar en ekki geta dregið hana til baka Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, formaður Íslandsdeildar International Council of Museums (ICOM), segir Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra hafa harmað skipun þjóðminjavarðar án auglýsingar á Safnaþingi á Austfjörðum í síðustu viku. 27. september 2022 06:26
Fornleifafræðingar funda með ráðherra vegna skipunar þjóðminjavarðar Stjórn Félags fornleifafræðinga fundar með safnamálaráðherra næstkomandi mánudag um ráðningu þjóðminjavarðar. Formaður félagsins segir réttast að draga ráðninguna til baka og byrja upp á nýtt. Staða Þjóðminjavarðar sé ein sú bitastæðasta innan safnastarfs á Íslandi. 22. september 2022 13:23
Hafa ekkert heyrt frá Lilju Félag fornleifafræðinga hefur hvorki heyrt frá Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra né umboðsmanni Alþingis vegna kvörtun þeirra á skipun Hörpu Þórsdóttur í embætti þjóðminjavarðar. 22. september 2022 07:54